Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 62

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 62
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Isavia hefur sagt upp 133 starfs- mönnum og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall. Þessar að- gerðir koma til viðbótar því að 101 starfsmanni Isavia var sagt upp störfum í lok mars síðastliðins. Síðan þá hefur auk þess verið gripið til ýmissa annarra hagræð- ingaaðgerða og skipulagsbreytinga svo sem sameiningu sviða og fækk- unar í framkvæmdastjórn félagsins. Frá því Covid 19 faraldurinn hófst hefur stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40% „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Kefla- víkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli, “ segir Sveinbjörn Ind- riðason, forstjóri Isavia. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfs- manna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og von- umst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ segir Sveinbjörn Indriðason. 62 sagt upp hjá Fríhöfninni Vegna mikils samdráttar í rekstri og óvissu vegna áhrifa Covid 19 heimsfaraldursins hefur Fríhöfnin ehf, dótturfélag Isavia ohf, sagt upp 62 starfs- mönnum. Frá því áhrifa farald- ursins fór að gæta hér á landi hefur stöðugildum hjá fyrir- tækinu fækkað um tæp 60% og gripið hefur verið til ýmissa ann- arra hagræðingaraðgerða sem snerta öll svið Fríhafnarinnar, segir í frétt frá fyrirtækinu. „Því miður er staðan þannig að fækkun starfsfólks er óhjá- kvæmileg,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. „Útlit er fyrir að ferðamenn sem koma til landsins verði afar fáir næstu misserin og erfitt að spá fyrir um hvenær fer að horfa til betri vegar. Við hjá Fríhöfninni höfum gripið til ým- issa hagræðingaraðgerða frá því að heimsfaraldurinn hófst en því miður er staðan og útlitið verra en spáð var á fyrstu stigum.“ Þorgerður segir að mikil óvissa sé framundan og staðan verði endurskoðuð reglulega. Prestarnir í Njarðvíkurpresta- kalli, Keflavíkurprestakalli og Út- skálaprestakalli hafa sent erindi til sveitarfélaga á Suðurnesjum er varðar aukna þörf á fjárstuðningi til framfærslu. Bréfið var sent sveit- arfélögum svæðisins í lok maí að loknum fundi prestanna og starfs- manna sókna á Suðurnesjum með fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Tilefni fundarins var aukin þörf og yfirvofandi fjölgun þeirra sem leita munu aðstoðar til Hjálparstarfs kirkjunnar í gegnum kirkjurnar á svæðinu, Velferðarsjóð Suðurnesja og Líknar- og hjálparsjóð Njarð- víkurkirkna. Í erindi prestanna segir að hóp- urinn hafi miklar áhyggjur af því ástandi sem skapast mun í haust að óbreyttu þegar uppsagnarfresti fólks lýkur og fleiri fara á atvinnuleysis- bætur. Fyrir er stór hópur öryrkja og erlendra ríkisborgara sem er á mjög lágri framfærslu á svæðinu. Þá sé sí- fellt meiri ásókn í stuðning við kaup á mat og lyfjum. „Við leyfum okkur að benda á að það er hlutverk sveitarfélaga að tryggja fólki grunnframfærslu. Þannig er það í raun ekki hlutverk Hjálparstarfs kirkjunnar, Líknar- og hjálparsjóðs Njarðvíkurkirkna eða Velferðarsjóðs Suðurnesja að létta ábyrgð sveitarfélaganna af fram- færslu íbúa. Má þar einkum benda á greiðslu skólamatar og allt sem fellur undir skipulagt skólastarf eins og skólabúðir og skólaferðalög. Eins vekjum við athygli á því að framfærslustyrkur er mun lægri hjá sveitarfélögum á Suðurnesjum en öðrum sveitarfélögum. Við leggjum til að sveitarfélögin á Suðurnesjum hækki sitt framlag til jafns við fram- færslustyrki annarra sveitarfélaga,“ segir í erindi prestanna. Þá segir að ljóst sé að Hjálparstarf kirkjunnar, Velferðarsjóður Suður- nesja og Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna muni þurfa að