Læknablaðið - sep. 2020, Side 18
404 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
T I L F E L L I M Á N A Ð A R I N S
Svar við tilfelli mánaðarins
Glákusjúklingar eru misleitur hópur þar sem sjúkdómurinn grein-
ist á misalvarlegu stigi, þróun sjónsviðstaps er mishröð og svörun
við meðferð einstaklingsbundin. Það er því klínísk áskorun að
velja meðferð og núgildandi klínískar leiðbeiningar leggja áherslu
á einstaklingsmiðaða meðferð.1,2 Lyfjameðferð er oftast fyrsta
úrræði en þegar lyf duga ekki eða þegar gláka er langt gengin er
skurðaðgerð beitt. Niðurstöður nýlegrar samanburðarrannsóknar
benda til þess að hjá sjúklingum með umtalsverðar sjón-
sviðsskemmdir við greiningu verði sjónsviðsskerðingin minni ef
gripið er til skurðaðgerðar fyrr í sjúkdómsferlinu.3
Alvarleiki sjónsviðsskerðingar er metinn með mean defect (MD)
tölugildi á sjónsviðsrannsókn og sjúklingar flokkaðir í þrjá hópa
eftir því. Flögnunargláka (pseudoexfoliation glaucoma) er afbrigði
gláku þar sem trefjaagnir safnast upp í fremri hluta augans og
víðar og stífla frárennsliskerfi augnvökvans og hækka þannig
Mynd 3. Tvö iStent-ígræði sem komið hefur verið fyrir í Schlemms gangi.
Mynd/María Soffía Gottfreðsdóttir
Mynd 5. Stærðarhlutföll: iStent-ígræði situr á Ahmed-ígræði sem notað er í langt
genginni gláku. Mynd/Þorkell Þorkelsson
Mynd 4. iStent-ígræði í öðru núlli hundraðkrónupenings.
Mynd/Þorkell Þorkelsson
augnþrýsting.4 Flögnunarheilkenni er mjög algengt á Norðurlönd-
um5,6 og í Reykjavíkurrannsókn Friðberts Jónassonar og félaga var
hlutfallið hátt, eða allt að 40%.7 Rannsóknir hafa sýnt að flögn-
unarheilkenni (pseudoexfoliation syndrome) er áhættuþáttur fyrir
nýgengi og versnun á gláku.8 Hér á landi er fyrr gripið inn í með
skurðaðgerð hjá sjúklingum með flögnunargláku samanborið við
sjúklinga með frumgleiðhornagláku9 en það stafar líklega af því að
þessi tegund gláku veldur oft hærri augnþrýstingi og lyfjameðferð
er oft ekki jafn áhrifarík.
Þar sem sjúklingur hafði sögu um illvíga flögnunargláku í
vinstra auga sem greindist seint, hafði undirgengist tvær hjáveitu-
aðgerðir og var með hækkandi augnþrýsting og vaxandi ský-
myndun á hægra auga var ákveðið að framkvæma skurðaðgerð.
Þar sem ekki voru komnar sjónsviðsskemmdir að ráði var ákveðið
að fjarlægja skýið og setja inn ígræði (iStent inject) í Schlemms
gang. Tvö ígræði sem komið hefur verið fyrir í Schlemm ś gangi
má sjá á mynd 3.
Miklar framfarir hafa orðið í skurðaðgerðum við gláku á síð-
ustu árum.
Flokkur aðgerða, svokallaður MIGS flokkur, (minimally invasive
glaucoma surgery), þar sem inngrip við skurðaðgerð er mun
minna og aðgerðirnar eru gerðar innan frá, hefur þróast mikið
á síðastliðnum árum. Nokkrar mismunandi aðgerðir eru fram-
kvæmdar. Val á aðgerð byggir á tegund gláku, alvarleika og aldri
sjúklings. Þá skiptir miklu máli að grípa snemma inn í sjúkdóms-
ferlið til að koma í veg fyrir alvarlegan sjónsviðsskaða og stærri
ífarandi aðgerðir síðar.
iStent er lítið ígræði, 0,23 mm x 0,36 mm, sem komið er
fyrir í Schlemms gangi. Á mynd 4 má sjá iStent-ígræðið á
hundraðkrónupeningi og endurspeglar það hversu smátt ígræðið
er. Mynd 5 sýnir iStent-ígræði og Ahmed-túpu sem komið er
fyrir auganu í illvígri gláku sem ekki hefur látið undan öðrum
aðgerðum. Vökvinn í forhólfi augans fer í gegnum iStent-ígræðið
og inn í Schlemms gang og þarf því minna af vökva að fara í
gegnum síu augans (trabecular meshwork) sem virkar ekki sem
skyldi.10 Í hverri aðgerð eru sett inn tvö iStent. Ígræðið er úr hepar-
ín-húðuðu títani sem hefur ekki áhrif á segulómun og er þetta
minnsta ígræði sem komið hefur verið fyrir í mannslíkamanum.11