Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 58

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 58
Frans Elvarsson, fyrirliði Keflvíkinga, hefur átt gott tímabil með sínu liði. Frans var valinn í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar ásamt þremur öðrum Keflvíkingum, þeim Joey Gibbs, Sindra Þór Guðmundssyni og Rúnari Þór Sigurgeirssyni. Keflvíkingar hafa sýnt frábæra takta í sumar þrátt fyrir af- leit úrslit í síðasta leik, gegn Leikni Reykjavík, sem tapaðist stórt. „Já, þetta er búið að vera ágætt hjá okkur í sumar en ég get eigin- lega ekki útskýrt hvað gerðist í síðasta leik,“ segir Frans. „Mér fannst þetta í sjálfu sér ekkert ójafn leikur úti á vellinum en þeir skoruðu úr öllum færum sem þeir fengu. Mér finnst tölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum – en þær ljúga svo sem engu. Það er eins og Leiknir hafi eitthvað tak á okkur, það hefur gengið illa á móti þeim undanfarin ár.“ – Segðu mér frá ferlinum þínum. Þú kemur frá Horna- firði, er það ekki? „Já, ég byrjaði með meistaraflokki 2005. Spilaði reyndar fyrsta leikinn 2004, fjórtán ára gamall, kom inn á í úrslitaleik um að komast upp í 2. deild með Sindra. Svo kom ég til Njarðvíkur og fór í Íþróttakademíuna sem þá var. Það var Freyr Sverrisson, sem var með Njarðvík þá, sem benti mér á þessa leið. Gæti verið á æfingum á morgnana og í skóla eftir það. Þá kom ég hingað og spilaði með Njarðvík í fjögur ár.“ – Ert menntaður í íþróttafræðum? „Ég á lokaritgerðina eftir í íþrótta- fræði – en já, ég er búinn að vera að læra það síðustu ár í Háskólanum í Reykjavík. Ég var að byrja sem íþróttakennari í Háaleitisskóla í seinustu viku, þar er ég einmitt að vinna með Gumma Steinars – sem ég hafði mikið dálæti á þegar maður var lítill sjálfur. Ég spilaði líka með honum á tímabili. Skemmtilegt hvernig þetta þróast.“ Fyrst markvarðahrellirinn Guð- mund Steinarsson bar á góma ræddum við atvikið þegar hann skoraði frá miðju á móti Fram: „Já, ég skoraði einmitt hitt markið í þessum leik og ég man að ég varð rosalega pirraður þegar hann tók skotið, að hann skyldi ekki gefa á mig ... en svo skoraði hann. Já, ókei!“ – Þú lékst eitthvað með yngri landsliðunum. „Já, ég á ellefu landsleiki minnir mig. Sjö með U17 og fjóra með U19, ég var í einhverjum æfingahópum fyrir U21 en aldrei valinn í loka- hópinn.“ Ætla upp úr Lengjudeildinni – Nú eruð þið búnir að eiga mjög gott tímabil, hvernig heldurðu að þetta fari? „Ég hef fulla trú á að við förum upp þegar allt er yfir staðið. Við erum búnir að vera nokkuð óheppnir með meiðsli, misstum Magga Þór, fyrirliða, og Adam Árna í langtíma- meiðsli. Það væri gaman ef þeir myndu ná einhverjum leikjum. Fá smá innspýtingu aftur í hópinn.“ – Þú ert nýorðinn þrítugur, ertu ekkert farinn að spá í að hætta? „Nei, ég er nýbúinn að skrifa undir samning við Keflavík svo það er alla vega ekki planið á næstunni. Ég hugsa að ég spili á meðan fæt- urnir leyfa, svo ég þurfi ekki að vera með neitt „comeback“. Það Er ekkert að fara að hætta! Já, ég skoraði einmitt hitt markið í þessum leik og ég man að ég varð rosalega pirraður þegar hann tók skotið, að hann skyldi ekki gefa á mig ... Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is 58 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.