Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 28
Leikir framundan: Lengjudeild karla: Grindavík - Þór Grindavíkurvöllur lau. 22/8 kl. 14:00 Afturelding - Keflavík Fagverksvöllurinn Varmá lau. 22/8 kl. 16:00 Lengjudeild kvenna: Keflavík - Tindastóll Nettóvöllurinn sun. 23/8 kl. 13:00 2. deild karla: Þróttur - Dalvík/Reynir Vogaídýfuvöllur sun. 23/8 kl. 14:00 Kórdrengir - Víðir Framvöllur sun. 23/8 kl. 14:00 Völsungur - Njarðvík Vodafonevöllurinn Húsavík sun. 23/8 kl. 14:00 2. deild kvenna: Fjarðab/Höttur/Leiknir - Grindavík Vilhjálmsvöllur sun. 23/8 kl. 14:00 3. deild karla: Augnablik - Reynir Fagrilundur (gervigras) fös. 21/8 kl. 18:00 Langþráður sigur Víðismanna Það er óhætt að segja að Víði hafi ekki gengið sem skildi í 2. deild karla í knatt- spyrnu í sumar. Þeir hafa átt í tals- verðum vandræðum og eru óþægilega nærri fallsæti þegar deildin er um það bil hálfnuð. Víðismenn tóku á móti KF á Nesfisk- vellinum í vikunni en fyrir leikinn var KF í sjöunda sæti deildarinnar á meðan Víðir sat í því tíunda. Það voru Víðismenn sem mættu ákveðnir til leiks og voru sterkari aðilin. Þeir náðu þó ekki að opna markareikn- inginn fyrr en undir lok fyrri hálfleiks þegar Stefan Spasic skoraði mark eftir hornspyrnu og Víðismenn voru 1:0 yfir í hálfleik. Víðismenn héldu áfram að vera sterkari að- ilinn í seinni hálfleik og á 55. mínútu fengu þeir dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Hregg- viði Hermannssyni. Það var Guyon Philips sem tók spyrnuna og skoraði örugglega, staðan 2:0 fyrir Víði. Þeir urðu þó fyrir áfalli skömmu síðar þegar Guðmundur Marínó Jónsson fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og Víðismenn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Víðir hélt þó áfram að vera sterkari aðilinn, þótt þeir væru einum færri, og lönduðu langþráðum sigri sem lyftir þeim aðeins frá fallsæti. Leikurinn var vel leikinn af Víðismönnum og sýnir að meira býr í liðinu en stigataflan sýnir. Vonandi verður áframhald á þessari spila- mennsku þeirra. Guðmundur Marínó Jónsson skorar hér gegn Þrótti sem lauk með sigri þó með sigri þeirra síðarnefndu. Þróttarar unnu Kára og sitja í fjórða sæti Þróttur úr Vogum lék gegn Kára á Akranesi á miðvikudagskvöld. Fyrir leik sat Þróttur í fimmta sæti Það var Viktor Smári Segatta sem skoraði opn- unarmark Þróttara á 10. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik fengu Þróttarar vítaspyrnu sem Alexsander Helgason skoraði úr og tvöfaldaði forystu þeirra. Kári klóraði í bakkann á 65. mínútu og minnkaði muninn í eitt mark en þar við sat og sigur Þróttar í höfn. Njarðvíkingar töpuðu heima gegn Selfyssingum Njarðvík var búið að vinna sig upp í þriðja sæti 2. deildar karla eftir góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Þeir mættu Selfyssingum, sem sátu í fjórða sæti, á Raf- holtsvellinum í tólfu (10.) umferð deildarinnar. Selfoss byrjaði leikinn betur og náði að skora á 13. mínútu leiksins. Fyrri hálfleikur var ekkert augnayndi og fátt markvert gerðist, þó voru það gestirnir sem voru lík- legri til að bæta í en Njarðvíkingar að jafna. Heimamenn veittu mótspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og sköpuðu sér færi með hættulegri skyndisókn en markvörður Selfyssinga varði vel. Það voru svo gestirnir sem bættu við marki eftir að nærri tuttugu mínútur voru liðnar af hálfleiknum og juku forskot sitt í tvö mörk. Bergþór Ingi Smárason minnkaði muninn á 75. mínútu þegar Njarðvíkingar náðu góðri sókn sem Selfyssingar áttu engin svör við. Nær komust Njarðvíkingar ekki og Selfoss kláraði leikinn skömmu áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Lokaniður- staðan 3:1 fyrir gestina og með tapinu féll Njarðvík niður í fimmta sæti. Viktor Smári með skot að marki í fyrri leiknum gegn Kára. Kenneth Hogg átti ágætis færi gegn Selfyssingum en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg. 28 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.