skerpa enn fremur á hlutverki sínu á komandi tíma enda svigrúm til aðstoðar háð frjálsum framlögum í fyrrnefnda sjóði. Bréf prestanna var tekið fyrir í bæjarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku en sviðsstjórar velferðarsviðs og fræðslusviðs sátu fund bæjar- ráðs þegar erindið var tekið fyrir. Bæjarráð fól þeim að vinna áfram í málinu sem tekið er fyrir í bréfinu. – Prestar lýsa áhyggjum af ástandinu og aukinni þörf fyrir stuðning við framfærslu Aukin þörf á fjárstuðningi Suðurnesjabær lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Á 56. fundi bæjar- ráðs Suðurnesjabæjar voru at- vinnuleysistölur í sveitarfélaginu og á Suðurnesjum teknar til um- fjöllunar og eftirfarandi bókun lögð fram. „Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar fyrir ágúst 2020 er gert ráð fyrir að atvinnu- leysi, almennt og minnkandi starfs- hlutfall, telji um 17% á Suður- nesjum og tæplega 14% í Suður- nesjabæ. Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er hvergi meiri á einu landsvæði en á Suðurnesjum. Í ljósi þróunar á heimsfaraldri Covid-19 og þeirra sóttvarnaað- gerða sem stjórnvöld hafa gripið til, þá er ástand og horfur í atvinnu- málum nú enn meira áhyggjuefni en var fyrir nokkrum vikum síðan. Eftir að heldur birti til á sumar- mánuðum, þá standa nú fjölmörg atvinnufyrirtæki frammi fyrir samdrætti í starfsemi þeirra, sem veldur tekjufalli og hefur í för með sér fækkun starfsfólks. Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga ein- staklinga og heimili vegna atvinnu- missis og óvissu í atvinnu- og fjár- málum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingis- manna um að vinna með sveitar- félögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir og leita leiða til að koma hjólum flug- tengdrar starfsemi í gang að nýju. Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þeirra, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa.“ Fjármunir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest Atvinnuleysi í Reykjanesbæ í júlí mældist 18,5%. Alls voru 2.336 án vinnu og 328 á hlutabótaleið. Helmingur þeirra sem nú eru atvinnulausir höfðu bein störf í ferðaþjónustu eða flugsam- göngum. „Í ljósi fregna síðustu vikna má gera ráð fyrir að þessi fjöldi muni aukast enn frekar. Bæði eru uppsagnarfrestir margra þeirra sem sagt hafði verið upp í maí að renna út núna í ágúst, auk þess sem endurráðningar vegna vonar um aukin umsvif í flugi og ferðaþjónustu munu nú ganga til baka,“ segir í fundargerð menn- ingar- og atvinnuráðs Reykjanes- bæjar. Menningar- og atvinnuráð skorar á allt atvinnulíf, jafnt sem stjórnvöld, að sækja fram og halda efnahagslegum áhrifum af Covid-19 í lágmarki. Menningar- og atvinnuráð ítrekar þá skoðun sína að mikilvægt er að fjármunir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest, þ.e. á Suðurnesin. Isavia segir upp 133 starfsmönnum vf is „Það er erfitt að fylgjast með þróun atvinnumála á Suð- urnesjum þessa dagana þar sem Keflavíkurflugvöllur er, beint eða óbeint, uppspretta 40% efnahagsumsvifa. Það myndi heyrast í einhverjum ef fiskimiðunum yrði lokað í einni svipan,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í framhaldi af tilkynningu Isavia um uppsagnir 133 starfsmanna. Langflestir starfsmanna sem nú voru að fá uppsögn eru búsettir á Suðurnesjum. Kjartan Már segir þetta mikil vonbrigði og áfall fyrir svæðið. Hann setur spurn- ingamerki við þeirri ákvörðun að senda alla sem koma til landsins í sóttkví og hefði viljað sjá mildari aðgerðir af hálfu yfirvalda. Til skemmri tíma sé mikilvægt núna að styðja þá sem eru án atvinnu, m.a. með virkniúrræði. „ÞAÐ MYNDI HEYRAST Í EINHVERJUM EF FISKIMIÐUNUM YRÐI LOKAÐ Í EINNI SVIPAN“ 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.