Morgunblaðið - 13.06.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 13.06.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Það vantar ekki hugmyndirnarhjá þeim sem stjórna Reykja- víkurborg en þær mættu óneitan- lega margar vera betri. Nýjasta hugmyndin er að hrúga upp grjóti meðfram Eiðsgranda. Þegar þau ósköp hófust héldu líklega flestir að þarna væri verið að undirbúa að tyrfa lítil hæðardrög eins og hefur komist í tísku í seinni tíð og á víða vel við. Svo kom á daginn að það stóð alls ekki til, þarna áttu einfald- lega að vera grjóthrúgur.    Nú hefur komið í ljós að afaróljóst er hvernig grjóthrúg- urnar eiga að vera, en svo virðist sem ætlunin sé að leyfa þar nokkuð frjálsan uppvöxt ýmissa plantna.    Þá segir fulltrúi meirihlutans íborginni að með því að setja niður þessar hrúgur minnki svæðið sem þurfi að slá. Þetta er út af fyrir sig óumdeilanlegt og þar með er líka búið að slá af stærsta græna svæðið í Vesturbænum.    En hvers vegna að láta staðarnumið þar. Grjóthrúgur geta leyst sláttuvandann víðar, að ekki sé talað um malbik, sem ekki þarf að fjölyrða um að myndi draga úr gras- slætti, til dæmis á Klambratúni og í Hljómskálagarðinum, að ekki sé tal- að um umferðareyjur borgarinnar.    Tækifærin eru fjölmörg og meðþessu mætti slá verulega á sláttuvandann, þó að óljóst sé hvort þetta slægi á sláttuvandann hjá borgarsjóði, en borgaryfirvöld hafa svo sem ekki áhyggjur af honum, þ.a. óþarft er að fjölyrða um hann. Grænt svæði slegið af STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Okkur dettur helst í hug að fólk sé að nota gamla snjallforritið. Gömlu snjallforritunum var lokað á fimmtu- dag þannig að virkni þeirra er nú orðin engin,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslands- banka. Vísar hann í málinu sínu til virkni snjallforrita bankans. Hefur nokkur fjöldi viðskiptavina orðið var við að umrædd snjallforrit hafi ekki virkað sem skyldi undanfarna daga. Þrátt fyrir að nýtt snjallforrit hafi litið dagsins ljós í byrjun árs virðist sem enn hafi talsverður fjöldi fólks notast við eldri forrit. Aðspurður segir Björn að ekki hafi margar kvartanir borist inn á borð bankans. „Það eru margir mánuðir síðan nýtt forrit kom. Nú hefur það alfarið tek- ið við, en við höfum ekki tekið eftir neinu sérstöku hér hjá okkur,“ segir Björn og bætir við að þeir sem sótt hafi nýja forritið en eigi í vandræð- um þurfi hugsanlega að uppfæra símann. „Það er eðlilegt að rof verði í þjón- ustu gömlu forritanna enda hefur þeim verið lokað. Fólk þarf í þeim til- fellum að sækja nýtt forrit. Ef fólk er hins vegar í vandræðum með nýja snjallforritið þarf hugsanlega að uppfæra stýrikerfið eða appið sjálft,“ segir Björn. aronthordur@mbl.is Snjallforrit bankans gerð óvirk  Gömul snjallforrit Íslandsbanka tekin úr notkun á fimmtudag í síðustu viku Morgunblaðið/Eggert Íslandsbanki Gamalt snjallforrit var tekið úr umferð í síðustu viku. Skemmti- og veitingastaðurinn Spot verður opnaður á ný eftir langa kór- ónuveirulokun sem hófst um miðjan mars. Nýir eigendur voru þá nýbúnir að kaupa staðinn og voru tilneyddir til að loka honum næstum strax aftur. Nú mætir staðurinn aftur til leiks tvíefldur og vænta má að það uppá- tæki eigenda að gefa 500 Tuborg- bjóra muni laða einhverja að þegar staðurinn verður opnaður á þriðju- daginn klukkan fimm. Staðnum gerbreytt Eyrún Erla Ólafsdóttir, sem á staðinn ásamt Daníel Erni Einars- syni og Birgi Ragnari Birgissyni, segir að staðnum hafi verið gerbreytt á meðan það var lokað. Nýir skjá- varpar, sýningartjöld og hljóðkerfi hafa verið sett upp og þá hefur kar- íókí-herbergjum verið komið fyrir inni á staðnum. Enski boltinn verður í hávegum hafður á Spot í vetur og heimildir Morgunblaðsins herma meira að segja að viðræður standi yf- ir með eigendum staðarins og for- svarsmönnum í Liverpool-klúbbnum um að horfa á leiki á staðnum. Áherslurnar verða þær sömu og hingað til á Spot, sport, veislur og við- burðir. Þannig er Páll Óskar bókaður á Pallaball 4. júlí og verður einnig um áramótin á Spot. Þá er veitingastaður rekinn yfir daginn á Spot í hádeginu og fram á kvöld. Annars verður hefð- bundin opnun alla daga. snorrim@mbl.is Splunkunýr Spot splæsir bjór  Nýir eigendur opna staðinn eftir lokun  Viðræður í gangi við Liverpool-klúbbinn Eigendur Spot Eyrún Erla, Birgir Ragnar og Daníel Örn hafa öll reynslu úr veitingageiranum. BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 SAMBA Einingasófi sem hægt er að raða saman á ótal vegu Frábært úrval af áklæðum Horntungusófi á mynd Stærð 295x233 kr. 387.800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.