Morgunblaðið - 06.06.2020, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
✝ Anna Snorra-dóttir fæddist á
Siglufirði 15. júní
1926. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands í
Fjallabyggð 15. maí
2020.
Foreldrar Önnu
voru Snorri Stef-
ánsson, f. 1895, d.
1987, og Sigríður
Jónsdóttir f. 1889,
d. 1972. Anna var einkabarn.
Anna giftist Knúti Jónssyni, f.
1929, d. 1992, 17. október 1953.
Fósturbörn Önnu og Knúts eru:
1) Hafdís Fjóla Bjarnadóttir, f.
1967, maki Jóhann Þór Ragn-
arson, f. 1965, dætur þeirra eru
a) Anna Þóra, f. 1987, í sambúð
með Davíð Minnar Péturssyni, f.
ari hjá Sparisjóði Siglufjarðar frá
1947 til 1952, hjá Áfengisvarn-
arráði Reykjavíkur 1954 til 1957
og nokkur sumur hjá Síldarverk-
smiðjum Rauðku á Siglufirði.
Hún var stundakennari í Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar á ár-
unum 1961 til 1968.
Anna hafði mikla ánægju af fé-
lagsstörfum og var í stjórn kven-
félags Sjúkrahúss Siglufjarðar
frá 1961 til 1980 og formaður frá
1977. Hún var í stjórn kvenfélags-
ins Vonar frá 1974 og formaður
frá 1986. Anna var í Barnaheim-
ilisnefnd frá 1972 til 1978 og í
Lionessuklúbbi Siglufjarðar frá
1979 og formaður frá 1985. Anna
var meðlimur í kirkjukór Siglu-
fjarðar frá 1946 og í stjórn hans í
20 ár og í Kvennakór Siglu-
fjarðar frá stofnun 1968 og for-
maður frá 1970.
Anna verður jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 6. júní
2020, klukkan 11.
1983, þeirra dóttir
er Fjóla Minney, f.
2017, og b) Sandra
Ósk, f. 2000. 2) Ósk-
ar Einarsson, f.
1970, maki María
Ben Ólafsdóttir, f.
1974. Þeirra börn
eru Anna Metta, f.
2010, og Andri, Már
f. 2013. Sonur Ósk-
ars af fyrra sam-
bandi er Snorri
Már, f. 1998.
Anna ólst upp í Hlíðarhúsi á
Siglufirði. Anna lauk versl-
unarprófi frá Verslunarskóla Ís-
lands árið 1947. Hún stundaði
nám í Húsmæðraskóla Reykja-
víkur frá 1952 til 1953 og sótti
ýmis kennaranámskeið á ár-
unum 1971 til 1976. Anna var rit-
Elsku mamma.
Á einum af þessum vordögum í
maí kvaddir þú okkur í hinsta
sinn. Undanfarin 47, ár eða síðan
ég kom til ykkar Knúts á Siglu-
fjörð árið 1973, hefur þú verið
stoð mín og stytta. Það var sann-
kallaður lottóvinningur að fá að
alast upp hjá ykkur og það segir
mikið að þegar ég kom til ykkar
þriggja ára gamall var ég ekki
farinn að tala. En eftir að hafa
upplifað kærleikann og hlýjuna
sem tók á móti mér á heimili ykk-
ar var ég orðinn altalandi eftir
tvær vikur. Það sýnir manni
hversu mikilvægt það er að barn
upplifi ást og umhyggju.
Uppeldisárin hjá ykkur á
Siglufirði voru yndisleg og þú
gafst mér frelsi til að prófa ýmis
ævintýri og bralla margt, eins og
að veiða á bryggjunni, skíða um
fjöllin og hjóla um allan bæ.
Stundum gátu þessi ævintýri þó
farið úr böndunum en þá varst þú
yfirleitt sú sem kom til bjargar.
Eitt af þeim skiptum var þegar
ég var sex ára og komst í flug-
eldapakka sem pabbi hafði geymt
uppi á lofti á Háveginum og átti
að skjóta upp á gamlárskvöld
nokkrum dögum seinna. Á ein-
hvern hátt tókst mér með rokeld-
spýtum að kveikja í öllum pakk-
anum, sem skaust eftir ganginum
á Háveginum. En þú komst til
bjargar og náðir að taka gólf-
dregil og henda yfir eldinn sem
var orðinn ansi mikill og slökktir
hann þannig. Þú tókst þessu öllu
með jafnaðargeði, fórst með mig
á sjúkrahúsið og lést gera að sár-
unum. Eftir stóðu hins vegar ör á
höndum og gólfi sem áminning
um að fara varlega með hættu-
lega hluti.
