Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 8

Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 8
Rokkveislunni miklu frestað – Frumsýnd í lok september! Undanfarin ár hefur makríll veiðst á handfæri í miklu mæli í höfnum og við strandlengju Reykjanesbæjar. Handfærabátar hafa skóflað makrílnum innbyrðis og stangveiðimenn sömu leiðis af bryggjunum. Þessu hefur fylgt mikið líf á hafnarsvæðinu, handfærabátarnir beðið í röðum eftir löndun og stangveiðimenn kastandi línu þvers og kruss í kringum þá. Í ár bregður svo við að makríllinn lætur ekki sjá sig og þeir handfærabátar sem voru tilbúnir í slaginn eru komnir á aðrar veiðar í dag. Samtals var fjórum tonnum af makríl landað í heildina á síðustu vikum í sjö löndunum í Keflavík. „Öðruvísi mér áður brá en árið 2016, þegar mest var um makríl, var 5.226 tonnum landað í 922 löndunum,“ segir Halldór Karl Her- mannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, í samtali við Víkurfréttir. Á myndinni hér að neðan er yfirlit landaðs magn af makríl hjá Reykjaneshöfn síðastliðin níu ár ásamt fjölda landana handfærabáta á makríl viðkomandi ár. Þar sést að frá topp- árinu 2016 hefur línan legið jafnt og þétt niður á við. Fjórum tonnum af makríl landað í Keflavík – voru 5.226 tonn árið 2016 Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga Hertar sóttvarnarreglur vegna Covid-19 koma í veg fyrir að ekki tekst að halda tónleika á Ljósanætur- helginni. Stefnt er á að frumsýna Rokkveisluna miklu föstudagskvöldið 25. september ef búið verður að aflétta þeim fjöldatakmörkunum sem nú eru í gildi. Tvær sýningar fylgja svo í kjölfarið laugardaginn 26. september. Sýningar verða því á eftirfarandi tímum: Frumsýning: Föstudaginn 25. september kl. 20. (var áður 2. september kl. 20) Önnur sýning: Laugardaginn 26. september kl. 16. (var áður 6. september kl. 16) Þriðja sýning: Laugardaginn 26. september kl. 20. (var áður 6. september kl. 20) „Við biðjum alla þá sem búnir voru að kaupa miða á áður auglýstar dagsetningar velvirðingar á þeim óþægingum sem þessar breytingar kunna að valda. Þeir sem hafa keypt miða og geta ekki nýtt sér nýja sýningartíma geta að sjálfsögðu fengið endurgreitt. Eru þeir beðnir að hafa samband við Tix.is vegna þess,“ segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum. 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.