Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 49

Morgunblaðið - 06.06.2020, Side 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hver er Herdís Stefánsdóttir?Jú, ég varð fyrst var viðþetta nafn í gegnum raf- poppsdúettinn East of my Youth ár- ið 2017 og eftir hann liggja nokkur lög og stuttskífa sem út kom það ár. Nafn hennar blasti svo við mér vegna dómnefndarstarfa á síðasta ári, en þá var hún tilnefnd til Ís- lensku tónlist- arverðlaunanna fyrir tónlistina við The Sun is also a Star. Sama ár og East of my Youth hóf að vekja at- hygli útskrifaðist Herdís frá New York University með MA-gráðu í kvikmyndatón- listargerð. Tónlistin hefur alltaf verið í henni að eigin sögn en hún reyndi lengi vel að ýta henni í burtu og fór m.a. í lögfræðinám. Í því námi kom tónlistin aftur inn í líf hennar af miklu afli og samfara bókagrúski fór hún að semja og spila af fítons- krafti sem hún vissi vart að hún byggi yfir. Tónlistin tók að lokum yfir og verk eftir Herdísi hafa nú ratað inn í innsetningar, dansverk og leikhús en einnig í stuttmyndir og myndir í fullri lengd. Auk The Sun is also a Star (2019) á hún tón- listina í South Mountain sem kom út sama ár en það er Hilary Brougher, ein af virtari kvenleikstjórum sam- tímans, sem gerir þá mynd. Þá á Sól, sól, skín á mig Skáld Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld tekur það rólega í New York. Herdís líka tónlistina í HBO- þáttaröðinni We‘re Here sem var frumsýnd fyrir stuttu. Herdís vann með Jóhanni Jóhannssyni á meðan hún var í námi, kom að Arrival, og stuttmyndir sem hún hefur unnið tónlistina fyrir hafa verið sýndar á hátíðum eins og Berlinale, TIFF og Sundance. Herdís hefur talsvert verið í viðtölum vegna þessa við ýmsa miðla, hlaðvörp og kvik- myndaleg sérfræðirit en ég ákvað barasta að fara beint í rótina og heyra aðeins í henni sjálfri og allt fyrir tilstuðlan hins netbundna heims. Herdís býr í Berlín alla jafna en er á Íslandi um þessar mundir. Spjall okkar fór þó fram í gegnum Messenger-forritið góða og aðeins í gegnum tölvupóst. Ég var fyrir það fyrsta forvitinn um það hvernig fólk landar svona stórum bitum eins og The Sun is also a Star? „Það var í raun frekar langsótt og ótrúlegt að það hafi gerst miðað við aldur og fyrri störf!“ segir Her- dís og hlær í gegnum netið. „Um- boðskonan mín bað mig að útbúa möppu með tónlistinni minni fyrir þessa mynd, sem er oft gert. Ég hafði aldrei gert tónlist fyrir kvik- mynd í fullri lengd áður og hafði því alls ekki mikla reynslu. Við sendum tónlistina og bjuggumst í raun ekk- ert við svari og svo kom auðvitað ekkert svar! Það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna að hún sendir mér skilaboð og segir að Warner Brothers séu alltaf að streyma tónlistinni minni (en hún fær þá meldingu um það). Í sömu viku hringir hún í mig og segir: „Herdís, þú munt ekki trúa þessu en Warner Brothers voru að hringja í mig og spyrja hvort þú værir laus.“ Ég hélt auðvitað að hún væri að grínast. En þá hafði leikstjórinn ver- ið að hlusta á tónlistina mína og fannst ég vera tónskáldið fyrir myndina. Hún fékk það þá í gegn að ég væri ráðin! Stóru kvikmynda- verin eru ekki mikið í því að ráða fólk með litla reynslu svo ég var frekar heppin!“ Ég spyr Herdísi út í konur í þessum bransa, hvort hún skynji einhverjar breytingar, en tölulega og sögulega séð standa þær höllum fæti gagnvart karlmönnunum. „Konum er klárlega að fjölga í þessum bransa,“ svarar hún. „Ég held að við munum sjá fleiri og fleiri á næstu árum. Ég hef séð miklar breytingar á síðustu árum eða síðan ég byrjaði að pæla í kvikmynda- tónlist. Þegar ég var að byrja gat ég varla talið kvenkyns kvikmynda- tónskáld á fingrum annarrar hand- ar og vissi ekkert hvar ég ætti að leita að þeim! Hildur Guðnadóttir og fleiri konur eru að ryðja veginn með stærri verkefnum og ferskir vindar blása um Hollywood, finnst mér.“ Fram undan hjá Herdísi er að vinna tónlist fyrir Blackport (Ver- búðin) sem er ný sjónvarpssería frá Vesturporti. Hún segist þá vera að vinna að sólóplötu líka og verður líka í sýningu í Borgarleikhúsinu í lok árs. Það er ýmislegt hægt greinilega, sé hjartanu fylgt. » Tónlistin tók aðlokum yfir og verk eftir Herdísi hafa nú ratað inn í innsetningar, dansverk og leikhús en einnig í stuttmyndir og myndir í fullri lengd. Herdís Stefánsdóttir hefur verið að vekja at- hygli í heimi kvik- myndatónlistar, sér- staklega fyrir tónlist sína við The Sun is also a Star, sem er Holly- woodframleiðsla í stærri kantinum. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir opnar á morgun, sunnudag, kl. 13 sýninguna Mynd eftirmynd í Kompunni í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði. Þar teflir hún saman þremur mynd- pörum úr ofnum málverkum og daufum einlitum flötum sem málaðir eru beint á veggi sýningarrýmisins. Mynda verkin saman innsetningu í rýminu þar sem hefðir handverks og mál- verks mætast, skv. tilkynningu. Sýningunni lýkur 21. júní og verður hún opin daglega frá kl. 14 til 17. Ingunn er með meistaragráðu í myndlist og hefur hún sýnt víða, bæði innanlands og utan. Mynd eftirmynd opnuð í Kompunni Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Hljómsveitin Staðlaráðið hefur tón- leikaröðina Sumarjazz á Jómfrúnni í dag kl. 15 og er þetta 25. sumarið sem boðið er upp á djass á torgi veitingastaðarins. Líkt og undan- farin ár er dagskrárgerð og kynn- ing í höndum Sigurðar Flosasonar. Staðlaráðið er skipað þaul- reyndum djössurum, Ari Bragi Kárason leikur á trompet, Sigurður Flosason á saxófón, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þeir munu flytja fjölbreytta efnisskrá djass- standarda og er aðgangur ókeypis að tónleikunum sem endranær. Staðlaráðið hefur djasssumarið Blæs Ari Bragi Kárason trompetleikari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.