Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 48
Vandi Suðurnesja Það dylst engum að ástandið á Suðurnesjum er grafalvarlegt. At- vinnuleysið í landshlut- anum er helmingi meira en á höfuðborgar- svæðinu þar sem það er næstmest. Ein af hverjum fimm konum á Suðurnesjum er atvinnulaus. Í þessum tölum eru ekki þeir sem eru á uppsagnarfresti og ástandið á eftir að versna á næstu vikum. Þetta segi ég ekki til að vera nei- kvæður stjórnarandstæðingur heldur einfaldlega vegna þess að svona er þetta – og það er nauð- synlegt að horfa með bæði augun opin á vandann og grípa til lausna til skamms og langs tíma. Veiran og landamærin Hvað sem fólki finnst um tvöfalda skimun á landamærum þá er hún staðreynd og hefur afleiðingar og við þeim þarf að bregðast. Hugmyndin um að liðka til á landamærunum í sumar var að fá ferðamenn til landsins og halda uppi sóttvörnum um leið. Stjórn- völd vissu vel að ekki þyrfti nema ein mistök og einn smitaðan ferða- mann til að koma faraldrinum aftur af stað og með því yrði okkur aftur ýtt á byrjunarreit, heilsufarslega og efnahagslega með tilheyrandi af- leiðingum, ekki síst fyrir þau sem veikast standa, aldraða, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og börn. Ég áfellist stjórnvöld ekki fyrir að hafa tekið ákvörðun um að opna landamærin í sumar heldur hitt, að láta undir höfuð leggjast að meta áhættuna almennilega og hafa ekki unnið áætlanir um hvað gera skyldi ef allt færi á versta veg. Úrræðalaus kallar ríkisstjórn á samráðsvett- vang þegar að allt er komið í hnút. Gætum að þeim sem veikastir eru fyrir Það er gríðarlegt áfall að missa vinnuna og getur dregið dilk á eftir sér. Gæta þarf alveg sérstaklega að börnum atvinnulausra, skólagöngu þeirra, að þau fái nóg að borða og geti tekið þátt í skipulögðu frí- stundastarfi sem kostar peninga, verði ekki útundan og hornreka. Við vitum ekki hvenær farald- urinn gengur yfir en hitt blasir við hverjum þeim sem vill sjá, að þau sem missa vinnuna og fara á at- vinnuleysisbætur verða að fá meiri stuðning frá stjórnvöldum. Ríkisstjórnin vill ekki hækka grunnatvinnuleysisbætur sem eru rétt um 240 þúsund krónur eftir skatt. Fjármálaráðherra segir að ef atvinnuleysisbætur hækki muni atvinnulausum fjölga! Þeim fjölgar nú þegar með ógnarhraða. Þegar störfum fækkar í þúsunda- tali í heimsfaraldri og stór atvinnu- grein á í miklum vanda án þess að ný atvinnutækifæri komi á móti eru slíkar fullyrðingar augljóslega rangar og fráleitar. Það verða engin ný störf til með því að skapa neyð á heimilum þeirra sem missa vinnu. Fátækt og neyð á heimilum er hins vegar samfélaginu dýr í öllum skilningi. Aukaverkanir langtímaatvinnu- leysis eru skelfilegar og skylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að koma í veg fyrir þær. Staða sveitarfélaga Sveitarfélögin sinna skólagöngu barna, málefnum fatlaðra og ann- arri nærþjónustu við íbúa auk þess að byggja upp og styrkja inn- viði. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa orðið fyrir miklu tekjutapi en verða samt að sinna lögbundinni þjónustu og kjósa að halda uppi þjónustustigi og fjárfestingum til að mæta ástandinu. Stjórnvöld verða að koma til móts við sveitarfélög, bæta þeim upp tekjutap og bregðast við vax- andi þörf íbúa fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga. Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um stöðu sveitarfélagana með úr- ræðum sem duga. Hvað er til ráða? Samfylkingin vill dreifa byrðunum. Við viljum ekki að fólk sem missir vinnuna taki nær allan skellinn vegna COVID-19. Við viljum byrja á að lengja tekjutengda tímabilið, hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja réttinn til atvinnuleysis- trygginga um ár. Við viljum að framlag með hverju barni verði hækkað varanlega og hlutabóta- leiðin verði framlengd til 1. júní á næsta ári. Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem bæta mun kjör atvinnulausra og fjöl- skyldna þeirra. Svo þarf að skapa störf bæði fyrir karla og konur. Það getur tekið tíma en margt má einhenda sér í. 0 2 4 6 8 12 14 16 1810 Suðurland Austurland N. eystra N. vestra Vestfirðir Vesturland Suðurnes Höfuðb.sv. Samtals: 7,3 4 5,5 3,3 3,2 5,3 16,5 9,3 8,8 Atvinnuleysi eftir landsvæðum % Hér eru nokkur dæmi: 1. Efla Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Sú mikilvæga stofnun var of veikburða þegar far- aldurinn skall á og gríðarlega mikilvægt að efla hana, einkum heilsugæsluna og geðheilbrigð- isþjónustuna. Það er algjörlega óásættanlegt að Suðurnesja- menn sem um 28.000 talsins þurfi að sækja sér sjálfsagða heilbrigðisþjónustu til annarra landshluta. 2. Í Suðurnesjabæ búa tæplega 4.000 manns. Þar rekur ríkið enga umönnunarþjónustu. Reyndar hefur ríkið staðfast- lega hafnað beiðni bæjarins um dagdvalarrými þó húsnæði og þörf sé fyrir hendi. Ríkis- stjórnin ætti strax að draga þá synjun til baka. 3. Allar menntastofnanir svæð- isins þurfa aukið fjármagn til að taka á móti atvinnu- leitendum sem vilja styrkja stöðu sína, líkt og gert var eftir bankahrun. Slíkar aðgerðir hafa reynst vel og margborgað sig, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. 4. Ráðast á strax í byggingu sjó- varnargarðs við Slippinn í Njarðvík svo áform um upp- byggingu þar gangi eftir. Já- kvæðar undirtektir duga ekki einar og sér eins og staðan er nú. 5. Tvöföldun Reykjanesbrautar þarf að hraða og ráðast í göngu- og hjólastíga milli bæjanna á Suðurnesjum í sam- vinnu sveitarfélaga og Vega- gerðarinnar. 6. Í sumar var sveitarfélögunum gert kleift að ráða námsmenn í vinnu. Þetta úrræði ætti að útfæra þannig að sveitarfélög og fyrirtæki geti ráðið fólk af atvinnuleysisskrá til ýmissa starfa þar sem atvinnuleysis- bætur fari upp í laun. 7. Auka framlög til sóknaráætl- unar sveitarfélaga, til menning- armála og efla uppbyggingar- sjóð til muna. 8. Viðmiðunarfjárhæð laga um opinber útboð er 49 millj. kr. Það þýðir að allar stærri fram- kvæmdir fara í útboð. Útboðs- ferlið er tímafrekt og nauðsyn- legt er að hækka viðmiðið að minnsta kosti í 350 millj. kr. svo að flýta megi aðgerðum. 9. Á þessum tímum er kjörið að aðstoða innflytjendur við að nýta tímann til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi með því að læra íslensku. Auka ætti strax framboð á íslenskukennslu fyrir útlendinga. 10. Ríkisstjórnin á að kalla bæjar- fulltrúa að borðinu og hafa við þá samráð um leiðina áfram út úr kófinu. Stjórnmálamenn verða að rífa sig upp á rassgatinu og bretta upp ermar fyrir Suðurnesjamenn. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Heimild: Vinnumálastofnun ágúst 2020 48 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.