Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 33

Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 33
áttina að því að gefa fólki tæki- færi til að kynnast hvert öðru, ný- búum og íslendingum.“ „Það er öðruvísi umgjörð í kringum þessar æfingar,“ segir Eydís. „Foreldrarnir vilja mæta með börnunum á æfingar, fylgjast með og hitta aðra foreldra. Þetta fólk er auðvitað nýtt í nýju landi og það þarf að byggja tengslanet í kringum sig. Það þarf þó að stíga varlega til jarðar því á sama tíma verðum við að gæta að því að þau kynnist fleira fólki, einangrist ekki frá öðrum í klúbbnum og úr verði lokaður hópur Pólverja. Næsta vetur ætlum við að prófa að vera með tvær pólskar æfingar á viku og eina sameiginlega æf- ingu sem allir eiga að mæta á. Við þurfum á einhvern hátt að blanda börnunum saman og einnig for- eldrunum.“ Mikil samheldni „Pólsku foreldrarnir eru ótrú- lega drífandi og viljugir að taka þátt í starfinu með börnunum sínum,“ segir Eydís. „Við höfum haldið nokkurs konar uppskeru- hátíð í lok hvers námskeiðs og þá hefur salurinn verið fullur af foreldrum – og báðir foreldrar mæta. Þetta hefur verið svona Pálínuboð, þ.e. hver og einn kemur með einhverjar kræsingar með sér og setur á borðið og úr hefur orðið hin fínasta veisla. Það hefur myndast ótrúlega góður andi í salnum og skemmtileg stemmning.“ Við þetta bætir Guðmundur: „Þetta er ekki aukaálag á stjórnina því pólsku foreldrarnir taka frumkvæðið, þeir redda því sem redda þarf og sjá um að þetta gerist. Þau leituðu til fyrirtækja sem lögðu til verðlaun handa börnunum. Þetta er harðduglegt fólk og þvílíkur mannauður fyrir félag sem þetta.“ Þetta er lífsstíll „Að æfa júdó, brasilískt Jiu-Jitsu og glímu er lífsstíll,“ bendir Eydís á. „Við leggjum áherslu á að þetta snúist ekki eingöngu um íþróttina heldur er júdódeildin félags- skapur, samfélag. Hér á fólk að geta notið þess að vera saman og næsta vetur verða reglulega haldnar sameiginlegar æfingar þar sem við verðum með pizza- veislu eftir æfingu. Þetta verður liður í því að fólk kynnist fyrir utan það að bara glíma hvert við annað.“ „Við stefnum á að vera með föstudagsæfingu einn dag í mánuði þar sem öllum félögum á Suðurnesjum er boðið til að vera með. Þá er hugmyndin að reyna að fá Yoshiko Yura, sem er áttunda dan [8. gráða af svarta beltinu], til að sjá um æfinguna, halda nokkurs konar æfingabúðir fyrir þjálfara. Við erum alltaf reyna að bæta okkur,“ segir Guð- mundur. „Yura er kennari og upp- eldisfræðingur að mennt, meist- araritgerðin hans var um hvernig eigi að kenna júdó rétt. Yura er einn hæst gráðaði júdómaður í heiminum í dag, hann býr á Ís- landi og það er einstakt að hafa aðgang að slíkri uppsprettu þekk- ingar og hæfni.“ „Við erum líka að vinna í því að þjappa ungu krökkunum í klúbbnum saman og gefa þeim tækifæri til að styrkja tengslin sín á milli, utan vallar sem innan,“ segir Eydís. „Við eigum marga frá- bæra iðkendur sem hafa einnig Reykjanesbær hefur m.a. verið að benda á að krakkar af erlendu bergi eru ekki að nýta frístunda­ styrkinn sinn ... Það geta allir æft júdó, óháð aldri, kyni eða líkamlegu atgervi. Hópur pólskra krakka á uppskeruhátíðar í lok námskeiðs þar sem allir fengu viðurkenningar og verðlaun. Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 33

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.