Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 86

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 86
Hvað er til ráða? Fréttir undanfarna daga hafa ekki beint blásið vonarglæðum í hjarta manns um komandi vetur. Metfjöldi atvinnulausra og mun sú tala án efa hækka á næstunni. Eins og gerðist í framhaldi af hruninu 2008 sem leysti úr læðingi mikinn sköpunarkraft einstaklinga þá vonar maður að það sama gerist núna út um allt land. Ferðalög innan- lands þjöppuðu þjóðarsálinni meira saman en ég tel að dæmi séu um. Margir fóru á staði sem þeir höfðu aldrei komið á áður og var ég sjálfur þar engin undantekning. Fór með öll mín 70 aukakíló alveg upp efsta part að Dynjanda og var það stór- kostleg stund fyrir sálina, lappirnar og hjartað. En núna er veturinn að hefjast með meiri rútínu fyrir alla og þá veltir maður því fyrir sér hvaða möguleika hefur þetta svæði á að byggja upp fleiri stoðir í atvinnu- lífinu. Margt kemur til greina: Uppbygging gróðurhúsa Álversbyggingin er að manni skilst bara stálgrindarhús. Hægt væri að hafa þar lóðrétta ræktun eins og hefur gefist vel á öðrum stað á Ís- landi. Fyrir utan álvershúsið er auðvitað nægt landrými víða á Reykjanesinu fyrir slíka starfsemi. Ávextir taka lengri tíma en græn- meti að rækta en ekki má heldur gleyma valmúafræjum sem er orðið leyfilegt að rækta á Íslandi og alla- vega eitt fyrirtæki þegar byrjað á því. Þar geta legið miklir möguleikar. Uppbygging á ferðamannastöðum Koma þarf þjónustumiðstöð sem talað hefur verið um á Reykjanesi í gagnið. Staðsetning við Reykja- nesvita er góð en einnig hefur verið talað um fyrir ofan Seltjörn, rétt fyrir neðan mótorkrossbrautina. Laga þarf veginn að Selatöngum, slæmur malarvegur sem er ekki langur. Laga þarf veginn að Krísuvíkur- bjargi. Er að verða ófær litlum bílum og stærri rútum. Er ótrúlega flott svæði með mikla möguleika. Gera þarf endurbætur á merk- ingum á göngustígum. Stika þá og merkja betur upphafs- og enda- punktana. Söfn. Við höfum beðið lengi eftir hersafni/varnarliðssafni. Spurning er hvort að til sé húsnæði fyrir það einhvers staðar á svæðinu sem hægt væri að fá styrk fyrir leigu í einhvern tíma. Fjöldi ólíkra safna gefur okkur ákveðna sérstöðu á landsvísu og þarna væri hægt að hafa meiri sam- vinnu milli safna. Aðgangseyrir inn á allt Reykjanesið til dæmis varðandi söfnin er ein hugmynd. Fleiri hugmyndir eru til varð- andi ferðamannaiðnaðinn en inn- viðir okkar eru að sumu leyti veiki punkturinn og þar er oftast nefnt salernisaðstöðuleysið sem hefur háð svæðinu í dagsferðum um svæðið eftir því sem ferðaþjónustufyrir- tækin segja. Halda áfram að markaðsetja Blue Diamond-hugmyndina sem var varpað fram fyrir þó nokkrum árum síðan en er enn fullgild í mínum huga. Þar sameinast ferðaiðnaðurinn og orkuiðnaðurinn á skemmtilegan máta. Fyrsta alvöru vindorkuverið á Íslandi? Eftir að hafa vanist að vera með vindmyllur í nærumhverfinu í Dan- mörku, þar sem allt fer á hliðina í tíu metrum á sekúndu, þá væri áhuga- vert að athuga svona uppbyggingu hér á landi. Ég hef alltaf séð fyrir mér þríhyrninginn sem afmarkast af hesthúsunum við Keflavík og svo Garð og Sandgerði. Þarna eru engin fjöll og varla hægt að tala um hóla. Fleiri Íslendingar en við höldum hafa menntað sig í þessum fræðum, bæði í byggingartæknifræði og orku- fræðum og meðalvindur á þessu svæði myndi gera þetta að ákjósan- legum stað hugsa ég fyrir vind- myllugarð. Umhverfisáhrifin yrðu óveruleg. Passa þyrfti að þetta væri ekki of nálægt byggð eða golfvöllum og þetta gæti orðið upphafið að ein- hverju góðu. Hægt væri að reisa gróðurhús nærri upp á aðgengi að rafmagni, jafnvel gagnaver. Sjávarorkugarður Þetta hefur verið gert í nokkrum löndum og 2013 fóru fram tilraunir við Höfn í