Á þessum tímapunkti rifjast
upp margar yndislegar minning-
ar með þér eins og ferðir til út-
landa, heimsóknir til Fjólu og
fjölskyldu á Grundarfjörð, ferða-
lög til Reykjavíkur og margt
fleira. Á meðan þú bjóst ein í
stóra húsinu á Háveginum var ég
vanur að koma í nokkrar vikur á
hverju sumri og sinna viðhaldi á
húsinu fyrir þig. Því hafði ég lof-
að þér þegar pabbi dó 1992 og
gerði það alltaf, alveg þangað til
þú seldir húsið og fluttir á Skála-
hlíð. Á þessum vikum var dyttað
að húsinu en á kvöldin eldaðir þú
góðan mat og við sátum og spjöll-
uðum fram eftir. Þessar vikur
voru því eins og sumarfrí fyrir
mig og eru einar þær dýrmæt-
ustu í lífi mínu. Nokkrum sinnum
um ævina hef ég þurft að ganga í
gegnum erfið veikindi og stórar
skurðaðgerðir. Alltaf varst það
þú sem komst með mér og studd-
ir mig og varst til staðar fyrir mig
og er ég ævinlega þakklátur fyrir
það. Ég er líka mjög þakklátur
fyrir hvað þú varst dugleg að
koma til okkar Maríu og krakk-
anna á Selfoss eftir að ég flutti
þangað. Þökk fyrir allt sem þú
gafst mér og og fjölskyldu minni
um ævina.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þinn fóstursonur
Óskar Einarsson.
Það er sorg í hjarta mínu þeg-
ar ég kveð hana móður mína og
aldrei á málshátturinn „enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur“ betur við en hér. Hef alltaf
sagt að ég hafi unnið minn happ-
drættisvinning þegar hún og
pabbi komu inn í líf mitt þegar ég
var rúmlega 6 ára gömul og
veittu okkur Óskari bróður skjól
og það skjól höfðum við í 47 ár.
Ég man það svo ljóslifandi
þegar þau komu og sóttu okkur
systkinin á barnaheimilið sem við
vorum á, og okkur sagt að við
værum að fara til Siglufjarðar,
pabbi og mamma komu á Range
Rover-jeppa og hafði ég aldrei
sest upp í eins stóran bíl, þau
sögðu okkur að við myndum
keyra í gegnum göng á leiðinni og
held ég að ég hafi byrjað að
spyrja þegar við vorum komin
upp í Mosfellssveit hvort göngin
færu nú ekki að koma.
Mamma var einstök kona, allt-
af hlý og góð sem elskaði okkur
systkinin skilyrðislaust.
Það var ekki fyrr en ég komst
til vits og ára að ég gerði mér
grein fyrir hversu stórt verkefni
þau tóku að sér og leystu með
glæsibrag og fyrir það er ég svo
innilega þakklát.
Hvíl í friði í faðmi ásvina þinna,
veit að þau taka þér opnum örm-
um.
Blessuð vertu baugalín.
Blíður Jesú gæti þín,
elskulega móðir mín;
mælir það hún dóttir þín.
(Ágústína J. Eyjólfsdóttir)
Dóttir þín að eilífu,
Fjóla.
Elsku amma.
Takk fyrir að vera alltaf svo
góð við mig og Önnu Mettu. Það
var gaman að koma til þín á
Siglufjörð og líka þegar þú komst
til okkar í heimsókn. Það var líka
skemmtilegt að spila við þig eins
og við gerðum oft. Þú varst dug-
leg að lesa fyrir mig og að hjálpa
mér að læra að lesa. Það var svo
gott að knúsa þig, amma, og ég
sakna þín mikið. Ég veit að þér
líður þér vel á himnum hjá Knúti
afa og skilaðu ástarkveðjum til
hans.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þinn ömmustrákur
Andri Már.
Elsku amma.
