Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta (MÍB) voru af- hentir í vikunni og hlutu þá fjórir nýir rithöfundar sem fá hver um sig hálfa milljón króna í styrk fyrir verk sín. Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson hlaut styrk fyrir smásögurnar 500 dagar af regni; Arndís Lóa Magnús- dóttir fyrir ljóðabókina Taugaboð á háspennulínu; Guðmundur Ingi Markússon fyrir furðusöguna Skuggabrúin og Halla Þórlaug Ósk- arsdóttir fyrir ljóðsöguna Þagnar- bindindi. Samkvæmt upplýsingum frá MÍB eru Nýræktarstyrkir veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Í umsögn bókmenntaráðgjafa um 500 dagar af regni segir að um sé að ræða safn níu smásagna úr íslenskum samtíma „þar sem dregin eru fram lykilaugnablik í lífi venju- legs fólks. Höfundur hefur gott vald á smásagnaforminu sem hann notar til að bregða ljósi á hinar myrku hliðar mannsins. Næmt auga fyrir smáatriðum magnar upp ískyggilegt andrúmsloft þar sem örlögin vega salt innan ramma hversdagsins.“ Um Taugaboð á háspennulínu segir að um tvískipta ljóðabók sé að ræða sem fjalli „um tjáningu, ein- angrun og einmanaleika. Ljóðin eru ort af öryggi og hugvitssemi, meðal annars frá sjónarhóli ómálga barns og eldri manneskju sem er að tapa málinu. Höfundur dregur upp ljóslif- andi myndir sem koma oft á óvart og býr til heildstæðan og marglaga heim þar sem hið kunnuglega verður framandi“. Um furðusöguna Skuggabrúin segir að hún sé skrifuð jafnt fyrir fullorðna sem ungmenni. „Marg- vísleg átök milli ljóss og skugga, sýndar og reyndar, berast víða um ísilagt norðurhvelið en eiga sér líka stað í huga persónanna. Í þéttofnum texta er dregin upp margbrotin og vandlega útfærð heimsmynd þar sem afar blæbrigðaríkur stíll gerir umhverfið og náttúruöflin áþreifan- leg.“ Um Þagnarbindindi segir að ljóð- sagan miðli hugarheimi konu sem reyni „að ná tökum á minningum um missi og ótta, um samskipti við kon- urnar sem hafa verið henni nánastar og henda reiður á svo mörgu sem hún hefur aldrei sagt. Á yfirborðinu hafa ljóðin lágstemmt yfirbragð hversdagsraunsæis en markvisst myndmál og athuganir undirstrika sársaukann í þögninni og tilfinn- ingalega dýpt undir kyrrlátu yfir- borðinu“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægja Styrkþegarnir Guðmundur Ingi Markússon, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir ásamt Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir miðri mynd. Smásögur, ljóð, furðusaga og ljóðsaga  Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta veittir Brúðubíllinn frumsýnir sumarsýn- ingu sína í Hallargarðinum við Frí- kirkjuveg mánudaginn 8. júní kl. 14. Í framhaldinu verður sýningin sýnd á gömlum gæsluvöllum og ýmsum úti- vistarsvæðum víðs vegar um borgina alla virka daga í júní og júlí kl. 14, en allar nánari upplýsingar um sýning- arstaði má nálgast á vef Reykjavík- urborgar. Hver sýning tekur um 30 mínútur. Að vanda kostar ekkert að sjá sýningar Brúðubílsins. Á ferðinni í ár eru bæði þekktar brúður eins og Lilli, Blárefurinn og Úlli úlfur, sem er bæði hrekkjóttur og stríðinn, og svo er alltaf von á nýjum persónum og leikendum. Brúðubíllinn sýnir hvernig sem viðrar og samkvæmt upplýsingum frá sýnendum hefur aldrei fallið niður sýning sökum veðurs þó oft bæði rigni og blási hressilega. „Brúðubíllinn er bæði til skemmt- unar og fræðslu. Börnum er kennt að