Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 16
Alexandra Chernyshova varð í fyrsta sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni eftir Isaak Dunajevskiyi í Moskvu fyrir tónsmíði sína á fjórtán lögum fyrir rödd og píanó úr íslensku óperunni „Skáldið og biskupsdóttirin“. Óperan er um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, ljóð eftir Hallgrím Pétursson, Rúnar Kristjánsson, Guðnýju frá Klömbrum, Daða Halldórsson og þjóðvísur frá þrettándu öld. Óperan var frumsýnd í konsertuppfærslu í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði árið 2014 við góðar undirtektir. Óperan var flutt síðasta sumar á tónleikum „Russian Souvenir: Introducing Iceland“ í Kameno- ostrovskiy-kastala í Petursborg. Árið 2018 var hún flutt í einum virtasta og elsta tónlistarháskóla Kænugarðs, R. Glier tónlistarhá- skólanum. Kænugarður er einnig heimabær Alexöndru og þetta er einn af skólunum sem hún stundaði tónlistarnám í, upp- færsla var í tilefni af 150 ára af- mæli háskólans. Óperan var þýdd og sungin á úkraínsku með hljóm- sveit, kór og einsöngvurum. Áður hafði óperan verið kynnt í einum virtasta skóla Moskvu, Gnessin tónlistarakademíunni, og sungin á íslensku. Á þessu ári tók Alexandra þátt í World Folk Vi- sion keppni með lagið Ave María úr óperunni „Skáldið og biskups- dóttirin“ í flutningi Alexöndru, lagið komst inn á topp tíu. Árið 2019 varð Alexandra Chernyshova í öðru sæti í alþjóðlegri tónskálda- keppni í Moskvu fyrir tónsmíði sína á óperuballettinum „Ævin- týrið um norðurljósin“ en óperan var þýdd yfir á rússnesku. Óperan var frumsýnd á Íslandi í Norður- ljósasal Hörpu fyrir einu og hálfri ári. Að verkinu komu fjölmargir einsöngvarar, tveir barnakórar ásamt skólakór Stóru-Vogaskóla, ballettskóla Eddu Scheving og sextán manna kammerhljómsveit. Þetta er í fyrsta sinn sem Al- exandra vinnur fyrsta sæti í tón- smíði og sigrar á alþjóðalega vísu í Moskvu, einni af stærstu höfuð- borgum heims fyrir klassíska tón- list, sem eiga tónskáld eins og Pjotr Tchaikovskiy, Sergei Rachm- aninov, Rimskiy - Korsakov, Sergei Prokofiev, Dmitry Shostakovich og fleiri. Tónlistarmenningarbrú Íslands og Rússlands Árið 2016 stofnaði Alexandra tón- listarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, verkefni sem heitir „Russian Souvenir“. Alexandra hefur stjórnað þessu verkefni frá upphafi, verið listrænn stjórnandi og þátttakandi í öllum tónleik- unum. Í febrúar á þessu ári voru Tónleikarnir Russian Souvenir: Alexander Pushkin í Kalda- lóni, Hörpu. Þetta voru tónleikar númer tuttugu og sjö í þessari verkefnaröð. Russian Souvenir er tileinkað menningarfjársjóði rúss- neskrar og íslenskrar tónlistar og tónskálda. Þegar um er að ræða tónleika á Íslandi er áhersla lögð á rússneska tónlist og tónskáld og öfugt þegar um tónleika er að ræða í Rússlandi. Fjölmargir íslenskir og rússneskir tónlistarmenn hafa tekið þátt í þessu verkefni og með þeim hætti kynnt menningu síns lands fyrir áhorfendum bæði á Ís- landi og í Rússlandi. „Skáldið og biskupsdóttir“ Alexöndru sigraði í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu 16 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.