Læknablaðið - sep. 2020, Side 11
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 397
Samanburður á greiningu og meðferð
ífarandi brjóstakrabbameina
milli Íslands og Svíþjóðar
Heimildir: 1. ELIQUIS (apixaban). Samantekt á eiginleikum lyfs. 2. Agnelli et al. New
England Journal of Medicine 2013;369:799-808
3. Agnelli G et al. New England Journal of Medicine 2013;368:699-708
PP-ELI-EUR-1499 / PP-ELI-DNK-0326 / PFI-20-03-01 Mars 2020
MEÐFERÐ OG FORVÖRN GEGN
ENDURTEKINNI SEGAMYNDUN:
HVAÐA ATRIÐI SKIPTA ÞIG MÁLI VARÐANDI
VERKUN OG ÖRYGGI?
Veldu bæði verkun og öryggi með ELIQUIS
Byrjaðu og haltu áfram með ELIQUIS, bæði sem meðferð og sem forvörn gegn
endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og/eða lungnasegareki (DVT/PE)1
Meðferð til inntöku, hraður verkunarháttur og ekki þörf á að hefja meðferð með LMWH stungulyfjum1
• Meðferð við DVT/PE: ELIQUIS sýnir marktæka áhættuminnkun hvað varðar meiriháttar blæðingar
í samanburði við enoxaparín/warfarín og sambærilega verkun2
• Forvörn gegn endurteknu DVT/PE: ELIQUIS sýnir marktæka yfirburði verkunar í samanburði við lyfleysu
og sambærilega tíðni meiriháttar blæðinga3
Inngangur
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem greinist hjá
konum í öllum heiminum.1 Árin 2012-2016 greindust að meðal-
tali 211 konur á ári með brjóstakrabbamein á Íslandi, og í Svíþjóð
greindust að meðaltali 7240 konur. Nýgengi brjóstakrabbameina
er sambærilegt á Íslandi og í Svíþjóð en brjóstakrabbamein eru
um 27% af öllum greindum krabbameinum í konum á Íslandi og
í Svíþjóð.
Brjóstakrabbamein hjá körlum eru um 1% allra greindra
brjóstakrabbameina á ári og á tímabilinu 2012-2016 greindust að
meðaltali þrír karlar á ári með brjóstakrabbamein á Íslandi og 48
í Svíþjóð. Nýgengi brjóstakrabbameina hefur farið hækkandi síð-
ustu áratugi, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Dánartíðni var nokkuð
stöðug þar til á tíunda áratug síðustu aldar en hefur síðan farið
lækkandi.2,3
Lækkandi dánartíðni má meðal annars rekja til bættrar með-
ferðar og þess að meinin greinast fyrr vegna hópleitar.4 Í Svíþjóð
hófst hópleit 1986 en þar er konum á aldrinum 40-74 ára boðið í
röntgenmynd af brjóstum á 18-24 mánaða fresti.5 Á Íslandi hófst
skipulögð leit að brjóstakrabbameini hjá Krabbameinsfélagi Ís-
lands árið 1987 þar sem konur á aldrinum 40-69 ára eru boðaðar í
röntgenmynd af brjóstum á tveggja ára fresti.6,7
Á Íslandi eru horfur þeirra sem greinast með brjósta krabbamein
sambærilegar við horfur þeirra sem greinast í Svíþjóð en 5 ára
hlutfallsleg lifun kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í
báðum löndum er um 90%.2,3 Horfur íslenskra kvenna sem grein-
ast með brjóstakrabbamein eru því góðar en þar sem ekki hafði
Lilja Dögg Gísladóttir1 læknanemi
Helgi Birgisson3 læknir
Bjarni A. Agnarsson1,2 læknir
Þorvaldur Jónsson2 læknir
Laufey Tryggvadóttir1,3 faraldsfræðingur
Ásgerður Sverrisdóttir2 læknir
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala, 3Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags
Íslands.
Rannsóknin var unnin við Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags Íslands.
Fyrirspurnum svarar Lilja Dögg Gísladóttir, ldg5@hi.is
Á G R I P
TILGANGUR
Rannsóknin var liður í innleiðingu gæðaskráningar brjóstakrabba-
meina á Íslandi og markmiðið að bera saman greiningu og meðferð
ífarandi brjóstakrabbameina á Íslandi og í Svíþjóð.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Upplýsingar um alla einstaklinga sem greindust með ífarandi
brjóstakrabbamein á Íslandi 2016-2017 fengust frá Krabbameins-
skrá. Breytur úr sjúkraskrám voru skráðar í eyðublöð í Heilsugátt að
fyrirmynd sænsku gæðaskráningarinnar og voru niðurstöður bornar
saman við niðurstöður fyrir ífarandi brjóstakrabbamein af heimasíðu
sænsku krabbameinsskrárinnar. Notað var tvíhliða kí-kvaðrat-próf til
að bera saman hlutföll.
NIÐURSTÖÐUR
Á rannsóknartímabilinu greindust 486 ífarandi brjóstakrabbamein
á Íslandi og 15.325 í Svíþjóð. Hlutfallslega færri 40-69 ára konur
greindust við hópleit á Íslandi (46%) en í Svíþjóð (60%) (p<0,01). Á
Íslandi voru haldnir heldur færri samráðsfundir fyrir fyrstu meðferð
(92%) og eftir aðgerð (96%) miðað við Svíþjóð árið 2016 (98% og 99%)
(p<0,05) en ekki var marktækur munur 2017. Varðeitlataka var gerð í
69% aðgerða á Íslandi en í 94% aðgerða í Svíþjóð (p<0,01). Ef æxlið var
≤30 mm var á Íslandi gerður fleygskurður í 48% tilvika en í 80% tilvika í
Svíþjóð (p<0,01). Á Íslandi fengu 87% geislameðferð eftir fleygskurð en
94% í Svíþjóð (p<0,01). Ef eitlameinvörp greindust í brottnámsaðgerð
þá fengu 49% geislameðferð eftir aðgerð á Íslandi en 83% í Svíþjóð
(p<0,01).
ÁLYKTANIR
Marktækur munur er á ýmsum þáttum greiningar og meðferð-
ar ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar. Með
gæðaskráningu brjóstakrabbameina á Íslandi er hægt að fylgjast með
og setja markmið um ákveðna þætti greiningar og meðferðar í því skyni
að veita sem flestum einstaklingum bestu meðferð.