Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 53
– Hverra manna ertu og hvar
upp alin:
Foreldrar mínir komu báðir að
norðan, pabbi úr Þingeyjarsýslu
og mamma úr Eyjafirði og Svarf-
aðardal. Ég ólst upp í Kópavogi,
ásamt fjórum systkinum, og þar
var gott að vera. Frelsið mikið til
leikja og ævintýra. Bærinn á þeim
tíma var hrár og fámennur. Gott
fólk víðs vegar að af landinu og
tilbúið að takast á við erfiðleika
og barning. Flestir sóttu þá vinnu
til Reykjavíkur.
Pabbi okkar dó langt um aldur
fram, aðeins 42 ára gamall. Hafði
verið með berkla frá því hann
gekk í kaþólskan skóla í Hollandi,
frá tólf til sextán ára, í litlum bæ
sem heitir Schimmert. Árið 1959
var komin ný aðferð til að skera
skemmd úr lungum en því miður
var honum gefið vitlaust blóðvatn
við aðgerðina og af því lést hann.
Mamma okkar þurfti því að
fara út að vinna og það varð mikil
breyting á högum okkar.
Ég fór í MA og varð
stúdent 1968. Þar
voru nokkrir
nemendur
frá Suður-
nesjum. Ég
kvæntist
árið 1969
og við
bjuggum
í London
í þrjú ár
meðan ég
nam bókasafns-
fræði en konan
mín starfaði á skrif-
stofu Flugfélagsins þar í borg
og vann fyrir okkur. Svo lærði
hún sömu fræði í HÍ þegar við
vorum komin heim og ég vann á
Borgarbókasafninu í Reykjavík.
Við eigum dóttur sem er verk-
fræðingur og frábær messó-
sópransöngkona. Einnig eigum
við son, ári yngri en hún, og ég á
svo yngri dóttur. Þá eigum
við yndislegan ömmu-
og afastrák sem er
nú læknir.
Ég starfaði
í Bókasafni
Kópavogs
allan minn
starfstíma
eða í um
36 ár. Tók
við af Jóni
skáldi úr Vör
árið 1977 og
lét af störfum
í maí 2015. Ég er
mikið gefinn fyrir bók-
menntir og ljóðlist og var
einn af frumkvöðlum Ritlistar-
hóps Kópavogs. Hef gefið út níu
ljóðabækur en sú síðasta kom
út í fyrra og ber nafnið Þaðan er
enginn. Ljóðin í henni tengjast
fæðingarbæ mínum, Kópavogi, á
einn eða annan hátt.
Ég keypti mér parhús í Garði í maí
2015, hef búið hér síðan og líkar vel.
Stunda garðinn minn í Garði.
– Hvert var ferðinni heitið í
sumarfrínu?
Á síðasta ári fór ég fimm sinnum til
útlanda. Þannig vildi það bara til.
En í ár ferðast ég aðeins innanlands
og það er fínt. Fór með systrum
mínum tveimur í Suðursveit og
dvöldum við í Sléttaleiti sem er
krúttlegt hús rétt austan við Hala
í eigu Rithöfundasambandsins.
Við skoðuðum okkur um á þeim
slóðum og heimsóttum m.a. Höfn
í Hornafirði. Var gaman að geta
gefið sér tíma til að skyggnast um á
stöðum þar sem maður hafði áður
aðeins brunað um – og það er virki-
lega gaman að gefa sér tíma til að
skoða Þórbergssetur! Mæli með
því.
Hrafn Andrés Harðarson er fæddur í Kópavogi, að Sælundi, árið
1948. Hann er fráskilinn í dag og býr einn í fínu parhúsi í Garði. Hrafn starfaði
í Bókasafni Kópavogs allan sinn starfstíma eða í um 36 ár. Þegar hann hætti
þar tók hann sig upp og settist að í Garðinum og unir sér þar vel. Hrafn svaraði
nokkrum spurningum frá Víkurfréttum í netspjalli.
Á síðasta
ári fór ég fimm
sinnum til útlanda.
Þannig vildi það bara
til. En í ár ferðast ég
aðeins innanlands
og það er
fínt.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
N
etspj@
ll
Undir sandhólum og melgresi í Stóru-Sandvík.
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 53