Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 85

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 85
Ég kem með börnin mín á hverju sumri og svo erum við öll á Íslandi önnur hver jól ... lægð. Ótrúlegt en satt þá erum við samt í London og bara í fimmtán mínútna lestar- fjarlægð frá miðborginni. Börnin mín ganga í sinn hvorn skólann. Sonur minn í strákaskóla og dóttir mín í stelpuskóla. Ég hefði frekar kosið að þau færu í blandaða skóla en okkur leist ekki nógu vel á þá sem voru í boði hér nálægt. Skólarnir þeirra eru nógu nálægt til þess að þau geti gengið í skólana.“ Ekkert sem heitir hefðbundinn dagur – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Það er nú eiginlega ekkert sem heitir hefð- bundinn dagur í lífi mínu. Starfi mínu sam- kvæmt er engin regla á neinu. Það fer allt eftir því hver verkefnin eru, hvort ég þurfi að ferðast eitthvað, hvort ég sé að vinna í Guildhall eða hvort ég sé að vinna heima. Það er allt breytilegt. Mér þykir þessi breyti- leiki mjög skemmtilegur. Mér finnst mjög gaman að vinna með nýju fólki en mér finnst líka mjög notalegt að vinna heima. Umhverfið sem ég vinn í getur verið af öllum toga. Inni í skólum, sérskólum, geð- deildum, skýlum fyrir heimilislaust fólk, með ungu afbrotafólki, í fangelsum, risa- stórum tónleikasölum og þar fram eftir götunum. Oft er ég í stórkostlega ólíku um- hverfi á einum og sama deginum. Sem dæmi get ég nefnt dag fyrir nokkrum vikum þar sem ég byrjaði daginn á fundi í skýli fyrir mjög viðkvæmt heimilislaust fólk, kenndi svo í Guildhall-tónlistarháskólanum um „Við erum svo heppin að vera umkringd fallegum görðum sem við megum blessunarlega ennþá heimsækja.“ Rústir í skóginum: „Það er til heil myndasería af börnunum að klifra í þessum rústum sem eru í skóginum nálægt húsinu okkar.“ „Fjölskyldan saman á „local“ pöbbnum sem er því miður lokaður vegna Covid. Þangað förum við reglulega bæði í mat eða drykk þegar þannig liggur á okkur.“ Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 85

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.