Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 9

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 9
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 395 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Thor Aspelund tölfræðingur Miðstöð lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands – Hjartavernd thor@hi.is Það sem ég tala um þegar ég tala um COVID-19 What I talk about when I talk about COVID-19 Thor Aspelund PhD Statistician University of Iceland – Centre of Public Health Sciences Icelandic Heart Association Hvernig er hægt að vera viss um að sigra faraldur? Hvað þarf eiginlega til? 10.17992/lbl.2020.09.594 Menningarnótt 2020 féll í skugga kórónuveirunn- nar og Reykjavíkurmaraþonið féll niður. Þetta hefur verið mikilvægur viðburður í fjölskyldulífinu. Ekki var mikið talað um hlaup,1 en því meira um farald- ur sjúkdómsins COVID-19 sem veiran SARS-CoV-2 veldur. Hann hófst á Íslandi með fyrsta greinda til- fellinu 28. febrúar 2020. Ég mun alltaf muna þessa dagsetningu. Ártalið 2020 mun svo seint gleymast. Það verður fyrir okkur eins og 1918 fyrir fyrri kyn- slóðir. Ártal tengt við spænsku veikina og aðrar hörmungar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði sam- band við Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor og samstarfsmann minn í Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands 12. mars þegar tilfellin voru komin yfir 100. Hugmyndin var að ræða aðkomu okkar að því að spá í hvert stefndi og um álag á heil- brigðiskerfið. Konan mín, sem er læknir, hafði spurt mig mánuði áður hvort ég þyrfti ekki að skoða þennan faraldur. Hún hafði verið hugsi yfir grein kínverska sendi- herrans á Íslandi í Morgunblaðinu 8. febrúar sem bar titilinn: „Fullviss um fullnaðarsigur í baráttunni við kórónuvírusinn.“2 Hvernig er hægt að vera viss um að sigra faraldur? Hvað þarf eiginlega til? Maður var grunlaus um heimsfaraldur. Tveimur árum áður, eða 11. mars 2018, hafði ég samt fylgt lækni og prófessor við HÍ um Þjóðminjasafnið með syni mínum á 13. ári og fengið eftirminnilegan fyrirlestur um spænsku veikina. Man líka að meðalaldurinn í salnum snar- lækkaði þegar við feðgar gengum inn. En ákveðið var að halda fund. Einmitt 12. mars hafði grein birst í forsal medrxiv.org sem kallað- ist „Generalized logistic growth modeling of the COVID-19 outbreak in 29 provinces in China and in the rest of the world.“3 Greinin sýndi svipaða hegð- un faraldursins í Kína og Suður-Kóreu. Fyrstu bylgju var þá lokið í Kína og Suður-Kórea var á niðurleið. Þetta gaf von um að faraldurinn á Íslandi mundi geta fylgt hliðstæðri braut, það er fylgt lógístískum vexti. Ef stjórn næðist. Þessu má líkja við vaxtarferil barna. Hvert land ætti að eiga sinn feril ef stjórn næðist á faraldrinum. Ef land beygði af ferlinum væri það vísbending um að það gengi miður vel. Alveg eins og hjá barni sem beygir af „kúrfu“. Verkefnið mundi kalla á að nálgast gögn annarra landa og nota þau til að meta mögu- lega vaxtarferla og setja feril faraldursins á Íslandi í samhengi. Þetta fellur undir hugmyndafræðina um stigveldislíkön (hierarchical models). Ég tengdi við hliðstæðuna frá rannsóknum í Hjartavernd á far- aldri kransæðasjúkdóma sem gekk niður í svipuðum takti hér og í þeim löndum sem tóku til aðgerða gegn sjúkdómnum með innleiðingu lýðheilsuaðgerða.4 Brynjólfur Gauti Jónsson tölfræðinemi og starfs- maður við Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindastofn- unar HÍ og í rannsóknarverkefni hjá Hjartavernd vann hratt með líkön og gögn og setti þau fram á myndrænan hátt. Brynjólfur var að vinna með Birgi