Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 72

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 72
Bakaradóttirin leiðir Hérastubb áfram veginn með mörgum nýjungum. Forfallnir Arsenal-aðdáendur og eiga ársmiða á heimavöll liðsins. „Það er búið að vera brjálað að gera í Covid og hér hafa stundum myndast raðir langt út úr bakaríinu. Svo höfum við líka verið að gera ýmsar nýjungar sem hafa orðið mjög vinsælar, meðal annars vegan-kleinuhringi og -snúða og fleira vegan-bakkelsi,“ segir Sigurður Enoks- son, bakari og eigandi Hérastubbs bakarísins í Grindavík. Siggi bakari er ekki einn í bakarínu en hann stofnaði það með föður sínum fyrir aldarfjórðungi, eða árið 1995, og segist hafa lent í tveimur niðursveiflum á þessum árum en staðið þær af sér. Grindvíkingar hafa verið góðir viðskiptavinir og Siggi og bakarafjölskyldan baka gott bakkelsi. Dóttir hans, Hrafnhildur Kroknes, útskrifaðist sem bakari árið 2014 og síðan sem konditor 2017 og súkkulaðimeistari eftir framhaldsnám í Danmörku 2019. Hún byrjaði snemma að venja komur sínar í Hérastubb og fór fljótlega að afgreiða sem ung skólastelpa. Bak- arinn blundaði greinilega í blóðinu á stelpunni og hún er núna á fullu alla daga í bakarínu með föður sínum og tveimur bræðrum. Sannkölluð bak- arafjölskylda. Nýjungar með unga fólkinu Hrafnhildur hefur verið dugleg að mæta með nýjungar og hún segir það skemmtilegt. Faðir hennar tekur sannarlega undir það og er ánægður með stúlkuna sem hefur til að mynda verið dugleg að baka súrdeigsbrauð sem eru vinsæl um þessar mundir. Þá hefur hún líka verið dugleg að baka ýmislegt bakk- elsi í vegan en þá eru ekki notaðar mjólkurvörur eða afurðir úr dýra- ríkinu. „Vegan-verslun í Reykjavík hafði samband og við sendum þeim reglu- lega vegan-bakkelsi frá okkur sem hefur fengið skemmtilegar mót- tökur. Þá höfum verið dugleg að baka og gera ýmislegt í veislur eins og pítubrauð, lítlar pítsur og marg- víslegur pinnamatur, það hafa verið vinsælar vörur sem og veislutertur sem Hrafnhildur hefur sérhæft sig svolítið í. Hún er orðin hámenntuð stúlkan og kann ýmislegt,“ segir Sigurður Hérastubbur glaður með dótturina og bætir því við að bak- aríið eigi orðið viðskipavini langt út fyrir Grindavík. Suðurnesjamenn og fólk frá höfuðborgarsvæðin lætur sig ekki muna að renna í Grindavík eftir góðu bakkelsi. Hrafnhildur segir að hún hafi fengið bakarann í æð þegar hún var í áttund bekk en þá fór hún að vinna í afgreiðslunni í Hérastubbi. Var þar þangað til hún kláraði tíunda bekk en þá fór hún í bakaranám í Mennta- skólanum í Kópavogi og á samning hjá föður sínum. „Jú, það var lítið mál að semja við pabba,“ segir hún aðspurð en núna, nokkrum árum eftir bakaranám og framhaldsnám í Danmörku í konditorí og súkkulaði- gerð, leiðir hún nýjungar í bakaríinu. Siggi faðir hennar er alsæll með það. „Þetta er bara alveg frábært. Hún mætir með margar hugmyndir að nýjum vörum og við höfum verið að spreyta okkur í ýmsu sem hefur gengið vel.“ Súrdeigið er hollara „Fyrst sjá ég bara kökur en hef líka fært mig yfir í brauðið og er mjög áhugasöm um súrdeigsbrauð. Þau eru mjög vinsæl hjá mörgum en þau henta betur þeim sem eru með geróþol. Það fer betur í magann á manni,“ segir unga konan. Meðal nýj- unga eru Naan-súrdeigsbrauð sem eru í boði á þriðjudögum – en svo eru margar þekktar vörur í bakarínu líka orðnar til í vegan, þar má nefna snúða, kleinuhringi, rúnstykki og nýjasta tilraunin er í vínarbrauðum. Feðginin sögðu að það hefði verið áskorun en vegan-vínarbrauð er frá- bært með góðum kaffibolla að sögn Sigurðar en bætir því við að það sé samt misskilningur að vegan-vörur séu eitthvað hollari, þar sé t.d. sykur. Hrafnhildur dregur fram „Brownies“- kökur sem innihalda í hefðbundinni uppskrift talsvert af smjöri og eggjum. „Ég þurfti nokkrar tilraunir til að finna réttu vegan-uppskriftina en það tókst mjög vel.“ Sigurður segir að vegna margra nýjunga sem þau séu að bjóða upp á þá sé plássið stundum of lítið í bakaríinu. Því þurfi að huga að því og skipuleggja vinnuna því ekki sé hægt að bjóða upp á allt alla daga. „Hrafnhildur, varstu búinn að sýna honum töfluna okkar? Sjáðu, hér sérðu pantanir næstu vikuna. Svona er þetta. Ánægjulegt en við þurfum að vera skipulögð og biðjum því við- skiptavini um að panta tímanlega hjá okkur ef þau vilja fá sitt bakkelsi á ákveðnum degi,“ segir Siggi. Páll Ketilsson pket@vf.is Vegan-kleinuhringir og súrdeigsbrauð meðal nýjunga í 25 ára Hérastubbi Þetta er bara alveg frábært. Hún mætir með margar hugmyndir að nýjum vörum og við höfum verið að spreyta okkur í ýmsu sem hefur gengið vel ... Feðginin saman við alls kyns kræsingar sem eru á boðstólum hjá Hérastubbi bakara. 12 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.