Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 59

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 59
er reyndar að ganga vel hjá þeim í Sandgerði núna, spurning að fá Magga Þorsteins bara aftur í Keflavík. Annars erum við með frábæran markaskorara, Joey Gibbs. Hann kann að klára færin, rólegur og yfirvegaður. Alger toppnáungi, draumur hvers þjálfara. Ekkert vesen á honum eins og hefur stundum verið með suma af þessum erlendu leikmönnum sem koma hingað. Hann passar frábær- lega inn í þetta.“ – Ef við tölum aftur um síðast leik, þetta var harkaleg lending. „Já og kannski bara ágætis áminning. Koma okkur niður á jörðina því við vorum kannski komnir svolítið hátt upp enda búnir að fara frekar létt í gegnum síðust tvo leiki þar á undan. Það er kannski bara fínt að fá smá skell í andlitið – það þýðir ekki að mæta bara í leikina og halda að úrslitin sjái um sig sjálf. Maður þarf að hafa fyrir úrslitunum. Stefnan er að fara upp í efstu deild og halda sér þar. Það væri gaman að geta haldið í sem flesta leikmenn áfram. Það má segja að við höfum byrjað í fyrra að móta framtíðarliðið hjá Keflavík, það væri gott að geta spilað í lengri tíma með sama liðið. Framtíðin er björt í Keflavík og það sýnir sig líka að við höfum verið að senda menn frá okkur út, eins og Samúel Kára sem er búinn að vera að spila í efstu deildinni í Þýskalandi, Elísa Már í Hollandi og fleiri menn. Þannig að það er góður efniviður í Keflavík. Maður samgleðst auð- vitað félögunum sem komast í at- vinnumennsku erlendis en það er sárt að horfa á eftir þeim til liða hér innanlands.“ Er ekki á förum Frans er ekkert á förum frá Reykja- nesbæ, hann á eina sex ára stelpu í Innri-Njarðvík og er að byrja að búa með kærustunni sinni sem er úr Njarðvík. Svo er bara spurning hvenær þau byrja að raða niður litlum Keflvíkingum. – Ertu alveg búinn að slíta tengslin við Hornafjörð? „Eiginlega, mamma og pabbi fluttu í bæinn fyrir fjórum árum. Afi er þarna ennþá en það er ansi langt síðan ég kíkti á heimahagana. Það var gaman að alast upp þarna, í allri þessari kyrrð. Engin streita og þess háttar. Það er gott að koma til svona lítilla bæja, eins og þegar við vorum að spila við Magna á Grenivík um daginn, þá fann maður þetta andrúmsloft, en ég er ekkert á leiðinni þangað aftur,“ segir fyrirliðinn að lokum. Stefnan er að fara upp í efstu deild og halda sér þar. Það væri gaman að geta haldið í sem flesta leikmenn áfram ... Annars erum við með frábæran markaskorara, Joey Gibbs. Hann kann að klára færin, rólegur og yfirvegaður. Alger toppnáungi ... Frans er einn af máttarstólpunum í ungu og efnilegu liði Keflavíkur. Reynsluboltinn og aldursforsetinn í liðinu framlengdi samningi sínum út tímabilið 2023. Fæst í flestum apótekum Reykjanesbæjar Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga Keflvíkingar hafa haft ærin tækifæri til að fagna í sumar enda hefur ekkert lið skorað fleiri mörk í Lengjudeildinni og Joey Gibbs er markahæstur. vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.