Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 24

Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 arnir leggja ofan á vaxtakjör fyr- irtækja og heimila hafa farið hækkandi, og raunar með mjög af- gerandi hætti síðustu mánuði (sjá meðfylgjandi graf). Eruð þið ekki einfaldlega að reyna að fylla upp í holu sem bankarnir halda áfram að moka á sama tíma? „Við verðum að sjá til hvernig það þróast. Við gætum hæglega þurft að grípa til aðgerða til þess að bæta miðlun vaxtalækkana í gegn- um fjármálakerfið. Ég vil þó taka fram að peningastefnan hefur víðar áhrif en á útlán í bankakerfinu. Fjármögnunarkostnaður ríkissjóðs lækkar, heimilin hafa notið góðs af vaxtalækkunum, m.a. í því að við hljótum að gera ráð fyrir því að líf- eyrissjóðirnir miðli þessu áfram.“ Með ýmis vopn í búrinu Hvaða tæki hafið þið í höndunum til þess? „Það er ýmislegt sem við getum gert, en það er ekki tímabært að út- lista það hér. Það hefur nú þegar fallið í hlut Seðlabankans að fram- kvæma vilja ríkisvaldsins varðandi brúar- og stuðningslán til þess að tryggja aðgengi fyrirtækja að lánsfé. Ég hef lagt áherslu á það við bankana að þau mál séu kláruð áð- ur en við stígum önnur skref gagn- vart fjármálakerfinu. Þetta verkefni hefur hins vegar gengið ágætlega. Þetta hefur tekið tíma. Við höfum hér umsjá með peningum skattgreiðenda sem eru veittir út til fyrirtækja í gegnum fjármálakerfið eftir forskrift Al- þingis. Það er ekki létt verk og við tökum það mjög alvarlega. Það er tapsáhætta fyrir ríkissjóð og ég vil frekar hljóta gagnrýni fyrir það núna að þetta taki tíma fremur en vera gagnrýndur fyrir mögulegar misfellur síðar. Þessi úrræði eru einfaldlega ekki fyrir alla og geta aldrei orðið það. Þessi lán munu ekki hjálpa öllum fyrirtækjum að halda velli, það liggur alveg fyrir. Það verður að fara vel með peninga skattgreiðenda og við höfum lagt áherslu á það.“ Meðal þess sem nefnt hefur verið bönkunum til varnar eru hinar gíf- urlega háu eiginfjárkröfur sem geri þeim erfitt um vik að ná ásætt- anlegri arðsemi á eigið fé sitt. Kem- ur til greina að breyta þeim kvöð- um? „Við höfum verið að lækka þær, meðal annars með því að afnema hinn svokallaða sveiflujöfnunarauka og með því að veita undanþágu frá eiginfjárkröfum vegna lána í fryst- ingu. Því skyldi heldur ekki gleymt að það eru hinar stífu eigin- fjárkröfur sem hafa skapað þann mikla styrk sem bankarnir búa núna yfir til þess að taka á móti áföllum.“ Sett bönkunum skýr mörk Hafið þið þá verið að setja bönk- unum skýr mörk um það hvernig þeir skuli haga þessum lánveiting- um? „Já, meðal annars.“ Hafið þið haft áhyggjur af því að hin viðamikla ríkisábyrgð gerði bankana værukæra í lánveitingum sínum? „Það var að einhverju leyti óheppilegt fyrir okkur að þurfa að semja um viðbótarlán á sama tíma og stuðningslánin sem voru í með- förum Alþingis. En þetta hefur allt saman klárast og í mjög góðu sam- lyndi.“ En þið eruð þá að beina sjónum ykkar núna að auknu vaxtaálagi og þeim vaxandi vaxtamun sem tölur úr kerfinu staðfesta að er að búa um sig? „Við höfum haft áhyggjur af þessu og þetta er næsta mál á dag- skrá.