Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 6
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS „ÞAÐ MYNDI HEYRAST Í EIN- HVERJUM EF FISKIMIÐUNUM YRÐI LOKAÐ Í EINNI SVIPAN“ „Það er erfitt að fylgjast með þróun atvinnumála á Suður- nesjum þessa dagana þar sem Keflavíkurflugvöllur er, beint eða óbeint, uppspretta 40% efna- hagsumsvifa. Það myndi heyrast í einhverjum ef fiskimiðunum yrði lokað í einni svipan,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ í framhaldi af tilkynningu Isavia um upp- sagnir 133 starfsmanna. Langflestir starfsmanna sem nú voru að fá uppsögn eru búsettir á Suðurnesjum. Kjartan Már segir þetta mikil vonbrigði og áfall fyrir svæðið. Hann setur spurninga- merki við þeirri ákvörðun að senda alla sem koma til landsins í sóttkví og hefði viljað sjá mildari aðgerðir af hálfu yfirvalda. Til skemmri tíma sé mikilvægt núna að styðja þá sem eru án atvinnu, m.a. með virkniúrræði. Isavia segir upp 133 starfsmönnum Isavia hefur sagt upp 133 starfsmönnum og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall. Þessar aðgerðir koma til viðbótar því að 101 starfsmanni Isavia var sagt upp störfum í lok mars síðastliðins. Síðan þá hefur auk þess verið gripið til ýmissa annarra hagræðingaaðgerða og skipulagsbreytinga svo sem sameiningu sviða og fækkunar í fram- kvæmdastjórn félagsins. Frá því Covid 19 faraldurinn hófst hefur stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40% „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavík- urflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli, “ segir Svein- björn Indriðason, forstjóri Isavia. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ segir Sveinbjörn Indriðason. 62 sagt upp hjá Fríhöfninni Vegna mikils samdráttar í rekstri og óvissu vegna áhrifa Covid 19 heimsfaraldursins hefur Fríhöfnin ehf, dóttur- félag Isavia ohf, sagt upp 62 starfsmönnum. Frá því áhrifa faraldursins fór að gæta hér á landi hefur stöðugildum hjá fyrirtækinu fækkað um tæp 60% og gripið hefur verið til ýmissa annarra hagræðing- araðgerða sem snerta öll svið Fríhafnarinnar, segir í frétt frá fyrirtækinu. „Því miður er staðan þannig að fækkun starfsfólks er óhjá- kvæmileg,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar. „Útlit er fyrir að ferðamenn sem koma til landsins verði afar fáir næstu misserin og erfitt að spá fyrir um hvenær fer að horfa til betri vegar. Við hjá Fríhöfninni höfum gripið til ýmissa hag- ræðingaraðgerða frá því að heimsfaraldurinn hófst en því miður er staðan og útlitið verra en spáð var á fyrstu stigum.“ Þorgerður segir að mikil óvissa sé framundan og staðan verði endurskoðuð reglulega. 6 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.