Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2020, Side 7

Læknablaðið - nov. 2020, Side 7
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 501 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Does reduced interferon immunity lead to more serious COVID-10 symptoms? Daniel Gudbjartsson Ph.D. Statistics V.P. of Statistics, deCODE Genetics Daníel Guðbjartsson tölfræðingur Leiðir minnkað interferon ónæmissvar til alvarlegri veikinda vegna COVID-19? Þann 24. október birtust í tímaritinu Science tvær greinar sem tengja minnkaða interferon (IFN) virkni við alvarleg veikindi af völdum sjúkdóms- ins COVID-19.1,2 Í annarri rannsókninni voru mæld sjálfsmótefni gegn interferonum og í hinni erfða- breytileikar sem hafa áhrif á ónæmi gegnum IFN af týpu I. IFN af týpu I eru frumuboðefni sem leggja til bæði ósértækt og frumubundið ónæmi gegn veirusýkingum. Viðtakar þeirra eru tjáðir víða og setja af stað tjáningu svokallaðra IFN-örvaðra erfða- vísa. Hlutleysandi mótefni gegn IFN af týpu I finn- ast í sjúklingum sem hafa verið meðhöndlaðir með IFN- α2 eða IFN-β, í konum með rauða úlfa (Systemic lupus erythomatosus) og í nær öllum sjúklingum með sjálfsofnæmis fjölinnkirtla-heilkenni af gerð 1 (au- toimmune polyendocrinopathy syndrome type I, APS-1). Paul Bastard og félagar nefna þrjá alvarlega veika COVID-19 sjúklinga með sögu um APS-1 sem ástæðu til þess að skoða nánar IFN-ónæmi af týpu I.1 Þeir fundu sjálfsmótefni gegn IFN-α2, eða IFN-ω, meðal 13,7% sjúklinga með alvarlega lungnabólgu af völdum COVID-19 en aldrei meðal einstaklinga smitaðra af SARS-CoV-2 með væg einkenni og að- eins meðal 0,33% ósmitaðra. Þá voru 10,2% af alvar- lega veikum sjúklingum með mótefni gegn IFN-α2, eða IFN-ω, með hlutleysandi sjálfsmótefni gegn þessum próteinum og gátu jafnvel hlutleyst veiru- hemjandi virkni þeirra gegn SARS-CoV-2 í prófum í tilrauna glösum (in vitro). Margir þeirra voru líka með sjálfsmótefni gegn öðrum frumuboðefnum, þar með talið interferonum, en yfirleitt ekki hlutleysandi. Hlutleysandi mótefni gegn IFN-α2, eða IFN-ω, fundust mun oftar meðal karla (12,5%) en kvenna (2,7%) og oftar meðal sjúklinga eldri en 65 ára (13,0%) en yngri (8,5%). Höfundarnir segja að þessi niður- staða geti að hluta útskýrt hvers vegna karlar og eldra fólk veikist frekar en konur og yngra fólk. Ekki er að finna í greininni yfirlit yfir aldur og kynja- dreifingu lítið veikra eða ósmitaðra, sem verður að teljast galli – munur á aldurs – og kynjadreifingu gæti útskýrt eitthvað af muninum á milli sjúklinga og annarra. Seinni rannsóknin skoðaði erfðabreytileika sem spáð er að eyði virkni erfðavísa (loss-of-funct- ion variants) sem hafa verið tengdir við TLR3- og IRF7-háð IFN týpu I ónæmi gegn inflúensu.2 Tíðni erfðabreytileika sem spáð er að eyði virkni þessara erfðavísa var síðan borin saman milli 659 sjúklinga með alvarlega COVID-19 lungnabólgu og 534 smit- aðra einstaklinga með minni einkenni. Níu alvarlega veikir sjúklingar báru slíka erfðabreytileika en að- eins einn með minni einkenni (P með Fisher prófi = 0,028). Þessi niðurstaða er veik og hefði líklega ekki verið birt í virtu tímariti nema vegna þess hve vel hún rímar við niðurstöðu hinnar rannsóknarinnar. Á Íslandi er um það bil einn af hverjum 200 arfberi erfðabreytileika sem spáð er að eyði virkni einhverra þessara erfðavísa (gögn Íslenskrar erfðagreiningar). Lykilspurningin er hvort sjálfsmótefni gegn IFN-próteinum eru afleiðing eða orsök alvar- legra COVID-19 veikinda. Höfundarnir álykta að tengslin sem þeir sjái séu sennilega orsök veikinda, byggt meðal annars á eftirfarandi: Sjálfsmótefni