Læknablaðið - nov. 2020, Side 34
528 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
„Aðgerðirnar með þjarka á míturlokur í hjarta ganga betur og
bati sjúklinga tekur mun styttri tíma en þegar skorið er á brjóst-
holið og lokurnar lagaðar,“ segir Arnar Geirsson, yfirlæknir og
prófessor hjartaskurðdeildar Yale. Fjögur ár eru síðan Arnar starf-
aði um fjögurra ára skeið á Landspítala. Hann kaus að fara aftur
til starfa við Yale og segir tækifærin þar hafa verið fleiri.
„7-8% míturlokuaðgerða eru gerðar með þessari róbotatækni
og Yale gerir mikið af þeim. Hér gerum við 200-250 míturloku-
aðgerðir á ári. Bæði lokuviðgerðir og lokuskipti eru gerðar ýmist
á venjulegan hátt gegnum brjóstbeinsskurð, með þjarka eða
svokölluðum hægri brjóstholsskurði,“ lýsir Arnar.
„Ég geri um 100 míturlokuaðgerðir á ári á mismunandi hátt,“
segir hann þar sem við ræðum saman í gegnum fjarfundarbún-
aðinn Zoom. Hann á skrifstofu sinni heima fyrir í New Haven.
Blaðamaður við eyjuna í eldhúsi sínu í Kópavogi.
„Fyrir tveimur árum ákváðum við að þróa prógramm hérna
þar sem við notum da Vinci-þjarka við míturlokuaðgerðir. Þessar
aðgerðir eru óvíða gerðar með þessum hætti svo við undirbjugg-
um okkur vel þegar við ákváðum að slá til,“ segir hann.
Lítill skurður og batinn skjótur
Helsti kostur tækninnar er smáskurður, 2-3 sentimetra langur.
„Þetta er lítill skurður á hægri hluta brjóstbeinsins og það er
hægt að gera við lokuna á einfaldan hátt þegar maður hefur náð
tökum á tækninni,“ segir hann. Flestir sjúklingar eru um þrjá
daga á spítala eftir aðgerð. Áður lágu þeir 5-6 daga og voru 5-6
vikur að ná fullum bata. „Flestir eru komnir aftur til vinnu og til
í hvað sem er eftir tvær til fjórar vikur ef róbotinn er notaður.“
Arnari finnst útkoman einnig betri með róbotanum heldur en
í opinni aðgerð. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að auðveldara er
að sjá lokuna og strúktúrinn í kring með þjarkanum. Stækkunin
er tíföld og þrívíddarmynd á skjánum.“ Hann bendir þó á að þótt
honum finnist útkoman betri eigi enn eftir að koma reynsla á
hana til lengri tíma.
Arnar segir að da Vinci Xi-þjarkinn sé af sömu tegund og sá
sem notaður er á Landspítala. „Þegar ég var heima notuðum
við hann til þess að gera kransæðaaðgerðir. Við gerðum 5 eða 6
þannig aðgerðir. En aðgerð á míturlokunum er að mörgu leyti
flóknara inngrip.“
Tækifærin toguðu hann út
En af hverju fór hann aftur út árið 2016 eftir árin fjögur heima?
Fleiri tækifæri, svarar hann og bendir einnig á að áður en hann
kom heim árið 2012 hafði hann verið í 14 ár úti. Hann lýsir því
hvernig hann hafi vanist kerfinu á Yale-háskólasjúkrahúsinu.
Ríkari stuðningur sé frá spítalanum sjálfum ytra en hér heima,
bæði frá deildum og háskólanum.
„Við fjölskyldan vorum á mörkunum að vera áfram heima. En
við ákváðum að slá til þegar mér var boðið að koma út aftur og
taka við þessum lokuskurðlækningum.“ Hann hafi séð leið til að
vaxa í starfi, verða yfirlæknir á deildinni, sem hann svo varð árið
2017.
„Lífsstíll hjartaskurðlækna í Bandaríkjunum er góður. Þótt
við vinnum mikið hefur maður það gott. Tækifæri til rannsókna
fundust mér fleiri en á Íslandi og framgangur í Yale-háskóla var
að mörgu leyti einfaldari en framgangur við læknadeild Háskóla
Íslands,“ segir hann.
„Mér fannst gott að vera og vinna heima á Íslandi. Margt
gott fólk þar og í rauninni góð þjónusta sem boðið er upp á á
Landspítala,“ segir hann en viðurkennir um leið að honum hafi
þótt erfitt að aðlagast lífinu aftur heima eftir svona langa veru
erlendis.
V I Ð T A L
Arnar Geirsson, yfirlæknir hjartaskurðdeildar Yale, segir míturlokuaðgerðir sem
gerðar eru með da Vinci Xi-þjarka á þessu virta háskólasjúkrahúsi í Bandaríkjunum
flýta bata sjúklinga svo um munar enda inngripið mun minna en með skurðaðgerð.
Læknablaðið ræddi við Arnar um starfið, aðgerðirnar og tímann þegar hann kom
heim og starfaði á Landspítala
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Betri útkoma með þjarka
en með opinni skurðaðgerð
á hjartalokum
Hlustið á viðtalið
á hlaðvarpi
Læknablaðsins