Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2020, Page 49

Læknablaðið - Nov 2020, Page 49
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 543 Andmælendur voru Robert Unwin, prófessor við University College í London, og Hans Tómas Björnsson, prófessor við læknadeild HÍ. Umsjónarkennari var Viðar Örn Eðvarðsson pró- fessor og leiðbeinandi Ólafur Skúli Indriðason sérfræðilæknir við Landspítala. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Patrick Sulem, læknir og yfirmaður klínískrar mannerfðafræði hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Dawn S. Milliner, prófessor við Mayo Clinic College of Medicine, Rochester, Minnesota í Bandaríkjunum. Ágrip af rannsókn Adenínfosfóríbósýltransferasa (APRT)-skortur er sjaldgæfur Doktorsvörn frá Háskóla Íslands Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir varði doktorsritgerð sína í læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands 21. ágúst síðastliðinn. Ritgerðin heitir Adenínfosfóríbósýltransferasa- skortur: Algengi og afdrif sjúklinga Hvað ertu að lesa og eða horfa á? Ég er nýbyrjuð að lesa bókina Attending – Medicine, Mindfulness and Humanity eftir Ronald Epstein og hlakka til framhaldsins. Ég er ákaflega lélegur sjónvarpsiðkandi en horfði síðast á heimilda- myndina The Social Dilemma með unglingnum á heimilinu. Hversu erfitt er að verða doktor á skalanum 1-10? Námið var áhugavert, gefandi og afar krefjandi og ég naut mikils stuðnings frá leiðbeinendum og fjölskyldu. Allajafna var álagið á bilinu 5-6, en auðvitað komu mikil álagstímabil inn á milli, sér- staklega samhliða fullu starfi – þá var það ansi nærri 10! Það var þó yfirleitt alltaf auðvelt, sama á hverju gekk, að upplifa sterkt hversu mikil forréttindi það eru að fá að uppfylla þessa drauma mína. Hvað er framundan í námi og starfi? Ég starfa sem sérnámslæknir á lyflækningasviði Landspítala en hygg á frekara sérnám erlendis, sem verður vonandi á næsta ári. Hvað yrði þitt fyrsta verk sem forstjóri Landspítala? Það er að mínu mati brýnast að bæta kjör og starfsskilyrði um- önnunarstétta, sérstaklega hjúkrunarfræðinga, og ég myndi reyna að beita mér fyrir því. Hvert ætlar þú í næsta fríi? Það er erfitt að ímynda sér ferðalög í náinni framtíð, en mestu máli skiptir að geta notið samvista við mína nánustu. Annars er París efst á lista eftir að hafa verið þar í rannsóknarnámi sumarið 2019 og ég þrái að komast þangað aftur. Hvað segir doktorsefnið? Hrafnhildur í hópi andmælenda sinna og leiðbein- enda við doktorsvörnina, - frá vinstri: Engilbert, Ólafur Skúli, Robert, Hans Tómas og Viðar. Mynd/Gunnar Sverrisson víkjandi erfðasjúkdómur sem hefur í för með sér myndun mikils magns af 2,8-díhýdroxýadeníni (DHA) sem fellur út í nýrum og veldur þvagfærasteinum og kristallanýrnameini er leitt getur til nýrnabilunar. Lyfjameðferð með oxídóredúktasa (XOR)-hemlun- um allópúrinóli og febúxóstati dregur úr DHA-myndun og mild- ar afleiðingar sjúkdómsins. Markmið rannsóknarverkefnisins voru að kanna algengi APRT-skorts, framrás nýrnasjúkdómsins, áhrif lyfjameðferðar og endurkomu kristallanýrnameins eftir ígræðslu nýra. Ennfremur að rannsaka gagnsemi nýrrar aðferðar til að mæla DHA í þvagi sem byggir á háhraðavökvaskilju tengdri tvöföldum massagreini. Doktorsefnið Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir lauk bakkalárgráðu 2013 og embættisprófi vorið 2016 frá læknadeild Háskóla Íslands. Að loknu kandídatsári hóf hún sérnám í almennum lyflækningum á Landspítala.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.