Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 5

Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 5
norðurslóðum til landsins,“ segir Þráinn. Með umræddu húsi stórbætast möguleikar á hvers kyns viðhalds- verkefnum sem annars eru keypt erlendis. Svo stór og yfirbyggð kví ásamt landi og aðstöðu í og við Njarðvíkurhöfn skapar skilyrði fyrir skipaþjónustuklasa með mörg hundruð störfum. Þjónustuklasinn mun að sögn Þráins leggja áherslu á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk sem erlend, til viðhalds, breyt- inga og endurnýjunar. Auknar kröfur um betri mengunarvarnir í skipum, skipti yfir í vistvæna orku og lækkun orkukostnaðar, skapi ný tækifæri á þessu sviði. Hugmynd Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur gengur út á að nýta sér- þekkingu á margvíslegum sviðum sem safnast hefur upp hjá vél- og stálsmiðjum víða á landinu. Öflug málvinnslufyrirtæki og -smiðjur fengju stóraukin tækifæri í verk- efnum og þróun. Þannig yrði þjónustuklasinn byggður á fjölda fyrirtækja, hverju með sína sér- hæfingu. – En hvað mun uppbyggingin taka langan tíma? „Þjónustuklasinn getur tiltölulega fljótt skapað á annað hundrað störf og samfélaginu umtalsverðar tekjur til framtíðar. Bein vinna í hinni nýju kví kallar á 70 til 80 heilsársstörf auk óbeinna starfa. Varlega áætlað er gert ráð fyrir að verkefni fyrst um sinn tengd kvínni skapi þannig um 120 störf. Ekki er óraunhæft að ætla að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingarklasi í viðhaldi og þjón- ustu við skip sem teldi um 250 til 350 bein og óbein störf,“ segir Þráinn en áætlaður framkvæmda- tími verkefnisins er þrjú ár frá því að fjármögnun þess liggur fyrir. Skilningur frá yfirvöldum Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri, segir að búið sé að ræða við yfirvöld og þingmenn og góður stuðningur sé við málið en ríkið kemur að byggingu varnargarða sem er forsenda þess að hægt sé að fara í byggingu kvíarinnar. „Þetta er mjög jákvætt og skapar fjölda starfa. Frumkvæðið kom frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og það er einmitt það sem við hjá Reykja- nesbæ höfum verið að leita eftir og viljum sjá, að frumkvæðið komi frá öðrum aðilum en sveitarfélaginu. Verði þetta að veruleika sem við getum við bjartsýn um erum við líka að bæta við fjölbreytileikann í atvinnulífinu á svæðinu. Það er nauðsynlegt og hefur komið ber- lega í ljós í nú í heimsfaraldri þar sem Suðurnesin hafa átt undir högg að sækja þar sem svo mörg störf eru í flugstöðinni og hennar nágrenni,“ segir Kjartan Már. MIKILVÆGT FYRIR REYKJANESHÖFN Halldór Karl Hermannson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að þetta sé frábært verk- efni og muni hafa mikla þýðingu fyrir rekstur hafnarinnar. Þarna erum við að styrkja starfsemi sem þegar er til staðar og gæti skilað okkur bættum rekstri í framtíðinni. Rekstur hafnarinnar hefur lengi verið þungur og upp- bygging í Helguvík ekki gengið eins og stefnt hefur verið að. Þá er ekki alltaf á vísan að róa í sjávarútvegnum, t.d. þá hefur makríll sem hefur skilað höfn- inni all nokkrum tekjum undan- farin fimm ár ekki látið sjá sig á Suðurnesjum í sumar. Við verðum því að horfa til nýrra tækifæra og þarna er tækifæri sem lofar góðu, ekki eingöngu fyrir höfnina heldur samfélagið í heild. Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Páll Ketilsson pket@vf.is vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 5

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.