Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 82

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 82
Ætla að gefa út bók með fæðingarsögum frá feðrum Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir eru þessi misserin að safna fæðingarsögum og upplifunum frá feðrum sem þau ætla að gefa út í bók. Söfnunina hófu þau í nóvember á síðasta ári, nánar tiltekið á feðradaginn. Tilgangurinn með söfnuninni er tvíþættur. Annars vegar vilja þau fá feður til þess að ræða um sínar upplifanir og reynslu af fæðingum barna sinna, hins vegar óska þau eftir að fá sendar sögur frá feðrum sem þau ætla að gefa út í bók til varðveislu. Sögurnar verða nafnlausar í bókinni en með hverri sögu verður birt fæðingarár föður og barns sem og fæðingarstaður. Hugmyndin að verkefninu kviknaði síðasta sumar. Gréta María er ljós- móðir og starfar á fæðingarvakt Landspítalans en auk þess vann hún um tíma á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Ísak vinnur sem verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki. Saman eiga þau tvö börn, þriggja ára stelpu og dreng sem fæddist um miðjan ágústmánuð. Tilgangurinn með fæðingar- sögum feðra er eins og áður segir að fá feður til að lýsa sinni upplifun af fæðingum barna sinna. „Við fundum það um leið og við fórum af stað með þetta verkefni að margir foreldrar í kringum okkur hafa ekki rætt sín á milli um fæðingu barna sinna. Báðir aðilar voru viðstaddir fæðinguna en hafa aldrei rætt saman um það hvernig hlutirnir gengu og tilfinning- arnar sem fæðingunni fylgja. Okkur langar sem sagt að vekja athygli á hlutverki feðra í ferlinu,“ segir Ísak og heldur svo áfram: „Það er í raun ótrúlegt, miðað við hvað það er stór viðburður að eignast barn, hvað við ræðum lítið um það.“ Fengu sögur inn á fyrsta sólarhringnum Söfnunin fer fram í gegnum Face- book-síðu verkefnisins sem heitir „Fæðingarsögur feðra“. Þar er hægt að senda inn sögur eða á netfangið faedingarsogurfedra@gmail.com. Auk þess eru þau með Instagram- síðu undir sama nafni. Á þessum síðum er hægt að finna frekari upplýsingar um verkefnið og þau hvetja fólk til að fylgja þeim á sam- félagsmiðlum. Inn á Facebook-síð- unni má t.d. lesa þrjár áhugaverðar fæðingarsögur frá feðrum. Eins hvetja þau feður til þess að skrifa niður sínar fæðingarsögur og senda inn í verkefnið. Eftir að verkefninu var ýtt úr vör liðu ekki nema nokkrir klukku- tímar þar til fyrsta sagan kom inn. Síðan þá hafa sögurnar komið reglu- lega inn. „Við erum að leita eftir öllum tegundum af sögum; löngum, stuttum, skemmtilegum, erfiðum og allt þar á milli. Við viljum heyra frá hefðbundnum fæðingum, keisara- skurðum, heimafæðingum, fæð- ingum í bílum, nýjum sögum, eldri sögum og sögur af fæðingum eins og þær voru í sveitinni hér áður fyrr. Það er svo sannarlega pláss fyrir allar sögur í verkefninu.“ Aðspurður um útgáfudag bókar- innar svarar Ísak því til að það fari allt eftir því hvernig söfnunin gangi. „Við ætlum að vanda til verks og við munum gefa bókina út þegar við erum ánægð með innihald hennar. Við stefnum að því að hafa bókina myndskreytta og gera hana fallega og eigulega. Við vonumst eftir því að bókin geti nýst bæði verðandi foreldrum sem og þeim sem eiga börn fyrir. Í raun ætti bókin að vera áhugaverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á fæðingum á einn eða annan hátt.“ Ísak bendir einnig á að nokkrir feður hafa notað þetta tækifæri til að skrifa niður sína sögu og vinna úr erfiðum tilfinningum eftir fæðingu. Að lokum hvetja Ísak og Gréta fólk til að setjast niður og ræða um fæðingar barna sinna. Eins hvetja þau feður til að skrifa niður sína fæð- ingarsögu og senda inn í verkefnið. ,„Það getur verið bæði áhugavert og skemmtilegt að eiga sína sögu á pappír, því sumir hlutir gleymast með tímanum,“ segir Ísak í lokin. Húsagerðin hf. husagerdin.is Húsasmiður óskast! Húsasmiður með faglega reynslu óskast til starfa. Sendið umsókn ásamt feriskrá og meðmælanda á agnar@husagerdin.is FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Félagsráðgjafi í barnavernd Tónlistarskólinn – Ritari 50% Velferðarsvið – Deildarstjóri á heimili fatlaðs fólks Velferðarsvið – Liðveisla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Byggðasafnið: Fullt hús af brúðum Fimmtudaginn 3. september opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýningu á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir þekkja úr æsku. Listasafnið: Áfallalandslag Fimmtudaginn 3. september opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna Áfallalandslag. Henni er ætlað að tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum. Sýningin er innblásin af grein sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni og Arnari Árnasyni, Landscapes of Trauma: a Reflection on Wonder. 22 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.