Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2020, Side 40

Læknablaðið - nov. 2020, Side 40
534 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 V I Ð T A L „Það var með blendnum hug þegar ég sagði upp yfirlæknisstöðunni á bráða- móttöku Landspítala til að geta sinnt Kerecis meira. Bæði af því að mér finnst mjög gaman að vinna á bráðamóttökunni og gaman að því að vera í teymi þar og sjá sjúklinga,“ segir Hilmar Kjartansson, bráðalæknir og einn stofnenda Kerecis. Hann ákvað að grípa tækifærið og freista þess að breyta því hvernig þrálát sár eru meðhöndluð á heimsvísu. Hann sinnir nú hlutastarfi á bráðamóttökunni. „Það er afar góð tilhugsun að geta hugs- anlega haft áhrif á læknisfræði framtíðar- innar.“ Kerecis hóf starfsemi árið 2013 en fyrir- tækið framleiðir afurðir byggðar á affrum- uðu þorskroði, sem hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru notaðar til meðhöndl- unar á þrálátum sárum og brunasárum. Kerecis hefur sprungið út síðustu misseri. Starfsmenn eru 130, þar af 50 hér á landi, bæði í Reykjavík og Ísafirði, 6 í Sviss og Þýskalandi og aðrir 6 í Arlington í Texas í Bandaríkjunum. Rekstrartekjur fyrirtækis- ins námu hátt í 3 milljörðum króna í fyrra sem var tvöföldun milli fjárhagsára. Í sóttkví eftir Armeníuför Hilmar er í sóttkví þegar Læknablaðið ræðir við hann eftir að hafa sinnt stríðshrjáð- um mönnum sem börðust um Nagorno- Karabakh í Suður-Kákasus; svæði sem er bitbein Armena og Asera. Hilmar fór ekki einn. Með í för var Stephen Jeffery, lýtalæknir og undirofursti í breska hern- um. Þeir meðhöndluðu bæði bruna- og sprengjusár með roðgræðlingum Kerecis, sáraroði unnu úr þorskroði, sem lagt er í sárið og aldrei tekið af. Svokölluð gjafa- húð. „Það er sorglegt og átakanlegt að sjá alla þessa ungu menn í blóma lífsins með þessa alvarlegu áverka,“ segir Hilmar sem flaug til Jerevan í Armeníu í gegnum Var- sjá og Minsk í Hvíta-Rússlandi. Hann kom heim í gegnum Beirút og London. Tilgang- ur ferðarinnar var að kenna armenskum læknum rétta notkun á sáraroðinu. Þeir Jeffery störfuðu í þrjá daga við aðgerðir á tveimur spítölum ytra og sinntu alvarleg- um áverkum armensku hermannanna. „Þarna sáum við 90 hermenn með sprengjuáverka, opin beinbrot og skaða á mjúkvefjum á öðrum spítalanum og brunadeild annars spítala var svo full af brenndum og særðum hermönnum,“ segir hann. „Ég hef séð viðlíka áverka í Ástral- íu, Nýja-Sjálandi og hér á landi í þjálfun minni en ekki í þessum mæli.“ Rætur ferðarinnar liggja í heimsókn Armena hingað til lands í janúar, þar sem sáraroðið var kynnt fyrir fulltrúum þaðan. Þeir hafi síðan kallað eftir roðinu þegar stríðið skall á. Hann hafi ekki séð tilgang með því nema að þeir fengju kennslu í meðferðinni. „Ég fékk því leyfi hjá konunni minni og Jóni Magnúsi, yfirmanni mínum á bráða- móttökunni. Bráðalæknirinn í mér er víst alltaf tilbúinn að bregðast við.“ Vöruþróun skilar árangri Hilmar segir það hvetja þá til dáða hve vel hafi gengið með vöruþróun fyrirtækisins. Vörulína Kerecis sé nú í þróun og henni sé meðal annars ætlað að styrkja sinar, hlúa að taugum og hjálpa til eftir aðgerðir í munnholi. Þannig sé margt nýtt á teikniborðinu. Hann segir að Kerecis hafi notið góðs af íslensku styrkjakerfi og straumhvörf hafi svo orðið þegar banda- ríski herinn hafi veitt fyrirtækinu styrki, fyrst árið 2014 fyrir útlimaáverka, 2016 fyrir brunarannsóknir og svo þann þriðja í þessum mánuði fyrir frekari þróun með- ferðar við alvarlegum útlimaáverkum. „Þetta eru þær sáragerðir sem við Stephen Jeffery hjálpuðum armensku læknunum við. Ég hef fengið að sjá mynd- ir nú viku síðar og það er ótrúlegt að sjá Hilmar Kjartansson, bráðalæknir og einn stofnenda Kerecis, segir að hann geti vel hugsað sé að snúa alfarið á bráðamóttökuna aftur ef ævintýrið í kringum líftækni- og lækningafyrirtækið klárist ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Í sóttkví eftir að hafa sinnt stríðshrjáðum hermönnum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.