Það hefur verið dásamlegt að
hafa þig hjá mér og ég mun sakna
þín, Siglóamma. Ég vona að þér
líði vel með Knúti afa, hann beið
svo lengi eftir þér. Þú varst góð
kona og þú hjálpaðir mér þegar
ég fékk hlaupabóluna og passaðir
mig þegar mamma og pabbi fóru
út. Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og þú varst yndisleg amma
og þessi tíu ár voru dásamleg
með þér. Það var alltaf svo gam-
an þegar þú komst til okkar á Sel-
foss. Ég mun sakna þín mikið.
Besta amma í heimi, hvíl í friði.
Þín ömmustelpa
Anna Metta.
Hún Anna hefur kvatt okkur í
hinsta sinn og er farin í ferðina
löngu til fundar við Knút sinn.
Það er svo erfitt að trúa því að við
eigum aldrei eftir að hitta þig aft-
ur og knúsa. Á þessari stundu
rifjast upp allar yndislegu minn-
ingarnar sem ég á um þig allt frá
því að ég heimsótti þig á Háveg-
inn á Siglufirði í fyrsta sinn,
nokkrum mánuðum eftir að við
Óskar hófum okkar samband í
ágúst 2007. Eins og ávallt eftir
það voru móttökurnar alltaf in-
dælar og ljúfar. Þú töfraðir fram
dýrindis máltíðir, spjallað var um
heima og geima, farið í ökuferð
um fjörðinn, sólað sig í garðinum
og margt fleira. Það var alltaf svo
gaman að koma á Siglufjörð og
hitta þig og eiga með þér góðar
stundir. Þú varst líka svo dugleg
að koma til okkar á Akureyri og
síðan á Selfoss eftir að við flutt-
um þangað. Það var alltaf til-
hlökkun að fá þig um jólin og þau
voru fyrst komin þegar þú varst
komin til okkar. Og þrátt fyrir að
aldurinn færðist yfir komstu allt-
af til okkar.
Ein dýrmætasta minningin
sem ég á um þig er fæðingin hans
Andra Más. Seint um kvöld i
september fyrir tæpum sjö árum,
þá 87 ára, léstu þig ekki muna um
að koma til Akureyrar frá Siglu-
firði til að vera viðstödd fæð-
inguna, sem var sú fyrsta og eina
sem þú upplifðir. Og þrátt fyrir
hraðar hríðir og frekar stutta
fæðingu beið Andri eftir því að
amma væri komin og þá kom
hann í heiminn. Amma átti að fá
að vera viðstödd. Og þegar Anna
Metta fékk hlaupabóluna komstu
með rútunni 91 árs á Selfoss til að
hjálpa okkur og vera heima með
henni á meðan ég var að vinna og
Óskar að byggja húsið okkar.
Mér þótti líka mjög vænt um þeg-
ar þú komst frá Siglufirði og
varst hjá okkur þegar pabbi dó
og við fylgdum honum til grafar.
Þú vildir alltaf aðstoða og
hjálpa okkur á meðan þú gast. Þú
varst einstök og ég er mjög þakk-
lát fyrir allan tímann sem ég fékk
með þér og að Anna Metta og
Andri Már eigi fallegar minning-
ar um bestu ömmu sem til var. Þú
gafst okkur mikið með nærveru
þinni og kærleika og við munum
sakna allra stundanna með þér
en við munum alltaf geyma þig í
hjarta okkar og eftir standa dýr-
mætar minningar um yndislega
konu,
Takk fyrir allt, Anna, og von-
andi líður þér vel núna í faðmi
Knúts sem var búinn að bíða svo
lengi eftir þér. Og skilaðu kveðju
til mömmu og pabba.
Þín tengdadóttir
María Ben Ólafsdóttir.
Stella frænka fæddist og ólst
upp í Hlíðarhúsi. Hún var auga-
steinn foreldra sinna, Snorra
Stefánssonar, framkvæmda-
stjóra Rauðku, og Sigríðar Jóns-
dóttur húsfreyju. Í minningunni
var Hlíðarhús öðruvísi veröld en
ég sá annars staðar. Að koma þar
var eins og að stíga inn í ævintýri.
Í Hlíðarhúsi var ekki bara borð-
stofa heldur líka betristofa og allt
svo fínt, fágað og framandi.
Þarna ólst Stella frænka upp eina
barn foreldra sinna.
