Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 30
Fyrstu Suðurnesjabjórarnir! framleiðsla verður tilbúin eftir tvær vikur,“ segja þeir félagar og jánka því þegar þeir eru spurðir hvort þeir hafi ekki bara gúgglað bjórtegundir í upphafi. „Maður þarf bara að prófa sig áfram. Mögu- leikarnir eru endalausir. Jú, jú, við gúggluðum eitthvað fyrst og svo fengum við upplýsingar á korn- suðunámskeiðinu. Það er mjög gaman að grúska í þessu en þetta er auðvitað bara áhugamál. Við erum allir í öðrum störfum,“ segja þeir Davíð og Markús sem voru búnir að skoða þetta í dágóðan tíma þar til þeir hittu Kristinn en þeir kappar eru allir Garðmenn með sterka tengingu í bæjarfélagið. „Þetta er kannski dýrt áhugamál. Við sjáum ekki fram á að verða ríkir af þessu. Við keyptum þetta hús og þá var hægt að byrja og það var í júníbyrjun í sumar. Það tekur um það bil tvær vikur að klára bruggun á einni tegund og við vonumst til að komast í vín- búðirnar fljótlega. Við erum einnig í tengingu við Bjórland sem er nýr aðili á markaðinum,“ segir Kristinn. Suðurnesjanöfn á bjór Nöfnin á bjórunum eru áhugaverð og tengjast Garðinum og Suður- nesjum. Þeir sögðust vilja halda uppi sögunni og tengingu við svæðið, fóru í bækur og lögðu svo hausinn í bleyti. Rosmhvalanes og Steinunn landnámskona fá sinn hvorn bjórinn, Rosmhveling og Steinuði. Nýlenda er þekkt bæjar- heiti í Garði sem Kristinn tengist og svo er Keilir auðvitað þekktasta fjall Suðurnesja. Alvöru Suður- nesjafjall fær auðvitað sinn bjór. Gaurinn er fimmta nafnið og er út í loftið. Rosmhvelingur er ljós bjór og 4,5% en hinir eru yfir 5%, Keilir og Gaurinn 5,6%. Nöfnin á bjórunum eru áhugaverð og tengjast Garðinum og Suðurnesjum. Markús, Davíð og Kristinn lyfta glösum. Möguleikarnir eru miklir og við erum búnir að setja Keilisbjórinn í prufukeyrslu á kránni Paddy’s í Keflavík. Honum var vel tekið sem var ánægjulegt ... Stefna yfir þúsund lítra „Við erum með leyfi til að framleiða þúsund lítra á mánuði og stefnum að því að fara yfir það. Við stefnum að því að vera komnir með bjóra í sölu eftir um tvær vikur. Við erum bjartsýnir og höfum fengið við- brögð frá fjölskyldumeðlimum og vinum sem hafa smakkað og verið að prófa með okkur. Litla brugghúsið verður vonandi skemmtileg viðbót í ferðaþjónustuflóruna á Suðurnesjum. Við eigum eftir að gera þetta húsnæði huggulegt þannig að fólk geti komið hingað og átt góða stund í bjór smökkun en við munum líka bjóða upp á gott kaffi og einhverjar veitingar. Litla brugghúsið verður vonandi lítil ölstofa sem fólk vill koma í og eiga góða stund með vinum eða starfsfélögum,“ sögðu þeir þremenningar, Davíð, Markús og Kristinn. 30 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.