“ Nú hefur ríkisstjórnin gefið það út gagnvart ríkisbönkunum tveim- ur, Íslandsbanka og Landsbanka, að þeim beri ekki að líta til arðsem- iskröfu í ár vegna þess ástands sem er uppi. Ætti það ekki að gera þeim kleift að draga verulega úr vaxta- mun á sínum vettvangi? „Jú, það er rétt.“ En þeir eru ekki að draga úr vaxtamuninum þrátt fyrir það. „Við skulum sjá til. Bankarnir eru að verða fyrir útlánatöpum núna. Þetta ár mun verða litað af því. Þeir hafa eðlilegar áhyggjur af framlegð lánastarfseminnar. Það er ekki útilokað að við reynum að liðka til fyrir þeim með einhverjum hætti ef það er tryggt að það þjóni okkar markmiðum um miðlun peninga- stefnunnar. Með sama hætti og þegar við lækkuðum sveiflujöfnun- araukann, þá var það gert með því skilyrði að þeir greiddu ekki út arð. Þeir hlýddu því allir og við höfum átt í góðu samstarfi við þá um þau mál eins og raunar flesta aðra hluti.“ Ríkið beri ekki allan þungann Seðlabankastjóri er nokkuð gagn- rýninn á þann mikla þrýsting sem stjórnvöld hafi setið undir varðandi inngrip og aðgerðir gagnvart at- vinnulífinu. Sjálfsagt sé að koma til hjálpar en ákveðinn freistnivandi komi upp þegar ríkissjóður er kall- aður að borðinu. „Það liggur fyrir í mínum huga að ríkissjóður á að stíga síðastur inn í þessar aðstæður með beina að- stoð. Fyrirtækin þurfa fyrst að semja við sína leigusala, bankann sinn, starfsfólkið sitt og birgjana – áður en peningar skattgreiðenda eru lagðir í púkkið. Það þurfa allir að taka á sig byrðarnar í samein- ingu. Þetta verður að gerast í réttri röð og þegar ríkið lætur of snemma undan þrýstingi er hætt við að vandinn verði allur settur á herðar þess sem getur ekki gengið upp. Við sjáum það til mynda í þeirri tregðu að lækka leigu. Það sama á við gagnvart vinnumarkaðinum. Ríkisvaldið hefur komið inn með mjög mikilvægar aðgerðir – svo sem hlutabótaleiðina. Það virðist hins vegar hafa gerst án þess að verkalýðsfélögin tækju að öllu leyti ábyrgð á ástandinu og því mikla at- vinnuleysi sem nú hefur skapast.“ Bankarnir fara yfir lánasafnið Ásgeir segir að það hafi ekki að- eins verið þrýstingur á ríkið. Bank- arnir hafa eðlilega átt fullt í fangi með að bregðast við og fara yfir stöðu viðskiptavina sinna áður en risastór skref eru stigin. „Þeir hafa þurft að fara yfir lána- safnið sitt og meta hvernig staðan er hjá hverju og einu fyrirtæki. Aukin lántaka er ekki að hjálpa öll- um og þá er engum greiði gerður til að veita þau með tilheyrandi taps- áhættu.“ Allur er varinn góður en ríkis- valdið og bankarnir mega heldur ekki draga lappirnar þannig að hjálpin berist mögulega of seint? „Það er rétt. Þarna þarf að finna visst jafnvægi.“ Ásgeir segir forvitnilegt að skoða núverandi efnahagsþrengingar í samanburði við fyrri áföll sem þjóð- arbúið hefur orðið fyrir. Hann bendir á að auðlindadrifið hagkerfi eins og okkar hafi oft orðið fyrir þungum búsifjum en úrvinnslan nú sé á aðra lund en áður. „Okkur hefur tekist að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Þótt gengið hafi gefið aðeins eftir þá er það allt innan góðra marka. Verð- bólgan hefur ekki farið af stað og verðbólguvæntingar hafa ekki versnað. Við erum að einhverju leyti með nýtt hagkerfi sem byggist upp á miklum sparnaði. Við búum núna á landi með varanlegan