Læknablaðið - sep. 2020, Síða 54
440 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
Hafi COVID-19 heimsfaraldurinn kennt
okkur eitthvað, þá er það mikilvægi ríkis-
rekins heilbrigðiskerfis til að takast á við
slíkan vágest. Síðustu mánuði hefur verið
erfitt að vera íslenskur læknir hér í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku. Ég nýt þó þeirra
forréttinda að vinna sem sérfræðingur í
almennum lyflækningum og líknarmeð-
ferð á besta spítala Bandaríkjanna,1 Mayo
Clinic, þar sem velferð sjúklinga er ávallt
höfð að leiðarljósi og ötullega er unnið að
smitvörnum og leit að virkum meðferðar-
úrræðum fyrir COVID-19.
Á meðan viðbrögð „heilagrar þrenn-
ingar“ við drepsóttinni heima á Fróni
voru tímanleg, vel yfirveguð og afgerandi,
ríkti andvaraleysi hér í Bandaríkjunum.
Þegar menn vöknuðu upp við vondan
draum voru viðbrögðin handahófskennd
og nú er áætlað að COVID-19 hafi kostað
um 200.000 manns lífið og ekkert lát er á
smitum og dauðsföllum af völdum drep-
sóttarinnar.2,3
Síðbúin viðbrögð hérlendis gerðu
það að verkum að veiran varð útbreidd
áður en gripið var til aðgerða. Á með-
an Íslendingar sendu einstaklinga með
mögulegt COVID smit í gám utan við
bráðamóttökuna og settu heilbrigðis-
starfsfólk sem kom frá áhættusvæðum í
sóttkví, gátu sjúklingar í Bandaríkjunum
með COVID-19 einkenni gengið beint inn
á bráðamótttöku án skimunar og smitað
aðra. Læknar og hjúkrunarfræðingar gátu
líka komið beint frá áhættusvæðum inn
á spítala án nokkurrar skimunar til að
sinna sjúklingum. Þetta ástand skapaði
töluverða hræðslu meðal heilbrigðisstarfs-
fólks sem reyndi að verja sig með notkun
hlífðarbúnaðar en fljótlega varð ljóst að
ekki var til nóg til að mæta bráðri þörf.
Þegar fyrirsjáanlegur skortur varð
á hlífðar búnaði voru leiðbeiningar um
smitvarnir á sjúkrahúsum oftar en ekki
sniðnar eftir birgðastöðu frekar en bestu
þekkingu. Heilbrigðisstarfsfólk sem mætti
með eigin grímur til að verja sig var oft
ávítt og bannað að nota grímurnar sínar
og dæmi um að grímur hafi verið rifnar
af fólki. Þeir sem gengu skrefi lengra og
börðust fyrir aðgangi samstarfsfólks að
hlífðarfatnaði gátu átt von á brottrekstri
úr starfi.4
Þegar greining á COVID-19 fór loks af
stað var forgangsröðun í skimanir miðuð
að því að takmarka aðgang annarra en
þeirra sem voru í mestri hættu. Þrátt fyrir
vitneskju erlendis frá um að einkenna-
lausir gætu smitað var lengi vel gerð krafa
um bæði einkenni og nánd við smitað-
an einstakling til að fá aðgang að prófi.
