Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Prestarnir í Njarðvíkurprestakalli, Keflavíkurprestakalli og Útskála- prestakalli hafa sent erindi til sveitarfélaga á Suðurnesjum er varðar aukna þörf á fjárstuðningi til framfærslu. Bréfið var sent sveitar- félögum svæðisins í lok maí að loknum fundi prestanna og starfs- manna sókna á Suðurnesjum með fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Tilefni fundarins var aukin þörf og yfirvofandi fjölgun þeirra sem leita munu aðstoðar til Hjálparstarfs kirkjunnar í gegnum kirkjurnar á svæðinu, Velferðarsjóð Suðurnesja og Líknar- og hjálparsjóð Njarð- víkurkirkna. Í erindi prestanna segir að hóp- urinn hafi miklar áhyggjur af því ástandi sem skapast mun í haust að óbreyttu þegar uppsagnarfresti fólks lýkur og fleiri fara á atvinnu- leysisbætur. Fyrir er stór hópur öryrkja og erlendra ríkisborgara sem er á mjög lágri framfærslu á svæðinu. Þá sé sífellt meiri ásókn í stuðning við kaup á mat og lyfjum. „Við leyfum okkur að benda á að það er hlutverk sveitarfélaga að tryggja fólki grunnframfærslu. Þannig er það í raun ekki hlutverk Hjálparstarfs kirkjunnar, Líknar- og hjálparsjóðs Njarðvíkurkirkna eða Velferðarsjóðs Suðurnesja að létta ábyrgð sveitarfélaganna af framfærslu íbúa. Má þar einkum benda á greiðslu skólamatar og allt sem fellur undir skipulagt skóla- starf eins og skólabúðir og skóla- ferðalög. Eins vekjum við athygli á því að framfærslustyrkur er mun lægri hjá sveitarfélögum á Suður- nesjum en öðrum sveitarfélögum. Við leggjum til að sveitarfélögin á Suðurnesjum hækki sitt framlag til jafns við framfærslustyrki ann- arra sveitarfélaga,“ segir í erindi prestanna. Þá segir að ljóst sé að Hjálpar- starf kirkjunnar, Velferðarsjóður Suðurnesja og Líknar- og hjálpar- sjóður Njarðvíkurkirkna muni þurfa að skerpa enn fremur á hlut- verki sínu á komandi tíma enda svigrúm til aðstoðar háð frjálsum framlögum í fyrrnefnda sjóði. Bréf prestanna var tekið fyrir í bæjarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku en sviðsstjórar velferðarsviðs og fræðslusviðs sátu fund bæjar- ráðs þegar erindið var tekið fyrir. Bæjarráð fól þeim að vinna áfram í málinu sem tekið er fyrir í bréfinu. Aukin þörf á fjárstuðningi Fjármunir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest Atvinnuleysi í Reykjanesbæ í júlí mældist 18,5%. Alls voru 2.336 án vinnu og 328 á hluta- bótaleið. Helmingur þeirra sem nú eru atvinnulausir höfðu bein störf í ferðaþjónustu eða flug- samgöngum. „Í ljósi fregna síðustu vikna má gera ráð fyrir að þessi fjöldi muni aukast enn frekar. Bæði eru uppsagnarfrestir margra þeirra sem sagt hafði verið upp í maí að renna út núna í ágúst, auk þess sem endurráðningar vegna vonar um aukin umsvif í flugi og ferðaþjónustu munu nú ganga til baka,“ segir í fundargerð menn- ingar- og atvinnuráðs Reykjanes- bæjar. Menningar- og atvinnuráð skorar á allt atvinnulíf, jafnt sem stjórnvöld, að sækja fram og halda efnahagslegum áhrifum af Covid-19 í lágmarki. Menningar- og atvinnuráð ítrekar þá skoðun sína að mikilvægt er að fjár- munir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest, þ.e. á Suðurnesin. – Prestar lýsa áhyggjum af ástandinu og aukinni þörf fyrir stuðning við framfærslu Við leggjum til að sveitarfélögin á Suðurnesjum hækki sitt framlag til jafns við framfærslustyrki annarra sveitarfélaga ... á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.