Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 20
saman að kenna og hóparnir eru
mismunandi þannig að nemendur
ættu að fá betri þjónustu.“
Helgi segir að í öðrum áfanga
verði íþróttahús og almennings-
sundlaug og um leið opnum við al-
menningsbókasafn. „Þaðan verður
hægt að horfa inn í íþróttahúsið
þannig að það ætti að hljóma vel
fyrir foreldra íþróttabarna sem
geta beðið þar og einnig fylgst
með. Í þriðja áfanga verður lágreist
bygging fyrir yngstu nemendurnar,
allt niður í eins árs til fimm ára.
Það er óhætt að segja að þetta sé
gríðarleg bylting í hverfi þar sem
bjuggu nokkur hundruð manns
fyrir rúmum áratug. Íbúafjölgun
hefur verið mest í Innri-Njarðvík
en fyrir er Akurskóli sem var opn-
aður árið 2005. Íbúar eru orðnir
nærri tuttugu þúsund. Mikið er
lagt upp úr því að Stapaskóli sé líka
menningar-, félags- og íþróttamið-
stöð fyrir íbúa í þessu hverfi því
það er talsvert langt í margvíslega
þjónustu í miðbænum og nágrenni
hans,“ segir Helgi.
Bygging á áætlun
Byggingaframkvæmdir hafa
gengið nokkuð vel. Algengt er í
svona framkvæmdum að 10% af
byggingarkostnaði fari í búnað
en Stapaskóli er talsvert undir
kostnaðaráætlun í þeim lið þrátt
fyrir öll innkaup á nútímalegum
stafrænum búnaði enda sparast
talsverðir fjármunir í innkaupum
á hefðbundnum stólum og borðum.
Fyrsti áfangi skólans kostar um
2,5 milljarð. Aðrar áætlanir, t.d.
byggingakostnaður er á áætlun en
heildarkostnaður verksins verður
líklega á bilinu fjórir til fimm
milljarðar en það skýrist hvernig
gengur með næstu tvo áfanga.
Hönnun og útboð á öðrum áfanga
fer í gang fljótlega.
Gróa segir að leiksvæði úti sé
glæsilegt og fjölbreytt; hreystivöllur,
trampólín og rólur. Nóg um að vera.
„Um 330 nemendur byrja í skól-
anum í haust. Við erum mjög spennt
fyrir því að hefja skólahald 24. ágúst
og íbúarnir líka,“ segir Gróa.
Þaðan verður
hægt að horfa
inn í íþróttahúsið
þannig að það
ætti að hljóma
vel fyrir foreldra
íþróttabarna sem
geta beðið þar og
einnig fylgst með ...
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
20 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.