Ein af fyrstu minningum mín-
um um Stellu frænku var þegar
sá hana leika í Ævintýri á Göngu-
för með Leikfélagi Siglufjarðar.
Hún var svo flott og glæsileg á
sviðinu með ljósu lokkana sína og
söng svo vel. Ég, stelpuskottan,
var upp með mér af frænku
minni. Svo man ég hana keyrandi
flotta jeppann hans Snorra. Það
var ekki algengt þá að konur
keyrðu bíla. Það var líka töff.
Stella var glæsileg kona og ávallt
einstaklega falleg til fara. Sann-
kölluð dama. Hún hafði unun af
listum, einkum tónlist og mynd-
list en líka ljóðlist.
Stella talaði fallega íslensku og
var oft afskaplega skemmtilega
hnyttin. Stuttu efir að ég varð
sjötug kom ég til hennar og við
vorum að ræða saman og ég segi
eitthvað á þá leið að ég skilji
þetta bara ekki, mér finnist ég
ekkert orðin sjötug og þá segir
Stella það er nú bara ekkert
skrítið, mér finnst ég ekki einu
sinni vera orðin níræð.
Hún söng í kirkjukór Siglu-
fjarðar áratugum saman og líka í
blönduðum kórum. Stella var fé-
lagslynd og virk í kvenfélagi
Slysavarnafélags Íslands, kven-
félaginu Von og formaður þess
lengi. Svo verður að geta þess að
hún var félagi í Sjálfstæðisfélagi
Siglufjarðar alla tíð. Hún lét víða
gott af sér leiða, ekki bara með
sjálfboðastarfi víða heldur sýndi
hún hug sinn til samfélagsins á
Siglufirði þegar hún gaf æsku-
heimili sitt, Hlíðarhús, til Síldar-
minjasafnsins þar.
Það varð þeim hjónum, Knúti
og Stellu, mikil gæfa að fá á sitt
heimili systkinin Fjólu og Óskar.
Talaði Stella oft um það hve mik-
ið gæfuspor það var. Hún elskaði
þau eins og þau væru hennar eig-
in. Gleðin og hamingjan við að
eignast barnabörnin var mikil.
Fjóla og Óskar sýndu mömmu
sinni einstakan stuðning, ást og
kærleika. Stella var afar sæl að
sjá fjölskylduna sína dafna og
farnast vel.
Stella frænka var einstaklega
sjálfstæð kona. Hún hafði líka
mikla þörf fyrir að bjarga sér
sjálf. Hún var og höfðingi heim að
sækja. Stella bjó í húsinu sínu
fram á tíræðisaldurinn og keyrði
sinn bíl. Fyrir um það bil tveimur
árum ákvað hún að nú væri nóg
komið, seldi húsið og bílinn og
flutti út í Skálahlíð. Svona gat
hún haft þetta vegna stuðnings
sinna nánustu, barna sinna og
góðra granna. Stella frænka var
sátt við guð og men og tilbúin að
kveðja. Hún var mér fyrirmynd í
mörgu og ég er þakklát henni
fyrir það og okkar vináttu. Ég á
eftir að sakna þess að geta ekki
hringt, spjallað og litið til hennar.
Hún var eldklár í kollinum, fylgd-
ist vel með og var nútímaleg. Ég
og fjölskylda mín vottum börn-
unum hennar og fjölskyldum
samúð við fráfall þessarar góðu
konu, móður, ömmu og lang-
ömmu. Guð blessi minningu
Önnu Snorradóttur.
Meira: mbl.is/andlat
Árdís Þórðardóttir.
Við systkinin kölluðum hana
alltaf Stellu frænku. Frá barn-
æsku hefur hún átt sérstakan
sess í lífi mínu. Mamma og hún
voru systradætur og bernsku-
heimili beggja var í Hlíðarhúsi á
Siglufirði. Þar bjuggu systurnar
amma Ólöf og Sigríður frænka
alla tíð ásamt fjölskyldum sínum.
Heimilis- og fjölskyldulíf í Hlíð-
arhúsi byggðist á hefðum fyrri
tíma. Samvinna og verkaskipting
var um matseld, heimilishald og
húsþrif. Við íbúðarhúsið var fal-
legur vel hirtur garður með rifs-
berjarunnum og blómaskrúði.
