Morgunblaðið - 13.06.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
Vestmannaeyjabær og höfnin í Eyjum skörtuðu sínu fegursta
í veðurblíðunni og glampandi sólskini í vikunni þegar ljós-
hlýju veðri yfir helgina. Veðurstofan spáir frá 12 til 17 stiga
hita á landinu á morgun.
myndari tók meðfylgjandi mynd ofan af Klifi. Þrátt fyrir að
rignt hafi víða um land í gær má áfram búast við hægu og
Höfnin í Eyjum í glampandi sól og blíðu
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Ef borgin ætlar að setja fötluðu
fólki þær skorður að það geti ekki
komist um göngugöturnar og lagt
þar í sérmerkt stæði er borgin að
jaðarsetja fatlað fólk enn frekar,“
segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður Öryrkjabandalags Íslands
(ÖBÍ), um ósk Reykjavíkurborgar
um að sveitarfélög fái sjálf að ákveða
hvort og þá hvaða undanþágur verði
veittar á ökubanni um göngugötur.
Ef ósk borgarinnar verður sam-
þykkt fær borgin heimild til að tak-
marka umferð hreyfihamlaðra öku-
manna um göngugötur. Hreyfi-
hamlaðir fengu fyrst undanþágu frá
ökubanni um göngugötur í byrjun
árs eftir áralanga baráttu ÖBÍ.
Morgunblaðið greindi í gær frá
ósk borgarinnar sem hún sendi til
umhverfis- og samgöngunefndar í
apríl síðastliðnum. Þuríður segir að
það að borgin hafi sent nefndinni er-
indið um tveimur mánuðum áður en
göngugötur voru opnaðar sýni að
borgin hafi ekki verið tilbúin að láta
reyna á breytt skipulag áður en hún
óskaði eftir því að fá að fara með
undanþáguvaldið sjálf.
„Það eru mikil vonbrigði að
borgaryfirvöld vilji ekki einu sinni
láta reyna á þessa nýjung.“
Hanna Katrín Friðriksson, þing-
maður Viðreisnar sem situr í um-
hverfis- og samgöngunefnd, segir
eðlilegt að taka beiðni borgarinnar
til skoðunar. Einn liður í því sé að
skoða hvernig nágrannalöndin hagi
sambærilegu skipulagi.
„Reykjavík er sannarlega ekki
fyrsta borgin sem hefur áhuga á því
að hafa göngugötur sem virka. Ég
held að það liggi bara nærri lagi að
við kynnum okkur hvernig þetta er í
nágrannalöndunum þar sem borgar-
kjarnar hafa byggst upp í kringum
mannlíf á göngugötum.“
Ekkert samráð
Þuríður segir að ósk borgarinnar
hafi komið henni í opna skjöldu.
Ekkert samráð hafi verið haft við
hreyfihamlaða vegna málsins.
Í minnisblaðinu þar sem ósk
borgarinnar er kunngjörð er sagt
vandséð í hvaða tilgangi hreyfihaml-
aðir eigi að aka um göngugötur ef
þar er ekki að finna bílastæði fyrir
þá eða aðstæður til aksturs.
Þuríður segir ótækt ef fækka eigi
stæðum fyrir hreyfihamlaða á
göngugötum og færa þau út í hliðar-
götur. Margar þeirra eru í halla og
getur það skapað hættu fyrir fólk
sem notar hjólastól eða göngugrind-
ur þegar það fer úr ökutækjum sín-
um, sérstaklega yfir vetrartímann.
„Ég held að Reykjavíkurborg
þurfi líka að hugsa þetta í víðara
samhengi og ég velti fyrir mér
hvernig hún hyggst uppfylla mark-
mið Sameinuðu þjóðanna um málefni
fatlaðs fólks þar sem sérstaklega er
tekið á aðgengismálum og mis-
munun.“
Þuríður bendir á að í borgum þar
sem milljónir búi hafi gengið prýði-
lega að hafa göngugötur opnar fyrir
bílaumferð hreyfihamlaðra. Í því
samhengi bendir hún á Stokkhólm,
Ósló og fleiri borgir.
Hvorki náðist í borgarstjóra né
samgöngustjóra Reykjavíkur við
vinnslu fréttarinnar.
Takmörkun á umferð jaðarsetning
Morgunblaðið/Hari
Ósk Þuríður vonast til þess að borgin horfi á beiðni sína í víðara samhengi.
ÖBÍ segir ósk borgarinnar um undanþáguvald vonbrigði og ótækt ef flytja eigi stæði Nefndarmað-
ur segir eðlilegt að skoða málið og líta til nágrannalanda Erindi borgarinnar barst nokkru fyrir opnun
Dagskrá:
Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu
á ársfundinummeð málfrelsi og tillögurétti.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs
Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00
Gildi–lífeyrissjóður
Ársfundur 2020
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir
Sigurði Sigurðssyni í 10 ár vegna til-
raunar til manndráps, en áður hafði
hann verið dæmdur í 6 ára fangelsi í
Héraðsdómi Austurlands vegna
málsins.
Landsréttur segir í dómi sínum að
hending ein hafi ráðið því að ekki
hlaust bani af og að Sigurður hafi
sýnt einbeittan brotavilja við verkn-
aðinn. „Verður lagt til grundvallar
að atlagan hafi verið með þeim hætti
að það hafi verið beinn ásetningur
ákærða að brotaþoli biði bana af,“
segir í dóminum.
Dæmdar bætur hækkaðar úr 2
milljónum í 2,7 milljónir
Þá eru dæmdar bætur einnig
hækkaðar úr tveimur milljónum í
tæplega 2,7 milljónir.
Var Sigurður fundinn sekur um að
hafa ráðist á mann á heimili í Nes-
kaupstað með tveimur hnífum. Sig-
urður stakk manninn í hálsinn og
margsinnis í líkama með þeim afleið-
ingum að maðurinn hlaut fjölda
áverka.
Neitaði Sigurður sök í málinu fyrir
dómi. Upplýst var að Sigurður hefði
verið mjög ósáttur við sambandsslit
sín við unnustu þess sem varð fyrir
árásinni og að hann hefði í aðdrag-
anda árásarinnar haft í alvarlegum
hótunum.
Fram kom í frumskýrslu lögreglu
að lögreglumenn hefðu haft afskipti
af Sigurði allnærri vettvangi. Hann
var með blóð á höndum og föt hans
voru einnig blóðug. Hann var færður
á lögreglustöð og vistaður í fanga-
klefa.
Fram kemur að Sigurður hafi ver-
ið í annarlegu ástandi, en ekki verið
með sýnileg ölvunareinkenni. Þá
segir í skýrslunni að framburður
hans hafi verið greinargóður og mál-
farið skýrt.
10 ár fyrir tilraun
til manndráps
Landsréttur þyngdi refsidóminn