Tryggingafélög neituðu síðan oft að borga
fyrir COVID-19-próf og hafa margir þurft
að ganga frá Heródesi til Pílatusar til að fá
endurgreiddan kostnað vegna greininga.5
Á meðan hafa sjúkratryggingarfélögin
grætt á tá og fingri vegna takmarkana á
kostnaðarsömum valaðgerðum.6
Það hefur verið sérstaklega erfitt að
horfa upp á hvernig heilbrigðisstofnanir
hafa oft og tíðum fórnað öryggi starfsfólks
og þar með sjúklinga til að tryggja afkomu
sína á þessum erfiðu tímum. Fjöldi heil-
brigðisstarfsfólks hefur nú þegar látið lífið
vegna faraldursins og enn er víða pottur
brotinn í smitgát og vinnuvernd. Persónu-
verndarreglugerðir hafa verið misnot-
aðar sem réttlæting fyrir því að upplýsa
ekki einstaklinga um nánd við smitaðan
einstakling og mögulegt smit7 þrátt fyrir
lagalegan grunn fyrir því að persónu-
vernd víki fyrir almannahag þegar um
hættulegan smitsjúkdóm er að ræða.8
Vinnuverndarstofnun Bandaríkjanna,
OSHA (Occupational Safety and Health
Administration), sinnir ekki hlutverki sínu
og hefur vísað frá þúsundum kvartana frá
heilbrigðisstarfsfólki um skort á smitgát.9
Það sem faraldurinn hefur sýnt svart
á hvítu er hversu illa búið bandarískt
heilbrigðiskerfi er til að stuðla að góðri
lýðheilsu, enda er heilbrigðiskerfið hér
ekki byggt til að þjóna öllum.10 Þegar
heilbrigðis kerfið og sjúkratryggingakerfið
þjóna mismunandi herrum er erfitt að
virkja þann samtakamátt sem ríkisrekið
heilbrigðiskerfi eins og hið íslenska hefur
yfir að ráða.
Ég vona að Íslendingar beri gæfu til að
standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar
til að tryggja áframhaldandi heilsu og
velferð þjóðarinnar allrar. Ég er stolt af
frammistöðu Íslendinga í baráttunni við
drepsóttina og vona að framhaldið gangi
jafn vel.
L I P R I R P E N N A R
Vangaveltur frá Bandaríkjunum á
tímum COVID-19
Björg Þorsteinsdóttir
Dósent í lyflækningum og lífsiðfræði á lyflækningadeild, læknadeild og líknarmeðferð
á Mayo Clinic, Rochester, Minnesota.
thorsteinsdottir.bjorg@mayo.edu
Heimildir
1. US News and World report. health.usnews.com/best-
-hospitals – ágúst 2020.
2. Lu D. New York Times. The True Coronavirus Toll in the
U.S. Has Already Surpassed 200,000 By. 1nytimes.com/
interactive/2020/08/12/us/covid-deaths-us.html - ágúst
2020.
3. COVID-19 Dashboard by the Center for Systems Science
and Engineering at Johns Hopkins. coronavirus.jhu.edu/
map.html – ágúst 2020.
4. Persónulegar sögur frá Facebook-hópnum: Physician
Moms Group.
5. Farmer B. Insurers May Only Pay For Coronavirus Tests
When They're 'Medically Necessary'. npr.org/sections/
health-shots/2020/06/19/880543755/insurers-may-on-
ly-pay-for-coronavirus-tests-when-theyre-medically-
-necessary – ágúst 2020.
6. Abelson R. Major U.S. Health Insurers Report Big Profits,
Benefiting From the Pandemic. nytimes.com/2020/08/05/
health/covid-insurance-profits.html - ágúst 2020.
7. Gold J, Hawryluk M, Kaiser, Health Nems. Covid in the
cafeteria: hospitals leave workers in the dark over expos-
ures. theguardian.com/us-news/2020/may/13/coronavir-
us-healthcare-workers-hospitals - ágúst 2020.
8. Parmet WE, Sinha MS. Covid-19 — The Law and Limits
of Quarantine. N Engl J Med 2020; 382: e28.
9. Jewett C, Luthra S, Baily M. Workers Filed More Than
4,100 Complaints About Protective Gear. Some Still Died.
Kaiser health news. khn.org/news/osha-investigations-
-workers-filed-nearly-4000-complaints-about-protective-
-gear-some-still-died/ - ágúst 2020.
10. Bradley EH, Sipsma H, Taylor LA. American health care
paradox: high spending on health care and poor health.
QJM 2017; 110: 61-5.