Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Page 16

Víkurfréttir - 02.09.2020, Page 16
Alexandra Chernyshova varð í fyrsta sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni eftir Isaak Dunajevskiyi í Moskvu fyrir tónsmíði sína á fjórtán lögum fyrir rödd og píanó úr íslensku óperunni „Skáldið og biskupsdóttirin“. Óperan er um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, ljóð eftir Hallgrím Pétursson, Rúnar Kristjánsson, Guðnýju frá Klömbrum, Daða Halldórsson og þjóðvísur frá þrettándu öld. Óperan var frumsýnd í konsertuppfærslu í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði árið 2014 við góðar undirtektir. Óperan var flutt síðasta sumar á tónleikum „Russian Souvenir: Introducing Iceland“ í Kameno- ostrovskiy-kastala í Petursborg. Árið 2018 var hún flutt í einum virtasta og elsta tónlistarháskóla Kænugarðs, R. Glier tónlistarhá- skólanum. Kænugarður er einnig heimabær Alexöndru og þetta er einn af skólunum sem hún stundaði tónlistarnám í, upp- færsla var í tilefni af 150 ára af- mæli háskólans. Óperan var þýdd og sungin á úkraínsku með hljóm- sveit, kór og einsöngvurum. Áður hafði óperan verið kynnt í einum virtasta skóla Moskvu, Gnessin tónlistarakademíunni, og sungin á íslensku. Á þessu ári tók Alexandra þátt í World Folk Vi- sion keppni með lagið Ave María úr óperunni „Skáldið og biskups- dóttirin“ í flutningi Alexöndru, lagið komst inn á topp tíu. Árið 2019 varð Alexandra Chernyshova í öðru sæti í alþjóðlegri tónskálda- keppni í Moskvu fyrir tónsmíði sína á óperuballettinum „Ævin- týrið um norðurljósin“ en óperan var þýdd yfir á rússnesku. Óperan var frumsýnd á Íslandi í Norður- ljósasal Hörpu fyrir einu og hálfri ári. Að verkinu komu fjölmargir einsöngvarar, tveir barnakórar ásamt skólakór Stóru-Vogaskóla, ballettskóla Eddu Scheving og sextán manna kammerhljómsveit. Þetta er í fyrsta sinn sem Al- exandra vinnur fyrsta sæti í tón- smíði og sigrar á alþjóðalega vísu í Moskvu, einni af stærstu höfuð- borgum heims fyrir klassíska tón- list, sem eiga tónskáld eins og Pjotr Tchaikovskiy, Sergei Rachm- aninov, Rimskiy - Korsakov, Sergei Prokofiev, Dmitry Shostakovich og fleiri. Tónlistarmenningarbrú Íslands og Rússlands Árið 2016 stofnaði Alexandra tón- listarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, verkefni sem heitir „Russian Souvenir“. Alexandra hefur stjórnað þessu verkefni frá upphafi, verið listrænn stjórnandi og þátttakandi í öllum tónleik- unum. Í febrúar á þessu ári voru Tónleikarnir Russian Souvenir: Alexander Pushkin í Kalda- lóni, Hörpu. Þetta voru tónleikar númer tuttugu og sjö í þessari verkefnaröð. Russian Souvenir er tileinkað menningarfjársjóði rúss- neskrar og íslenskrar tónlistar og tónskálda. Þegar um er að ræða tónleika á Íslandi er áhersla lögð á rússneska tónlist og tónskáld og öfugt þegar um tónleika er að ræða í Rússlandi. Fjölmargir íslenskir og rússneskir tónlistarmenn hafa tekið þátt í þessu verkefni og með þeim hætti kynnt menningu síns lands fyrir áhorfendum bæði á Ís- landi og í Rússlandi. „Skáldið og biskupsdóttir“ Alexöndru sigraði í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu 16 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.