Tvær kýr, Grána og Rauðka,
voru í útihúsi, mannýgur hani og
hænur á vappi í túninu og nokkr-
ar kindur í fjárhúsi. Þessar að-
stæður eru greyptar inn í mitt
barnsminni. Hlíðarhús var og er
minnismerki um liðinn tíma hvað
varðar húsaskipan og innan-
stokksmuni. Það var því viðeig-
andi þegar Stella ánafnaði Síld-
arminjasafninu húsið til
varðveislu. Stella var tveimur ár-
um yngri en mamma en strax frá
barnsaldri var samband þeirra
mjög náið. Síðar æxlaðist það svo
að þær bjuggu lengst af í sama
húsinu á Háveginum, Stella og
Knútur á efri hæðinni, eftir að
Sína, Lalli og fjölskylda fluttu
suður, og mamma og pabbi á
þeirri neðri. Í barnæsku minnist
ég margra ánægjustunda með
Stellu. Hún söng í kirkjukórnum
og tók mig með á söngæfingar og
í messur. Ég fékk að sitja uppi á
kirkjuloftinu hjá kórnum og lærði
ógrynnin öll af sálmum sem ég
kann enn í dag. Þá eru mér minn-
isstæðar allar berjaferðirnar sem
við fórum á Willysjeppanum hans
Snorra yfir Skarðið inn í Fljót og
Flókadal eða inn í Stíflu. Stund-
um fórum við í styttri ferðir yfir á
Ásinn og inn í Hólsdal, þá oft með
mömmu, ömmu og frænku. Í mín-
um huga var Stella frænka nán-
ast fullkomin og gat allt. Hún
keyrði bíl, söng í kirkjukórnum,
var falleg, glaðvær og alltaf
glæsileg. Eftir að ég flutti að
heiman var alltaf mitt fyrsta verk
að koma við hjá Stellu þegar ég
heimsótti heimabæinn minn. Þá
voru þau Knútur flutt í nýtt hús
hinum megin við götuna. Heimili
þeirra var einstaklega fallegt og
bar vott um natni og frábæra
smekkvísi enda Stella mikil
hannyrðakona og kenndi um tíma
handavinnu í Gagnfræðaskólan-
um. Knútur starfaði lengst af hjá
Síldarútvegsnefnd, þar sem
tungumálakunnátta hans kom
sér vel, og sat í mörg kjörtímabil í
bæjarstjórn. Dugnaður og lífs-
gleði Stellu smitaði út frá sér í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur
hvort sem það var í kennslu,
kirkjukórnum eða kvenfélaginu.
Hún naut þess að vera innan um
fólk, var hafsjór af fróðleik og
stálminnug. Þó að líkaminn væri
farinn að gefa sig var viljinn og
lífskrafturinn óbreyttur. Hún víl-
aði ekki fyrir sér að fara margar
bílferðirnar suður til að hitta
börnin sín og barnabörnin, núna
Anna Snorradóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Eiginmaður minn elskulegur og besti vinur,
GEIR TORFASON,
Melabraut 50,
Seltjarnarnesi,
sem lést 26. mars, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júní
klukkan 13.
Ingveldur Ingólfsdóttir
og fjölskylda
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GISSUR ÞÓR SIGURÐSSON
húsasmíðameistari,
Fífusundi 1, Hvammstanga,
lést 1. júní á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Hvammstanga. Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Valgerður Árnadóttir
Lukka S. Gissurardóttir Þorkell Helgason
Ragna Gissurardóttir Larsen Kristján R. Larsen
Sunneva Gissurardóttir
Sigurrós Gissurardóttir Arnþór Stefánsson
Árni Jón Gissurarson Laufey Þórðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, fósturfaðir
okkar, bróðir og frændi,
EINAR HAUKUR EINARSSON,
Snægili 3b,
Akureyri,
varð bráðkvaddur miðvikudaginn 3. júní.
Hann verður jarðsunginn í kyrrþey, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Hjartavernd.
Mekkin Kjartansdóttir, börn og barnabarn
Steinunn Einarsdóttir Valberg Kristjánsson
Þórey Einarsdóttir Guðjón Rúnar Guðjónsson
Heiðdís, Einar, Díana, Kristján, Dagný Hulda, Silja,
makar og börn