Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Síða 40

Víkurfréttir - 19.08.2020, Síða 40
Uppbyggingin á Siglufirði er skemmtileg og verið er að gera upp gömul hús þar, alltaf líf og fjör þar, tónleikar á Rauðku á hverju kvöldi með flottum tónlistamönnum og það var svo mikið um fólk þegar við vorum, við ætluðum út að borða á öðru hvoru Hótelanna en því miður allt upppantað fram í næstu viku, var okkur tjáð, reynum síðar. Heimsóttum Dimmuborgir á Mý- vatni og þar er búið að útbúa góða göngustíga en þangað höfðum við ekki komið í mörg ár. Í hrauninu sér maður marga kynjakvisti og gáfum okkur góðan tíma í að rölta þar. – Fannst þér margir vera á ferli á þem slóðum þar sem þú varst á ferðinni? Fyrir svona þremur, fjórum árum fórum við um Suðurlandið, t.d. að Seljalandsfossi, Dyrhólaey og Reynisfjörum og Skógafossi, og það var svo mikið af bílum og margt fólk að maður hafði engan áhuga á að skoða sig um. Núna fórum við á þessar perlur okkar og nutum þess að skoða okkur um en það var fólk á þessum stöðum, misjafnlega margt, bæði útlendingar og Íslendingar, þægi- legur fjöldi fannst okkur. Okkur fannst t.d. á Egilsstöðum vera mikið um útlendinga en við vorum einmitt þar á ferðinni þegar Norræna var að koma frá Danmörku og með henni komu þó nokkuð margir á húsbílum og við urðum vör við marga útlendinga á erlendum húsbílum á vegum landsins. – Hver er kosturinn að ferðast innanlands? Maður veit að hverju maður gengur, þekkir sig mjög vel víða og er engum háður. Svo er bara Ísland svo fallegt land og þú sérð alltaf eitthvað nýtt þó þú sért búin að fara margsinnis um landið þitt. Hér eigum við heima. – Hefur þú ferðast mikið innan- lands? Já, ég hef ferðast mjög mikið um landið mitt og ferðast alltaf innanlands á sumrin. Fyrst þegar maður var að ferðast ungur og með börnin, þá var verið í tjaldi en það var nú ekki farið nema svona um nokkrar helgar og í mesta lagi í Rölt um á Siglufirði. Þar er margt að sjá eins og sjá má á myndunum hér í opnunni. Hér að neðan er svo Benz af árgerð 1972 sem hefur verið gerður upp og er til sýnis í bænum. 40 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.