Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 44
Ólst upp í Grindavík en er
sem betur fer ekki innfæddur
Það var lítið um frí hjá Jóhanni Issa Hallgrímssyni í sumar en hann og Hjördís, eignkona
hans, gátu þó gefið sér tíma til að ferðast um Vestfirði. Fish & Chips er í uppáhaldi hjá Issa
sem er í netspjalli við Víkurfréttir þessa vikuna.
– Nafn:
Jóhann Issi Hallgrímsson.
– Árgangur:
1971.
– Fjölskylduhagir:
Giftur Hjördísi Guðmundsdóttur, samtals
eigum við fimm börn.
– Búseta:
Njarðvík.
– Hverra manna ertu og hvar upp alinn?
Sonur Halla og Grétu, bjó í Krísuvík frá fimm
ára aldri eða þar til við fluttum til Grindavíkur,
þá átta ára gamall, er því uppalinn þar og sem
betur fer ekki innfæddur.
– Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu?
Lítið um frí en skruppum á Vestfirði í fjórar
nætur með tjald og Moonshine.
– Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða
var það látið ráðast af veðri?
Er ekkert sérstaklega góður að skipuleggja, því
giftist ég Hjördísi.
– Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að
heimsækja í sumar?
Hótel Bjarkalund þar sem amma var hótelstjóri
meðal annars.
– Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?
Hvað tjaldsvæðin eru flott og hvað Bolafjall er
hátt.
– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim
innanlands?
Hólar í Hjaltadal.
– Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innan-
lands á næstunni?
Já!
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
44 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
Verið að fá sér.
Netspj@ll