Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 35

Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 35
Aleksandra Kołtunowska sér um æfingarnar fyrir pólsku krakkana hjá júdódeild Njarðvíkur. Hún hefur æft júdó í sautján ár, síðan hún var fimm ára gömul en þá fór pabbi hennar með hana á sína fyrstu æfingu. Í dag er hún með annað dan [2. gráða af svarta beltinu] og hefur talsverða reynslu af keppni og þjálfun. „Ég hef keppt mikið og hef m.a. lent í fimmta sæti í Evrópukeppni,“ segir Aleksandra. – Hvernig stendur á því að þú ert að þjálfa hér á Íslandi? „Kærastinn minn fór að vinna hérna og ég kom í kjölfarið. Ég hafði þjálfað börn og full- orðna í Póllandi í þrjú ár auk þess að vinna á leikskóla. Ég hef ekki getað fengið vinnu á Íslandi vegna þess að ég tala ekki tungumálið og þar sem ég hafði enga vinnu þá sóttist ég eftir að taka að mér æfingar hér. “ – Hvernig finnst þér þetta hafa gengið? „Þetta hefur gengið mjög vel, það fjölgar í hópnum og þau eru farin að nálgast fjörutíu iðkendur. Við byrjuðum að æfa í febrúar, þá voru þau bara fimm.“ Þær fyrstu í hópnum Þær Lena Andrejenko, Gabriela Chojnacka og Gabriela Sobczak aðstoðuðu okkur í viðtalinu og túlkuðu það sem fram fór. Þær voru með fyrstu iðkendunum sem fóru að æfa í pólska hópnum. Stelpurnar sögðu júdó vera mjög skemmtilegt og eftir að þær byrjuðu að æfa fóru fleiri að bætast í hópinn. „Við byrjuðum og svo komu vinir okkar og allt í einu vildu allir æfa saman,“ segja þær stöllur og brosa út að eyrum. Pólsk afreks- íþróttakona Aleksandra Kołtunowska Þær Lena Andrejenko, Gabri ela Chojnacka, Aleksandra Kołtu nowska, þjálfari, og Gabriela Sobczak ánægðar eftir góða æfingu pólska hóp sins. vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 35

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.