við- skiptaafgang öfugt við það sem áð- ur var. Jafnvel þótt við höfum orðið fyrir miklu áfalli í ferðaþjónustu og sjávarútvegurinn hafi orðið fyrir hnjaski einnig þá erum við samt Næsta verk á dagskrá að  Seðlabankastjóri segir mikilvægt að vaxtalækkanir skili sér út í kerfið  Gerir ráð fyrir þungum vetri og að lánsfjárþörf ríkissjóðs muni aukast  Segir mikilvægt að leita ekki skyndi- lausna sem brugðist hafi í fortíðinni VIÐTAL Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Í kjölfar þess að peningastefnu- nefnd Seðlabankans tilkynnti í gær- morgun um að meginvextir bankans hefðu verið lækkaðir um 0,75 pró- sentur brást markaðurinn nokkuð ákveðið við og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði lækkaði. Nú bíða sérfræðingar bankans átekta og vega og meta með hvaða hætti ákvörðun nefndarinnar mun hafa áhrif á aðra vexti á markaði, ekki síst þá sem viðskiptabankarnir bjóða fyrirtækjum og einstakling- um. Seðlabankinn hefur nú lækkað stýrivexti um 2 prósentur á árinu og þeir hafa aldrei verið lægri – 1%. Af hverju var þetta skref stigið að þessu sinni? „Við töldum hæfilegt að lækka vextina núna um 75 punkta því nú höfum við mun skýrari mynd af stöðunni en fyrr í vor. Ljóst er að efnahagshorfur eru mun dekkri nú en við gerðum ráð fyrir í upphafi faraldursins. Þá vildum við einnig styðja við gjaldeyrismarkaðinn. Krónan hefur hins vegar verið mjög stöðug undanfarið og virðist hafa náð nýju jafnvægi. Það gefur okkur færi á þessari lækkun nú.“ Gengið ekki gefið of mikið eftir Ásgeir bendir á að þótt gengið hafi gefið eftir um 10 til 12 prósent þá þurfi ekki að óttast verðbólgu- skot. Verðbólgan hafi verið mjög lág í upphafi faraldursins og verðlækk- anir á olíu og erlendum aðföngum vegi á móti. Lægra gengi mun örva útflutning og skapa ný störf um leið og sóttvarnaraðgerðum sleppir. Til að mynda má búast við mun hraðari bata í ferðaþjónustu um leið og Ís- land verður ódýrari áfangastaður. Það er mjög eðlilegt að gengið lækki í kjölfar þess að útflutningur verður fyrir áfalli – það mun flýta fyrir efnahagsbatanum. Ásgeir áréttar að bankinn hafi ekki aðeins lækkað vexti heldur einnig stigið mjög ákveðin skref til þess að tryggja að lægri vextir miðl- ist út í hagkerfið. „Við sáum að vaxtalækkanir okk- ar í mars skiluðu sér ekki út á vaxtarófið í lengri vexti. Í kjölfar þess tók peningastefnunefnd bank- ans þá ákvörðun að hefja kaup á ríkisskuldabréfum fyrir allt að 150 milljarða króna. – Við erum því með tækin sem við þurfum. Við höfum ekki útilokað frekari vaxtalækkanir. Líkt og flestir seðlabankar gera þá höfum við stigið varfærin skref og höfum viljað sjá hvernig markaður- inn bregst við. Það er viðbúið að það verði erfiðara fyrir bankana að lækka útlánavexti til samræmis við meginvexti Seðlabankans eftir því sem vaxtastigið lækkar þar sem þeir geta ekki farið með innlána- vexti neðar en 0. Sú staðreynd setur ákveðið gólf fyrir bankana og lækk- un vaxta niður fyrir ákveðið mark setur því þrýsting á vaxtamuninn sem gerir bönkunum erfitt fyrir.“ En þú hefur ekki verið fyllilega sáttur við það hvernig miðlunin hef- ur gengið. Vaxtaálagið sem bank-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.