Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 45

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 45
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 539 Helgi segir að það sé athyglisvert að reyna að lýsa því hvernig honum hefur liðið á tímum COVID, því honum hafi liðið ágætlega, þótt hann hafi fengið COVID-sýkinguna í mars. „Einkennin voru höfuðverkur, harðsperrur (ég hélt ég hefði tekið aðeins of hart á því í jóga- tímanum skömmu áður) og smávegis hósta.“ Það var ekki fyrr en á þriðja degi sem ég tók eftir að lyktarskynið var alveg farið. Í mars var það ekki komið í sjúk- dómseinkennin, en ég hafði tekið eftir tísti frá ENT UK um að það væri algengt, þannig að ég og maðurinn minn fórum í sóttkví.“ Hann segir þá báða hafa verið þreyttari en venjulega og að hann sjálfur hafi ekki getað hlaupið sína venjulegu 10 kílómetra, heldur bara komist í 5. „Síðan batnaði þetta allt á næstu tveimur vik- um, nema lyktarskynið. Sex mánuðum seinna er það að komast hægt og sígandi aftur í lag, en ég fann enga lykt eða bragð samtals í 6 vikur.“ Ekki hræddur við að ferðast Annars segir Helgi að undanfarið hálft ári hafi verið nokkuð þægilegt. „Það var ekki mikið um utanlandsferðir, en við komumst heim til Íslands í 10 daga í sumar áður en hertar aðgerðir tóku aftur gildi við landamærin þar. Ég hef ekki verið hræddur við að ferðast um, er með mótefni gegn veirunni og þrátt fyrir einstaka endursýkingu í veröldinni tel ég það ólíklegt.“ Grétu yfir andláti þeirra sem dóu einir Varðandi starfið og álag í heimsfaraldr- inum segir Helgi að mars og apríl hafi verið býsna erfiðir. „Við breyttum vakta- fyrirkomulaginu okkar, fórum á fastar vaktir og opnuðum 17 rúma gjörgæslu á PACU-deildinni okkar á St Mary ś sjúkrahúsinu í Paddington. Í febrúar vor- um við með allt að 16 rúm fyrir sjúklinga í öndunarvél, en í apríl voru þar 60 rúm! Við notuðum svæfingarvélar okkar og alla svæfingalækna í gjörgæslunni, nema þrjár skurðstofur fyrir neyðarskurð. Við sáum um starfsfólk okkar, einn hjúkr- unarfræðing og eina konu sem var ræsti- tæknir sem við þekktum. Ég mun aldrei gleyma samtalinu við skyldfólk hennar þegar hún var nær dauða en lífi. Það var erfiðast held ég, að enginn gat heimsótt og við vorum fjölskylda þeirra á þeirra síðustu stundum. Við strukum þeim um hárið og grétum yfir andláti þeirra.“ Hjarðónæmi talsvert í London Bylgja smita náði síðan lágmörkum aftur í London í maí og Helgi segir sumarið hafa verið nokkuð auðvelt. „Við byrjuð- neytis við aðra, veitingastaðir, leikvellir og almenningsgarðar voru lokaðir og bannað að ferðast nema nokkrar mílur frá heimilinu. Fólk sætti sig við þetta og viðvarandi höml- ur allt árið. Á Íslandi virðist mér úr fjarlægð sem fólk sé í meira uppnámi. Nú er þó greinilega komið að mörkum þolgæðis hjá þeim hópum sem verst fara út úr aðgerðum hér úti svo að smitin halda áfram. Í Bretlandi hefði verið hægt að hefja fram- leiðslu veiruprófa, hlífðarbúnaðar og lyfja á fyrri helmingi ársins, framleiðslugetan er fyrir hendi eins og í Þýskalandi sem fór þá leið. Í báðum bylgjum hefði mátt grípa fyrr inn í með hömlum. Svo er ekki enn komið á viðunandi smitrakningarkerfi hér, svo þar er klárlega hægt að bæta margt. Í rauninni vildi ég óska að Bretar og flestir aðrir hefðu staðið sig jafn vel og Íslendingar. Þótt önnur bylgja komi á Íslandi virðast viðbrögðin markviss, kerfið verður ekki yfirþanið og stjórn náðst á útbreiðslu smita.“ Í Bretlandi hafi viðkvæmir hópar, hvort sem það er fjárhagslega, vegna annarra sjúk- dóma eða félagslega, ekki hlotið nægilega vernd, eins og Guðrún bendir á að sjáist á seinkun krabbameinsaðgerða, versnun geðsjúkdóma og aðbúnaði fátækra barna. „Svo að Íslendingurinn í mér vill helst grípa næstu pönnu til að berja á og fá einhverja aðra til að stýra viðbrögðum. En best hefði nú verið ef ríku löndin hefðu sýnt ábyrgð heima fyrir og utanlands, þá væri þetta kannski búin bóla.“ Eigum öll þessa sameiginlegu reynslu Mesta lærdóminn af heimsfaraldrinum vegna COVID-19 veirunnar segir Guðrún að hún hafi hreinlega fyllst auðmýkt við að sjá hvernig hægt er að vinna saman að markmiðum ef vilji sé fyrir því. „Á spítölum var öllu snúið við, verkferlum breytt, fólk tók að sér ný störf og fólk leysti ágreinings- mál. Stórir spítalar og stórt heilbrigðiskerfi eins og NHS (National Health Service) er æði oft fast í hjólförum. Þetta var jú einu sinni heimsveldi. En eftir þetta eigum við öll þessa sameiginlegu reynslu. Ég vona að við munum líka eftir því hvernig við getum sameiginlega brugðist við og breytt hlutum til að sinna fólkinu okkar betur.“ Helgi Jóhannsson svæfingalæknir í London
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.