ganga vel um náttúruna, vera góð við blóm og dýr og sérstaklega og ekki síst við hvert annað,“ segir í tilkynn- ingu frá borginni. Morgunblaðið/Eggert Góð Helga Steffensen í góðum félagsskap annarra leikara og persóna. Brúðubíllinn á ferð Egill Heiðar Anton Pálsson er til- nefndur til dönsku sviðslistaverð- launanna sem kennd eru við Reum- ert fyrir leikstjórn sína á Fanný og Alex- ander eftir Ing- mar Bergman í nýrri leikgerð Egils sem frum- sýnd var hjá Borgarleikhúsinu í Álaborg í sept- ember 2019. Í við- tali sem Egill veitti Morgun- blaðinu í tengslum við frumsýn- inguna lýsti hann þeim sterku við- brögðum sem hann fékk frá áhorfendum í frumsýningarvikunni. „Áhorfendur hrifust af frásagnar- forminu sem blandar saman epísku frásagnarleikhúsi og dramatískum átökum. Fólki fannst líka gaman að láta koma sér á óvart með upplýs- ingum sem aðeins er að finna í nó- vellunni og ekki í sjónvarpsþátt- unum,“ sagði Egill. Uppfærslan fékk lofsamlega dóma í dönskum miðlum. Vegna kórónuveirufaraldursins með tilheyrandi samkomutakmörk- unum frestast verðlaunaafhendingin til hausts og fer fram í Folketeatret í Kaupmannahöfn 21. september og farið eftir þeim reglum sem gilda um hámarksfjölda gesta á viðburðum. Af Agli er það annars að frétta að hann flytur í sumar til Tromsø í Norður-Noregi þar sem hann tekur við starfi leikhússtjóra Hálogalands- leikhússins 1. ágúst. Tilkynnt var um ráðningu hans síðasta haust og er hann ráðinn til fimm ára. Í viðtali sem Egill veitti Morgunblaðinu þeg- ar tilkynnt var um ráðninguna sagði hann spennandi tíma framundan. „Mér finnst mjög gaman að fá tæki- færi til að skipta um umhverfi og færa mig úr leikstjórastólnum og kennslunni í leikhússtjórastólinn,“ sagði Egill sem kennt hefur leik- stjórn við Ernst-Busch-leiklistar- háskólann í Berlín þar sem hann hefur verið prófessor frá árinu 2013. Tilnefndur til Reumert- verðlauna fyrir leikstjórn Egill Heiðar Anton Pálsson Strengjakvartettinn Spútnikk held- ur hádegistónleika í Hannesarholti á morgun kl. 12.15. Á efnisskránni er Strengjakvartett opus 54 nr. 1 eftir Joseph Haydn. „Strengja- kvartettinn Spúttnik var stofnaður 2018. Meðlimir eru fiðluleikararnir Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir, víóluleik- arinn Vigdís Másdóttir og sellóleik- arinn Gréta Rún Snorradóttir. Spúttnikk hefur verið í nánu sam- starfi við fiðlusmiðinn Jón Marinó Jónsson og leikið við hin ýmsu tæki- færi á hljóðfæri hans, sum í eigu hljóðfæraleikaranna sjálfra eða fengin að láni,“ segir í tilkynningu. Miðar eru seldir á vefnum tix.is. Fjör Strengjasveitin Spútnikk ásamt Jóni. Spútnikk leikur Haydn á morgun Sjöunda starfsári tónleikaraðar- innar Hljóðana lýkur í Hafnar- borg annað kvöld, sunnudag, kl. 20 með tón- leikum Ástu Fanneyjar Sig- urðardóttur, listakonu og skálds, og Svans Vilbergssonar gítarleikara. Yfir- skrift tónleikanna er „Hljorð“. Um er að ræða nýyrði Ástu Fanneyjar sem samsett er úr orðunum „hljóð“ og „orð“ og er tilraun til að sam- þætta í eitt orð tvær ólíkar birting- armyndir merkingar. „Annars veg- ar fyrirframgefna merkingu orðanna og hins vegar samhengis- bundna merkingu hljóða, þar sem merkingin sprettur fram eftir sam- hengi þeirra og samsetningu,“ seg- ir í tilkynningu frá safninu. Hljorð á Hljóð- önum í Hafnarborg Ásta Fanney Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.