gegn interferonum fundust í sýnum úr hluta sjúk- linga sem tekin voru áður en þeir sýktust. APS-1 sjúklingarnir þrír sem fengu alvarlega COVID-19 lungnabólgu höfðu áður myndað sjálfsmótefni gegn IFN. Loks þýða tengsl við erfðagalla í IFN-tengdum erfðavísum að slíkir gallar gera arfbera líklegri til að veikjast en aðra. Stór alþjóðleg samgreining erfðafræðilegra tengslagreininga hefur fundið tengsl við algenga erfðabreytileika hjá IFNAR1-IFNAR2 og TYK2-erfða- vísunum sem styðja þá kenningu að minnkað interferon-ónæmissvar auki alvarleika COVID-19 veikinda.3 Minni rannsóknir höfðu áður komist að svipaðri niðurstöðu, og meðal annars sýnt að hjá alvarlega veikum COVID-19 sjúklingum einkenndist svör- un hvítra blóðkorna af verulega skertri IFN týpu I-myndun sem tengdist viðvarandi veirumagni í blóði og auknu IL-6- og TNFa− -miðluðu bólgusvari.4 Í annarri rannsókn virtist alvarleiki veik- inda COVID-19 sjúklinga tengj- ast auknu magni af interferon af týpu I og IFN af týpu III (IFN-λ) í lungum, en ekki í efri öndunar- vegi, og í músum útsettum fyrir veiru-RNA mynduðu angafrumur í lungum IFN-λ sem olli skemmdum á lungnaþekjunni.5 Í heildina virðist minnkað IFN týpu I svar auka hættu á alvar- legum veikindum af völdum COVID-19. Þessar niðurstöður hafa klín ískt gildi því þær benda á að lyfjagjöf með IFN-α2 eða IFN-ω gæti minnkað alvarleg veikindi. Auk þess benda þær til að líta ætti á fólk með mælanlega minna magn interferon af týpu I eða með erfðabreytileika sem veikja interferona af týpu I ónæmissvar sem sérstak- an áhættuhóp. doi 10.17992/lbl.2020.11.603 Stór alþjóðleg samgreining erfðafræði- legra tengslagreininga hefur fundið tengsl við algenga erfðabreytileika hjá IFNAR1-IFNAR2 og TYK2 erfðavísunum sem styðja þá kenningu að minnkað interferon ónæmissvar auki alvarleika COVID-19 veikinda. daniel.gudbjartsson@decode.is Heimildir: 1. ELIQUIS (apixaban). Samantekt á eiginleikum lyfs. 2. Agnelli et al. New England Journal of Medicine 2013;369:799-808 3. Agnelli G et al. New England Journal of Medicine 2013;368:699-708 PP-ELI-EUR-1499 / PP-ELI-DNK-0326 / PFI-20-03-01 Mars 2020 MEÐFERÐ OG FORVÖRN GEGN ENDURTEKINNI SEGAMYNDUN: HVAÐA ATRIÐI SKIPTA ÞIG MÁLI VARÐANDI VERKUN OG ÖRYGGI? Veldu bæði verkun og öryggi með ELIQUIS Byrjaðu og haltu áfram með ELIQUIS, bæði sem meðferð og sem forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og/eða lungnasegareki (DVT/PE)1 Meðferð til inntöku, hraður verkunarháttur og ekki þörf á að hefja meðferð með LMWH stungulyfjum1 • Meðferð við DVT/PE: ELIQUIS sýnir marktæka áhættuminnkun hvað varðar meiriháttar blæðingar í samanburði við enoxaparín/warfarín og sambærilega verkun2 • Forvörn gegn endurteknu DVT/PE: ELIQUIS sýnir marktæka yfirburði verkunar í samanburði við lyfleysu og sambærilega tíðni meiriháttar blæðinga3 Heimildir 1. Bastard P, Rosen LB, Zhang Q, et al. Auto-antibodies against type I IFNs in patients with life-threatening COVID-19. Science 2020; eabd4585. 2. Zhang Q, Bastard P, Liu Z, et al. Inborn errors of type I IFN immunity in patients with life-threatening COVID-19. Science 2020; eabd4570. 3. Genetic mechanisms of critical illness in Covid-19 | medRxiv. medrx- iv.org/content/10.1101/2020.09.24.20200048v2 - október 2020. 4. Hadjadj J, Yatim N, Barnabei L, et al. Impaired type I interferon activity and inflammatory responses in severe COVID-19 patients. Science 2020; 369: 718-24. 5. Broggi A, Ghosh S, Sposito B, et al. Type III interferons disrupt the lung epithelial barrier upon viral recognition. Science 2020; 369: 706-12.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.