Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 36

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 36
Ljósmyndir lækna frá COVID-19-sumrinu 2020 Læknablaðið bað nokkra lækna að senda mynd til birtingar frá þessu sögulega sumri. Myndir sem lýsa þessu einstaka sumri þegar allir voru heima á fróni að drekka í sig íslenska náttúru. Börn og fullorðnir að sá í landið og uppskera þjóðlegar og ógleymanlegar myndir af fólki og fénaði og landslagi sem spannar allan skalann og aftakaveðri og rjómablíðu og heitum vöfflum og nýjum kartöflum og umfeðmingi og mjaðjurt og birkilaut og helsingjum og maríuerlum og hreindýrum og rollu- skjátum og folöldum og svo öllu þessu vatni. /VS Sigurbergur Kárason Fegurðin er alls staðar á hálendi og annesjum Íslands, gjöful og endurnærandi. Þar mætir hið mjúka og milda hinu harða og hrikalega á einstakan hátt. Í sumar var þó kófið í bakgrunni, einkum þegar var setið þétt í bátsferðum og deilt rúmstæði í skálum með erlendum ferðamönnum. Ósjálfrátt var maður á varðbergi en á sama tíma þakklátur fyrir skimun á landamærunum. Myndin er af álftum á heiðarvatni efst í Miðvík í Aðalvík á Hornströndum. Parið lónaði með ungana á vatninu, hafði augun á þessum tveim ferðalöngum sem höfðu truflað ró þeirra, en héldu stillingu sinni nema að karlfuglinn flaug upp öðruhvoru, tók tvo til þrjá hringi um vatnið en settist svo aftur. Samheldnin og umönnun unganna var augljós. Mér sýnist að við bregðumst við á svipaðan hátt við þessari ógn sem veiran er – höldum ró okkar, verum á varðbergi, gætum hvert annars – og njótum fegurðar náttúrunnar. Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir Sumarið kom eins og lognið eftir storm – ný tækifæri hafa boðist, ævintýrin öðruvísi en áður en samt svo góð. Við fjölskyldan fundum annan takt í breyttum aðstæðum og það er margt sem vekur þakklæti, ekki síst að njóta samvista við hvort annað, njóta þess að heimsækja kunnuglega en þó í senn framandi staði og vera í hlýjum faðmi náttúrunnar.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.