Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 3

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 3
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 389 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Margrét Ólafía Tómasdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Sólveig Jóhannsdóttir solveig@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1850 Prentun og bókband Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scop- us og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Fleiri fá hjálp vegna ópíóíðafíknar 185 einstaklingar eru í lyfjameðferð við ópíóíða- fíkn á göngudeildinni á Vogi. „Þeir hafa aldrei verið fleiri,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Hún hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagn- vart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna nú í kórónuveirufaraldrinum. Samtalið opni á möguleikann til að grípa inn í vandann. „Síðustu ár hefur ópíóíðaneysla aukist,“ segir hún. „Fleira fólk glímir við vanda vegna sterkra verkjalyfja: contalgíns, oxycontíns, tramadóls og kódeinlyfja. Flestir taka lyfin inn en við sjáum merki þess að fleiri reyki þau en áður.“ Hér á landi noti flestir lyfseðilsskyld lyf, en erlendis skipi heróín neytendur einnig hópinn. Hún segir fólkið mjög lasið. „Það kemur tvöfalt oftar í endurmeðferð. Er mjög veikt og við sjáum í vaxandi mæli yngra fólk í hópnum. Fólk á milli tvítugs og þrítugs.“ Fólkið sé í lyfjameðferð við fíkn sinni og nái þannig bata. Valgerður segir mikilvægt í þessum heimsfar- aldri að ríkið standi þétt við bak meðferðarstofn- ana. Þótt enn hafi ásóknin ekki aukist í þjónustuna sé ljóst að óvissan sem fylgi faraldrinum hafi aukið á vanda margra. Fólk sinni ekki daglegri rútínu, sé mikið heima. „Við sjáum margt fólk á miðjum aldri núna sem hefur drukkið á hverjum degi í mjög langan tíma,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af framhaldinu. Margir hafa verið í biðstöðu og vandinn versnað.“ Hún tekur þó fram að aðgerðir yfirvalda sem skerða aðgengi að vímugjöfum hafi haft góð áhrif á samfélagið. „Fjöldatakmarkanir og lokanir hafa meðal annars fækkað tækifærum til skemmtana með áfengi.“ Áhugavert væri að sjá rannsóknir á heildaráhrifunum. „Ég tel að þessar aðgerðir séu mjög áhrifamiklar. Þær hafa mikil áhrif á heildina.“ Valgerður er hugsi yfir tvískinnungnum sem henni finnst birtast í heimsbaráttunni gegn COVID-19. „Hin stórkostlegu viðbrögð við far- aldrinum kalla á að fólk vakni líka af sinnuleysi gagnvart ýmsum vímugjöfum sem leggja fleiri en faraldurinn ár hvert,“ segir hún. „Það sem af er ári hafa 800.000 látist úr COVID-19. Heimurinn hefur snúist á hvolf vegna veirunnar. Á ári hverju deyja 8 milljónir af tóbaksreykingum og þrjár milljónir úr ofneyslu áfengis samkvæmt töl- um frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En við erum samdauna því og afar lítil stemmning til að taka á þeim vanda með samtakamætti heimsins.“ Árið hefur verið afar róstusamt á meðferðar- stofnuninni. Óvæntar uppsagnir leiddu til þess að hún sagði sjálf upp en dró síðar uppsögn til baka vegna áskorana starfsfólks. Þá urðu, að segja má, kynslóðaskipti þegar Þórarinn Tyrfingsson, fyrr- verandi yfirlæknir og formaður SÁÁ, náði ekki kjöri til formennsku samtakanna heldur Einar Hermannsson, og ný framkvæmdastjórn samtak- anna tók við í júlí 2020. „Langflest erum við í þeim gír að standa saman og sinna okkar verkefni betur og betur,“ segir Valgerður. Tíminn hafi verið lýjandi fyrir alla og óvissan tekið á. Þau haldi sínu striki. „Já, við starfs- fólkið erum mjög brött og hlökkum til að halda áfram í okkar verkefnum.“ Tveggja metra reglan, fjarfundabúnaður og fjöldatakmarkanir hjálpi þeim að sinna sjúk- lingunum áfram þótt rekstur stofnunarinnar verði krefjandi í vetur vegna niðurskurðar og tekju- missis. Enn hafi til að mynda ekki tekist að selja álfinn, sem venjulega hafi skilað tugum milljóna í reksturinn. Samþykkt hafi verið í vor að skera enn frekar niður, eða um 125 milljónir króna. Með- ferðarþjónusta þeirra sé mikilvæg nú þegar huga þurfi að geðheilbrigði og heilsu landsmanna. „Þjónusta SÁÁ er mjög mikilvægur og stór hlekkur í velferðarþjónustunni allri,“ segir hún. „Svo sannarlega finnst mér að yfirvöld eigi að veita okkur ennþá meiri athygli og tryggja okkar þjón- ustu.“ Valgerður var í fríi þegar blaðið náði tali af henni. Hún segir krefjandi tíma framundan í rekstri SÁÁ. Mynd/Flavio Paltenghi Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna. Þau sjái fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir COVID-19-faraldurinn og metfjöldi fái nú lyf við ópíóíðafíkn ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ▼ PP -X A R- IS -0 02 6- 1 M aí 2 02 0 X A R I0 0 0 2 – B ilb o*án lokusjúkdóms. **ROCKET AF. NOAC = Segavarnarlyf til inntöku sem ekki eru K-vítamínhemlar. Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto, nóvember 2019 . 2. Samantekt á eiginleikum lyfs Pradaxa, Eliquis, Lixiana. Verkun og öryggi Xarelto, saman- borið við önnur NOAC lyf, hafa verið rannsökuð í sjúklingaþýði:1, 2** • með meiri hættu á heilaslagi • þar sem 40 % voru með sykursýki Verndaðu það sem er dýrmætt sjúklingum með gáttatif* og sykursýki DÝRMÆTAR STUNDIR Sagan er ekki endilega ný. En þetta er sagan hans afa. XARI0002_Xarelto_SPAF_A4_IS.indd 1 2020-05-18 10:19

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.