Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 79

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 79
– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Hofsós og allir staðir sem bjóða upp á veiðistöng. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Já, við eigum eftir að hendast einu sinni til tvisvar á Hofsós í sumar og haust og svo langar mér rosalega að skella mér meira í skotveiðar og þá jafnvel skellir maður sé á gæsa- skytterí út á land. – Hvert er þitt helsta áhugamál? Stangaveiði og skotveiði er mjög ofarlega á listanum auk þess sem ég horfi mikið á fótbolta og körfu- bolta. Í enska boltanum er það stór- veldið Newcastle sem ég styð en í ís- lenskum bolta styð ég bæði Keflavík og Njarðvík og er í raun sama hvort liðið vinnur er þau keppa svo fram- arlega sem bæði lið leggja sig fram og bjóða upp á skemmtilegan leik. Svo þeytist maður um allt landið með börnin í íþróttunum og er það orðið áhugamál að sjá þau vaxa og dafna í því sem þau elska að gera. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Nei, gerir maður það nokkurn tíma. – Hvernig slakarðu á? Slaka best á heima í faðmi fjölskyld- unnar, finnur varla heimakærari mann en mig. Svo er agalega gott að keyra ofan af Þverárfjallinu og sjá stórbæinn Hofsós birtast hinum megin við fjörðinn, þá gerist eitthvað og ég dett í algera slökun. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Fátt sem toppar góða nautasteik með eðal meðlæti. Annars er ég ekki þekktur fyrir að vera mikið fyrir mat, er mjög matgrannur og er lítill sælkeri. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Nú þarf ég að opna mig aðeins en ég er mikill Country-bolti og hlusta mikið á Luke Combs til dæmis, Dire Straits, Simply Red og svo er þetta nýja íslenska bara nokkuð gott. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Horfi mikið á sjónvarp og er frétta- sjúkur. Netflix er reglulega í gangi og höfum við til dæmis þrusað þrjá hringi á Friends. Youtube er reglu- lega í gangi þegar ég er einn heima og þá er það tónlistin eða veiði- myndbönd. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttum og þáttum tengdum veiði. – Besta kvikmyndin? Shawshank Redemption. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Les afar lítið, glugga helst í veiðiblöð. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Grunar að ég gæti verið með ADH ... nei sko, veiðistaður! – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og ökumenn sem leggja öfugt miðað við akst- ursstefnu. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Hann kemur ekki á koddann ... og þá í þeirri meiningu að það þarf að fara út að sækja fiskinn, hann kemur ekkert á koddann til þín. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég með veiðistöng á Hofsós. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Ég er að fara á næturvakt. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi með pabba í Laxá á Ásum að veiða. Eða til dagsins sem ég sá konuna mína í fyrsta sinn. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Magi, rass og læri eða Crossfit for Dummies. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Skemmtilegt en einkennilegt ár. Við höfum þurft að breyta mörgu hjá okkur vegna COVID. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég er jákvæður maður að eðlisfari og hef lært það að ég nenni ekki að vera neikvæður. Þannig að ég hlakka bara til þeirra verkefna sem veturinn býður upp á og munum að þó að það sé ekki bjart framundan í atvinnu- málum að þá opnast ávalt einar dyr er aðrar lokast. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Ekki birt- ingarhæfur ( þ i ð s e m viljið heyra hann verðið b a r a a ð hringja). Mér fannst virkilega gaman að skoða Víkingasafnið á Sauðárkróki ... vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 19 Pottormar ! Rafræn útgáfu Víkurfrétta inniheldur fleiri ljósmyndir í netspj@lli vikunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.