Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 70

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 70
Er vellíðan grundvallarmarkmið alls þess sem við gerum? Við viljum vissulega að öllum líði vel. Við trúum því að við komum vel fram við aðra þegar okkur sjálfum líður vel og við höfum heyrt að hamingjan sé fólgin í núinu – það að líða vel í eigin skinni á akkúrat þessari stundu. Hvað getum við gert til þess að öllum líði vel? Reykjanesbær fékk hugmynd! Nú er unnið að risastóru samfélags- verkefni með það að markmiði að allir passa upp á alla og að allir hafi jöfn tækifæri til þess að tilheyra sam- félaginu. Í verkefninu einblínum við á alla en horfum líka sérstaklega til þeirra sem reynist það meiri áskorun að taka þátt en öðrum. Við leggjum sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna og börn sem ekki eru nú þegar í skipulögðu íþrótta- og tóm- stundastarfi. Félagsmálaráðuneytið veitti Reykjanesbæ veglegan styrk í upp- hafi þessa árs til þess að huga að vel- líðan barna, jákvæðum samskiptum þeirra og sterkri félagsfærni. Það skyldi gert með áherslu á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstunda- starfi því allt bendir til þess að sam- félagsleg virkni leiði til betri líðan, jákvæðari samskipta, sterkari fé- lagsfærni og þess að fólk sé hluti af samfélagsheildinni. Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn Svo markmiðin nái fram að ganga þurfa allir að vera með. Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn. Reykja- nesbær ætlar nú að styðja og styrkja þetta þorp. KVAN er fyrirtæki sem hefur sér- hæft sig í því að styðja fólk til að ná að virkja það sem í þeim býr og veita þeim aðgengi að styrkleikum sínum. KVAN hefur unnið mikið með vin- áttuþjálfun barna og fjallað um mikil- vægi þess að tilheyra samfélaginu. Einmitt þess vegna eru þau réttu aðilarnir til þess að fræða, þjálfa og mennta alla sem koma að barna- starfi í Reykjanesbæ. Þau munu veita umsjónarkennurum á miðstigi hagnýtt námskeið, einnig kenn- urum í íslensku sem annað mál og forstöðumönnum frístundaheimila. Þau munu standa fyrir vinnustofum fyrir alla sem koma að barnastarfi í sveitarfélaginu, sama hvort um sé að ræða danskennara, skátaforingja, barnaverndarstarfsmann eða skóla- liða og allt þar á milli. Í samvinnu við Sölku Sól Eyfeld munu þau jafn- framt leiða fræðslu og þjálfun fyrir jafningjafræðslu sem miðuð er að nemendum 9. bekkjar. Þar að auki munu þau halda nokkra fyrirlestra fyrir starfsmenn sveitarfélagsins og félag foreldrafélaga í Reykjanesbæ. Meginmarkmið ungmennafélaga er ræktun lýðs og lands. Bætt lýð- heilsa, betri einstaklingar, betri félög og betra samfélag. Það lá því beint við að fá ungmennafélögin tvö, Keflavík og Njarðvík, til þess að leiða verkefnið áfram. Ungmennafélögin munu verkefnastýra starfinu í vetur, halda utan um allar upplýsingar og tengja önnur íþróttafélög og tóm- stundahreyfinguna inn í verkefnið. Þau munu jafnframt stýra spenn- andi kynningum á öllu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu sem munu ekki fara framhjá neinum þegar þar að kemur. Vel undirbúið samfélagsverkefni Þetta stóra samfélagsverkefni hefur verið vel undirbúið og er það von Reykjanesbæjar að markmiðin nái fram að ganga. Eina leiðin til þess að svo megi verða er að allir séu með í „Það er ábyrgð okkar allra að huga vel að okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru“. Þess vegna hefur Reykjanesbær gert sáttmála sem íbúar eru hvattir til þess að gerast aðili að á vefsíðu Reykjanes- bæjar. Sáttmálinn snýr að því að við einsetjum okkur að sýna hlýlegt viðmót og alúð gagnvart öllu okkar samferðafólki. Við ættum að láta okkur varða um öll börn og huga sérstaklega að þeim sem reynist það meiri áskorun að taka þátt í sam- félaginu en öðrum. Sýnum hlýlegt viðmót, hugum að fólkinu í kringum okkur af alúð og verum með í Látum okkur líða vel. Verið velkomin í ALLIR MEÐ! Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjöl menningarmála og verkefnastjóri. Í stýrihópnum eru jafnframt: Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufræðingur. Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli. Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi. María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar. Bus4u ekur skólabörnum Nýverið skrifuðu bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, og Sævar Baldursson frá Bus4U undir samning vegna skólaaksturs fyrir börn í Stapaskóla og Háleitisskóla. Samningurinn tekur til skólaaksturs grunnskólabarna í tónmennta-, íþrótta- og sundiðkun segir á vef Reykjanesbæjar. Kjartan Már Kjartansson og Sævar Baldursson. Myndin er tekin við undirskrift samnings. VEGLEGRI R AFR ÆN ÚTGÁFA Saman hugum við að heilsunni Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar. Reyklaus september af Nicorette í Reykjanesapóteki 20% afsláttur Ert þú með? 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.