Hrafnkelssyni prófessor í tölfræði við Raunvísinda- deild HÍ með stigveldislíkön. Honum fannst eðlilegt að setja verkefnið í þann farveg strax. Skemmst er frá því að segja að til varð stigveld- is-spálíkan á nokkrum dögum. Það var kynnt fyrir ríkisstjórninni og þríeykinu þann 19. mars í stjórn- arráðinu. Fyrsta spáin var frekar lág um líklegan fjölda, eða undir 1000 greind smit með efri mörk við rúmlega 2000. Forsætisráðherrann okkar, Katrín Jakobs dóttir, treysti varlega spánni um fjöldann samkvæmt líklegustu spá. Enda tók faraldurinn svo kipp næstu daga. Hins vegar var alltaf skilningur á óvissunni og að spár yrðu uppfærðar hratt með nýjum gögnum. Enginn vanmat hættuna og þríeyk- ið miðaði aðgerðir við efri mörk. Næstu daga voru aðgerðir hertar með 20 manna samkomutakmörkunum þann 24. mars. Um viku eftir það var far- aldurinn kominn á ákveðna braut og hljómaði spáin 2. apríl uppá væntanlega fjölda greindra smita um rúmlega 1800 manns. Það varð raunin við lok fyrstu bylgju í maí 2020. Mikilvægt er að hafa í huga að án aðgerða hefðu veikindi og dauðsföll á Íslandi getað nálgast hliðstæðu við spænsku veikina 1918 samkvæmt sviðsmyndum frá Imperial College.5 Spá fyrir álag á heilbrigðiskerfið varðandi inn- lagnir og gjörgæslu reyndist góð. Hins vegar urðu færri inniliggjandi en við spáðum. Þetta frávik frá „kúrfu“ tókum við sem merki um árangur COVID- göngudeildar Landspítala við að sinna þeim sem voru veikir og forða þeim frá innlögn. Það gekk vel að spá um framgang faraldursins á Íslandi af því að gagnaflæði var gott og mælingar sem Íslensk erfðagreining gerði sýndu að ekki var mikið um samfélagssmit umfram það sem var greint hjá fólki með einkenni á Landspítala. Faraldurinn fylgdi kúrfu. Ég bíð spenntur eftir bóluefninu til að geta hlaup- ið í kös á meðal 1000 þátttakenda í Reykjavíkurmara- þoni og talað um hlaup á Menningarnótt. alvogen.is RIZATRIPTAN ALVOGEN FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN VIÐ MÍGRENI INNIHELDUR RIZATRIPTAN HRÖÐ VERKUN MUNNDREIFITÖFLUR Í LAUSASÖLU Rizatriptan 10 mg, munndreifitöflur, 2 stk. Virkt efni: Rizatriptan. Ábending: Bráð meðferð við höfuðverk tengdum mígreniköstum, með eða án fyrirboða fyrir fullorðna. Taka skal Rizatriptan Alvogen eins fljótt og hægt er eftir að mígreniseinkenni byrja. Ekki skal nota lyfið fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir mígrenikast. Ekki taka meira en tvo skammta af Rizatriptan Alvogen á sólarhring. Það eiga einnig að líða minnst 2 klst. á milli skammta. Ef ástandið versnar, skal leita til læknis. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. K O N T O R R E Y K J A V IK / R IZ .L .A .2 0 2 0 .0 0 0 7 .0 1 FÆST NÚ ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI Heimildir 1. Murakami H. Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup: endurminningar. Benedikt bókaútgáfa, Reykjavík 2016. 2. Zhijian J. Fullviss um fullnaðarsigur í baráttunni við kórónuvírusinn. Morgunblaðið 2020: 8. febrúar. 3. Wu K, Darcet D, Wang Q, Sornette D. Generalized logistic growth modeling of the COVID-19 outbreak: comparing the dynamics in the 29 provinces in China and in the rest of the world. Nonlinear Dynamics. 2020. 4. Andersen K, Aspelund T, Guðmundsson EF, et al. Yfirlitsgrein. Úr gögnum Hjartaverndar: Faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi í hálfa öld. Læknablaðið 2017; 103: 411-20. 5. Walker PGT, Whittaker C, Watson OJ, et al. The impact of COVID-19 and strategies for mitigation and supp- ression in low- and middle-income countries. Science 2020; 369: 413.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.