Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 34

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 34
420 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 þetta er hvað deildin er búin að afreka mikið á stuttum tíma,“ segir hann. „Deildin hefur tekið algjörum stakka- skiptum. Það er að þakka öllu starfsfólk- inu, stjórn spítalans og heilbrigðis- og upplýsingatæknideildinni sem hefur aðstoðað okkur við að setja upp hugbún- að sem nauðsynlegur er til að þetta geti gengið. Það hafa margir lagst á eitt. Starfs- fólk innkaupadeildarinnar, birgðastöðvar Landspítala og iðnaðarmenn sem hafa breytt og bætt húsnæðið. Þetta hefur verið teymisvinna.“ Faraldurinn hefur verið langhlaup hjá deildinni. „Sem er ekki lok- ið ennþá.“ Karl segir að eftir á að hyggja hefði deildin ekki getað gert margt öðruvísi, „nema ef við hefðum vitað að faraldur væri að skella á.“ Þá hefði vilji stjórnvalda til tækjakaupa líklegast verið meiri í að- dragandanum. „Nú hafa þau sagt að við fáum það sem við viljum til þess að efla deildina. Það er nokkuð sérstakt að fá þann stuðning,“ segir hann. „Lærdómurinn sem við getum dregið af þessu er að hafa umframafkastagetu í tækjum, búnaði og hvarfaefnum. Svona faraldur getur skollið á hvenær sem er. Það er því mikilvægt að vera vel undirbúin.“ Hann segir að samstarfið og vinnslu- samning við Íslenska erfðagreiningu hafi bjargað miklu. „Þetta hefði ekki gengið svona vel án samstarfsins.“ Gjörbreytt staða deildarinnar Hvernig sérðu nú starfið þróast? „Deildin hefur gjörbreyst. Vinnsluferli og verkferl- ar verða nú straumlínulagaðri. Við erum betur tækjum búin og getum boðið betri þjónustu og próf með styttri svartíma en við gátum boðið áður. Við sjáum fram á að með nýja tækinu verði hægt að gera próf hér sem við höfum hingað til þurft að senda til útlanda. Deildin fer frá því að vera illa tækjum búin, í slæmu húsnæði í að vera á heimsmælikvarða,“ segir hann og er ánægður að sjá það. „Það sem meira er, að á þessum tíma sem faraldurinn hefur geisað höfum við unnið hörðum höndum að lokaáfanga til faggildingar. Við stefnum að því að verða fyrsta opinbera rannsóknarstofan við sýnarannsóknir á mönnum hér á landi sem fær slíka vottun.“ Stefnt hafi verið að því í 15 ár og það sé nú næstum í höfn í þessum faraldri. „Við höfum gjörbylt þessari deild.“ Karl hvetur nýútskrifaða lækna til að fara í sérnám í sýklafræði og sýk- ingavörnum. Myndir/Þorkell Þorkelsson Öldungadeildin Dagskrá haustsins 2020 Miðvikudaginn 7. október 2020, kl. 16.00 Saga af sulli: umfjöllun um sullaveiki. Fyrirlesarar Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir og Jón Torfason sagnfræðingur Eftir fyrirlesturinn kl. 17.30 verður haldinn aðalfundur öldungadeildar sem frestað var í vor vegna COVID-19 Miðvikudagur 4. nóvember 2020, kl. 16.00 Thorvaldsen í Róm og Reykjavík. Fyrirlesari Sigurður E. Þorvaldsson lýtalæknir Fleiri fundir auglýstir síðar Um fundi öldungadeildar Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.