Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 60

Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 60
– Nafn: Sólmundur Friðriksson. – Árgangur: 1967. – Fjölskylduhagir: Giftur Keflavíkurmærinni Hafdísi Lúðvíksdóttur og saman eigum við eina dóttur. Svo á ég tvær uppkomnar dætur frá fyrra hjóna- bandi. – Búseta: Stekkjargata í Innri-Njarðvík. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Sonur hjónanna Sólveigar Sigur- jónsdóttur frá Snæhvammi í Breiðdal og Friðriks Sólmunds- sonar, útgerðarmanns á Stöðvar- firði. Ólst upp í þeim fagra firði. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Á æskustöðvarnar fyrir austan. – Skipulagðir þú sumarfríið fyr- irfram eða var það látið ráðast af veðri? Skipulögðum fyrirfram ferð með tengdafólkinu mínu á æskustöðvar tengdamömmu í Neskaupsstað. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Skoðaði Reynisfjöru í fyrsta skipti á fallegum degi, eftir að hafa brunað þar framhjá í ótal skipti síðastliðin 50 ár. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Þessi sérstaka stemmning í kjölfar Covid, að vera á ferðalagi um Ís- land umvafinn Íslendingum, hvort sem var á sjoppum, hótelum eða veitingastöðum. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Það verður alltaf Stöðvarfjörður. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Já, okkur langar til að elta sólina hér sunnanlands eina eða tvær helgar áður en Folaldið (litla felli- hýsi fjölskyldunnar) verður sett á hús. – Hvert er þitt helsta áhugamál? Tónlist, söngur og spil. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Aldrei of mikið af tónlist. Syng reglulega með vinum mínum í Kóngunum en er að vinna í að spreyta mig meira á einsöngnum. Bassafanturinn fær svo árlega útrás í Blikinu en mætti alveg halda sér betur í formi. – Hvernig slakarðu á? Yfir morgunkaffibollanum með Dísinni minni – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Fiskur og svo afgangar. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Er mjög hrifinn af þessum ungu íslensku poppurum, eins og Bríeti, Auði og GDRN. Gott fyrir svona gamla jálka að vera togaðir upp úr nostalgíunni svona við og við. Sólmundur Friðriksson er frá Stöðvarfirði en giftist Keflavíkurmær. Þau hafa verið dugleg að nota Folaldið í sumar og ferðast austur á æskustöðvarnar. Í netspjalli við Víkurfréttir segir Sólmundur okkur upp og ofan af sumri þeirra hjóna. Með Sollu systur (Solveig Friðriksdóttur) í sjónum á Öldu í botni Stöðvarfjarðar. Aldrei of mikið af tónlist Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Netspj@ll 60 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.