Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2020, Page 58

Læknablaðið - Nov 2020, Page 58
Ólafur Már Björnsson augnlæknir Súlutindar Þegar hjólaferð til Ítalíu féll niður í lok ágúst fórum við Jón Örvar Kristinsson, meltingarlæknir, Hrönn Harðardóttir, lungnalæknir ásamt konu minni Þóru Þórisdóttur inní Núpsstaðarskóg. Þar gengum við á Súlutinda vestan við Skeiðarárjökul. Hér má sjá Jón Örvar á leið uppá blátindinn. Ísland uppá sitt besta. Jón Baldursson bráðalæknir Jökulkrókur Ef maður vill komast burt úr smithættu er þetta tilvalinn staður. Jökulkrókur austan und- ir Langjökli inn af Þjófadölum. Þangað leggja fáir leið sína þótt ekki sé þetta langt frá gamla Kjalvegi. Við hjónin erum sjálfboðaliðar á vegum Jöklarannsóknafélagsins og mældum stöðuna á þessum jökulsporði seint í ágúst í sumar. Þegar við komum þarna fyrst fyrir tutt- ugu árum sást rétt í kollinn á höfðanum sem nú klýfur sporðinn. Á tveimur áratugum hefur sporðurinn hopað sem nemur hátt á sjötta hundrað metrum. Heimurinn er hverfull. Ljósmyndir lækna frá COVID-19-sumrinu 2020 Uppskeran af sumarmyndum er gríðarleg, – og læknar reiðubúnir til að deila þeim með kollegum sínum. Ef allt fer sem horfir um plágur og smit verður gamla auglýsingaslagorðið ÍSLAND, SÆKJUM ÞAÐ HEIM enn í fullu gildi næsta sumar og við getum glatt okkur við að búa á „stórustu“ eyjunni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.