Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - sep. 2020, Side 33

Læknablaðið - sep. 2020, Side 33
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 419 V I Ð T A L við Ármúla hafi um nokkurra ára skeið verið lokaðar vegna leka. Áhugavert er að DV greindi frá því í forsíðufrétt í júní 1985 að rannsóknarstofan væri í gömlu þvottahúsi og því neitaði deildin að taka á móti „ónæmistæringarsýnum“. AIDS-sýni kæmu því ekki inn fyrir dyr rannsóknar- stofunnar. Bágt ástand deildarinnar hefur því varað um langa hríð. Nú hefur hins vegar verið bætt úr húsnæðismálum auk þess sem hillir undir að deildin fari í nýtt húsnæði með nýjum spítala. „Ég á þó ekki von á því að við getum verið hér fram að því. Það er verið að huga að öðru húsnæði fyrir okkur og erfða- og sameindalæknisfræðina, því hún er líka á hrakhólum. Einn möguleikinn er svo að við verðum í húsnæði í byggingu sem kallast Gróska og er í Vatnsmýri.“ Starfsemi sem ekki er unnin á vöktum myndi þá flytj- ast þangað. „En það er ekki búið að taka ákvörðun um þetta og ég veit ekki hvort af því verður eða ekki.“ Óundirbúin heimsfaraldri En hvað breyttist á deildinni með þessum faraldri? „Við vorum því miður ekki nógu vel undirbúin undir heimsfaraldur, frekar en aðrar deildir Landspítala,“ segir Karl hreinskilnislega. „Fé til tækjakaupa hefur verið naumt skammtað frá því að ég man eftir mér. Óskalistinn hefur alltaf verið langur. Við höfum aðeins getað fengið það bráð- nauðsynlegasta. Það var erfiðast að hafa ekki fullnægjandi tækjabúnað heldur göm- ul tæki sem sum biluðu þegar mest reið á,“ segir Karl og lýsir flóknu útboðsferli hjá ríkinu. Það skili ekki alltaf ákjósanlegustu niðurstöðunni, bestu tækjunum, heldur frekar þeim ódýrustu. Hins vegar þegar bráð þörf sé á megi ríkið hverfa frá útboði. Það hafi verið gert. „Við fengum fyrsta tækið nokkuð fljótt en tæki númer tvö og þrjú eru ókomin.“ Tækið sem kemur í nóvember einangrar bæði erfðaefni og greinir þau. „Það er einnig sjálfvirkt svo við þurfum ekki eins mikinn mannskap,“ segir hann en starfs- fólki deildarinnar hefur fjölgað mjög frá því að faraldurinn hófst, eða um 20 manns, en 18 starfsmenn hafa nú flutt í húsakynni Íslenskrar erfðagreiningar. Sambland gleði og martraðar En hvernig tilfinning er að fá tækin sem barist hefur verið fyrir í mörg ár í hend- urnar svona á einu bretti? „Það er streitu- valdandi en afar gleðilegt um leið,“ segir Karl og hlær. Er þessi faraldur draumareynsla eða martröð? „Hvort tveggja,“ segir hann og hlær. „Þetta hefur verið hálfgerð martröð þegar illa gengur og krísurnar koma. En síðan þegar lausnin finnst og það rætist úr er skemmtilegt. Það skemmtilegasta við Myndir teknar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í Ármúla í sumar. Þar hefur mætt mjög mikið á starfsfólki og búnaði síðustu COVID-mánuði en nú styttist í betri aðbúnað og húsnæði. Þorkell Þorkelsson tók myndirnar. Skortur er á læknum með sérhæfingu í sýklafræði og sýkingavörnum. Þetta segir Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Erfitt er að meta hvers vegna fræðin heilla svo fáa en líklega stafar það af því að þau koma snemma fyrir í almennu læknanámi. Karl hvetur nýútskrifaða til að skoða sérnám á þessu sviði. Það gefi marga atvinnumöguleika. Sjálfur valdi hann fræðin þar sem hann hafði alltaf haft áhuga á smitsjúkdómum. „Á sínum tíma var stefnan sett á að verða sér- fræðingur í lyflækningum með smit- sjúkdóma sem undirgrein. Svo bað Arinbjörn Kolbeinsson, sem þá var yfirlæknir, mig um að koma að vinna á sýklafræðideildinni við Barónsstíg. Mér fannst starfið skemmtilegt og bjóða upp á marga möguleika.“ Hægt er að einblína á kennslu, rann- sóknir, faraldsfræði, lýðheilsu og vís- indarannsóknir. „Mér finnst það gefa starfinu gildi að vera stöðugt að fást við eitthvað nýtt.“ Hvetur lækna til að sérhæfa sig í sýklum og veirum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.