Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 10
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Lokun landa- mæra, aukið atvinnuleysi „Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun,“ segir í álykktun stjórnar Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi. „Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að í raun og veru séu það Íslendingar sem eru lík- legastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið. Jafnframt hefur sóttvarnar- læknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið, heldur getum við búist við smitum af og til á meðan faraldurinn geysar á heimsvísu. Ríkisstjórn Íslands hefði hæg- lega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að loka fyrir flæði ferða- manna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki til- ætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Eftir gjaldþrot WOW Air og í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið hér á Suðurnesjum eins og fréttir undanfarinna daga sýna og telur stjórn SAR að botninum sé ekki náð. Með ákvörðun ríkistjórnarinnar fyrir tæpum tveimur vikum síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af, allavega tímabundið með auknu at- vinnuleysi og Stjórn SAR skorar á Ríkisstjórn Íslands að endur- skoða þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum án tafar til að auðvelda erlendum ferðamönnum að heimsækja Ísland og um leið takmarka efnahagsleg áhrif veirunnar.“ Samþykkt á stjórnarfundi SAR 31. ágúst 2020. 95 8 U N G M E N N I Í V I N N U Í J Ú L Í Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í byrjun sumars að auka við framboð sumarstarfa í Reykjanesbæ. Annars vegar var um að ræða þátttöku í úrræði stjórnvalda um sumarstörf fyrir námsmenn en auk þess var öllum ungmennum fæddum árið 2003 og yngri boðin vinna við Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Sigurgestur Guðlaugsson, verk- efnastjóri atvinnu- og viðskipta- þróunar, fór yfir skýrslu vegna sumarátaksverkefnis á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Í fundargerð segir að það sé skemmst frá því að segja að öllum þeim ungmennum sem uppfylltu skilyrði þessara tveggja úrræða og sóttu um starf hjá Reykjanesbæ í sumar bauðst að starfa hjá bænum. Samanlagður fjöldi ungmenna í störfum á vegum Reykjanes- bæjar var 958 í júlí, þar af voru 235 námsmenn í sumarstörfum og 723 í vinnuskóla eða sérstökum garðyrkjuhópi á vegum umhverfis- miðstöðvar. Þetta er mikil aukning frá árinu 2019 en þá voru 446 ungmenni að störfum hjá Reykja- nesbæ. Stálheppnir starfsmenn vinnuskólans sem var boðið í hádegismat á KEF Restaurant í sumar. Unnið af krafti með stofn- unum og ríki að úrræðum „Nú þegar rúmlega 200 manns í viðbót er sagt upp í hópuppsögnum hér á svæðinu setur mann hljóðan. Þó ekki þannig að úr mér sé allur þróttur, síður en svo. Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ taka stöðuna mjög alvarlega og þó svo tekjufall blasi við hjá bæjar- félaginu verður unnið af krafti með stofnunum og ríki að úrræðum,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, í pistli sem hann skrifar á Facebook. „Það er flókið og erfitt að taka ákvarðanir á sviði sóttvarna þegar við eigum í höggi við veiru sem þessa. Þar ætla ég ekki að setjast í dómarasæti. Það sem aftur á móti skiptir máli er að virkja kerfið, samvinnu og kraftinn sem kemur til með að milda höggið hér á svæðinu, þar spila ríki og sveitar- félög stórt hlutverk sem stendur. Mikilvægt er að forgangsraða í átt að velferðarkerfinu, opna leiðir til virkni fyrir þá sem missa vinnuna og bjóða sem flestum sem ætla sér í nám velkomna inn í skólakerfið. Það er góð fjárfesting við þessar aðstæður. Reykjanesbær hefur óskað eftir því að opnað verði fyrir þann möguleika að ráða starfsmenn strax af atvinnuleysisskrá og framlag sem ella færi í atvinnu- leysisbætur komi upp á móti launakostnaði. Þannig væri hægt að koma á fót ýmsum umbóta- verkefnum við þessar aðstæður sem hagur væri af til lengri tíma, bæði fyrir þá sem missa vinnuna og samfélagið í heild. Hvernig við bregðumst við núna mun hafa af- gerandi áhrif á það hversu hratt og vel við náum flugi á ný,“ segir Jóhann Friðrik í pistlinum. 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.