Hornafirði. Þarna liggja gífurlegir möguleikar. Sjónmengun væri lítil sem engin þar sem þetta væri allt neðansjávar og einnig er hægt að ganga að þessari orku vísri, sem er ekki alltaf raunin með vindorkuver sem dæmi. Mér hefur dottið í hug að gera mættir athug- anir á þessu út við Hafnir. Þar væri þá hægt í framhaldinu að byggja upp atvinnulíf sem myndi styrkja þetta rómantíska hverfi Reykjanesbæjar. Skipulagstillögur sem voru kynntar um uppbygginu á Höfnum gætu flýtt þeirri þróun. Suðurnesjalína 2 Í stuttu máli að þá þarf að klára það mál. Ég þekki ekki pólitíkina í því máli en þetta getur ekki verið stopp endalaust. Er sæstrengur málið til Reykjanessins kannski? Einhvers staðar frá höfuðborgarsvæðinu? Saman hugum við að heilsunni Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið alla virka daga frá 9 til 20 Opið um helgar frá 12 til 19 Nokkur önnur atriði ■ Kvikmyndaver hugsanlega í álversbyggingunni. Skortur er á stóru húsnæði fyrir þennan iðnað hér á landi þó reyndar sé verið að vinna í því þessa stundina. ■ Bílageymsla á Patterson- svæðinu. Hægt væri að bjóða bílaleigunum að geyma flota sína á því svæði. Girða það af og hafa vakt. Þúsundir bíla kæmust léttilega þar fyrir og aðgengi yrði að vera allan sólarhringinn. ■ Fraktumsýsla fyrir flugið. Þessari hugmynd var komið á framfæri við brotthvarf hersins en þarna er spurning um markaðssetningu flugvallarins í þessum geira. Nægt rými er innan haftasvæðisins til slíkrar uppbyggingar og líka utan fyrir stoðstarfsemi. ■ Uppbyggingin sem er fyrir- huguð í Njarðvíkurhöfn. Ég hef svo sem ekki neinu við hana að bæta annað en bara „go for it“. Afleidd störf yrðu fjölmörg þar og gætu kallað á meiri þörf fyrir iðnaðarmenn á svæðinu sem aftur myndi styrkja Fjöl- brautaskólann, það er nóg af lög- fræðingum. ■ Endurvinnsla. Möguleikarnir í endurvinnslu eru nánast óþrjót- andi. Hef séð myndbönd og kynningar á mjög fullkomnum flokkunarstöðum í Bandaríkj- unum til dæmis. ■ Mörg fyrirtæki sýndu Helguvík áhuga á sínum tíma. Dekkja- framleiðandi, kínverskt rútuyfir- byggingarfyrirtæki og auðvitað einhver fleiri. Væri hægt að rifja upp gömul kynni við þessi fyrir- tæki eða setja sig í samband við sambærileg fyrirtæki. Þarna koma samgöngur með flugi og sjófrakt sér vel í markaðs- setningunni. ■ Styðja eins og hægt er ein- staklinga sem vilja fara af stað með lítil fyrirtæki. Sama hvaða geiri það er. Hendur bæjaryfir- valda eru auðvitað bundnar fjárhagslega en ráðgjöf og skjót úrvinnsla fyrirspurna og auð- skyldir ferlar geta styrkt sam- keppnisstöðu svæðisins. ■ Núna erum við að upplifa eitt mesta úrval veitingastaða sem Reykjanesbær hefur séð. Þá erum við ekki einu sinni farin að tala um hin bæjarfélögin og það sem er í boði hjá þeim hvað þetta varðar. Allt þetta hjálpar til að koma okkur á kortið gagnvart bæði útlendingum til að dvelja lengur en eina nótt hérna og ekki síst fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að taka skemmtilega dagsferð hingað um skagann. Hér hef ég stiklað á stóru um ýmsar hugmyndir sem gætu dreift betur úr vinnumarkaðnum og haft hann minna einhæfan, sem hann er í sjálfu sér ekki. En allavega reyna að draga aðeins úr beinum áhrifum flugsins á atvinnulíf svæðisins ef sá möguleiki er fyrir hendi. Margt af þessu er auðvitað ekkert sem meðaljón getur farið í strax á morgun en vonandi kveikir þetta einhverja vonarglætu og á einhverri hugmynd sem fólk er með í maganum. Núna er vissulega haustið að koma en með samstilltu átaki getum við kannski látið vorið koma snemma, að minnsta kosti í huga okkar. Við erum öll ein stór fjölskylda. Með kveðju, Sigurbjörn Arnar Jónsson, Sibbi. á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 26 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.