Morgunblaðið - 13.06.2020, Page 23

Morgunblaðið - 13.06.2020, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Varp Fjórir litlir gæsarungar voru nýskriðnir úr eggjunum í hreiðri í Gufunesi þegar ljósmyndari átti þar leið hjá í gær. Eggert vinna er í fullum gangi um þessar mundir, engar niðurstöður eru komnar en margar tilgátur eru á sveimi í alþjóðasamfélaginu. Fyrsta tilfelli Covid-19 var opin- berlega staðfest í Wuhan-borg en það þýðir ekki endilega að upprun- ann sé að finna þar. Nokkur ríki, eins og t.d. Frakkland og Banda- ríkin, hafa undanfarið staðfest til- felli sem hefur komið í ljós að voru staðfest á undan fyrstu tilfellunum í Wuhan. WHO hefur einnig lýst sig reiðubúið til að skoða allar upplýsingar sem gætu leitt okkur nær því að rekja uppruna veir- unnar og mun skoða allar slíkar ábendingar. Sameiginleg yfirlýsing nokkurra helstu alþjóðlegu sér- fræðinga í heilbrigðisvísindum, sem birtist í hinu virta lækna- tímariti Lancet, staðfestir einnig ferðum og reynslu af meðhöndlun farald- ursins með umheim- inum með opnum og ábyrgum hætti og höfum við brugðist við áhyggjum ýmissa aðila og aukið sam- vinnu við alþjóða- samfélagið. Í öðru lagi: Kína hefur aldrei skorast undan því að rann- saka uppruna veir- unnar. Við höfum alltaf verið opin fyrir alþjóðlegum rannsóknum og styðjum fagleg samskipti milli vísindamanna sem felast í að skiptast á gögnum og reynslusögum af baráttunni við veiruna. Það eina sem við erum ósátt við eru staðhæfulausar ásak- anir gegn Kína og að reynt sé að nota rannsóknir á uppruna veir- unnar í pólitískum tilgangi. Hinn 19. maí var samþykkt á 73. Al- þjóðaheilbrigðisþinginu (WHA) ályktun varðandi viðbrögð við Co- vid-19-faraldrinum og var Kína, eitt af 140 ríkjum, þátttakandi og styrktaraðili ályktunarinnar. Ályktunin staðfestir og styður við forystuhlutverk WHO gegn far- Hinn 8. júní var birt í Morgun- blaðinu ritstjórnargrein undir nafninu „Hvers vegna þessi leynd?“ þar sem settar voru fram vangaveltur og gagnrýni varðandi það af hverju Kína væri að hindra alþjóðlegar rannsóknir á uppruna kórónuveirunnar. Mig langar fyrir hönd kínverska sendiráðsins að benda á nokkur atriði. Í fyrsta lagi: Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hef- ur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum. Faraldurinn af völd- um Covid-19 er einhver mesta vá sem hefur ógnað mannkyninu síð- ustu hundrað árin og er alvarleg kreppa og gríðarleg áskorun fyrir allan heiminn. Þegar Kína stóð fyrst frammi fyrir þessum óvænta sjúkdómi tilkynnti það umsvifa- laust um sjúkdóminn til WHO og til alþjóðasamfélagsins og setti umsvifalaust af stað rannsóknir á veirunni og áhrifum hennar og birti síðan í byrjun janúar grein- ingu á genamengi veirunnar og hlaut Kína þakkir fyrir frá WHO og alþjóðasamfélaginu. Kínverska ríkisstjórnin hefur síðan deilt að- aldrinum og biðlar til aðildarríkja að vinna gegn mismunun og ásökunum, berjast gegn upplýsingaóreiðu og vinna saman að rannsóknum á grein- ingu, meðferð, lyfja- meðferð, leitinni að bóluefni og rann- sóknum á uppruna veirunnar. Sérstaka áherslu skyldi leggja á að grafast fyrir um ná- kvæman uppruna veir- unnar og hvernig hún barst yfir í menn, með viðkomu í hugsanlegum millihýslum. Í ályktuninni er sér- stökum stuðningi lýst við að WHO hlutist til um sanngjarna og sjálf- stæða endurskoðun innan við- unandi tímatakmarkana. Við von- umst til að þessari ályktun frá WHA verði fylgt eftir með festu og komi til með að bæta viðbrögð alþjóðasamfélagsins í framtíðinni. Í þriðja lagi: Þessi nýja kórónu- veira er áður óþekkt veira. Það er viðfangsefni heilbrigðisvísinda- manna að komast að uppruna hennar. Niðurstaðan verður að byggjast á grunni staðreynda og vísindalegra vinnubragða. Þessi að Covid-19 eigi sér náttúrulegan uppruna og sé ekki tilbúin veira. Nú nýlega gaf forstjóri Veiru- fræðistofnunarinnar í Wuhan, ásamt samstarfsmönnum sínum í Bandaríkjunum til langs tíma, það út með skýrum hætti að stofnunin hefði hvorki áætlanir um né getu til að framleiða neinar kórónu- veirur. Kína hefur fært gríðarlegar fórnir en á sama tíma lagt sitt af mörkum til að berjast gegn veir- unni á heimsvísu. Það ætti að virða framlag Kína og það ætti ekki að gagnrýna það og ásaka án nokk- urra raka. Kína kallar eftir því að alþjóðasamfélagið standi saman og hafni fordómum og hroka og hafni öllum tilraunum til að finna söku- dólga og annað sem er notað til að slá pólitískar keilur, og standi saman gegn fordómum og ásök- unum í pólitískum tilgangi. Með því að gera það munum við sjá að andi einlægni, samvinnu, ábyrgðar og staðfestu mun leiða einstak- linga og þjóðir frá öllum heims- hornum til sigurs gegn faraldr- inum. Eftir Le Shuang Le Shuang » Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum. Höfundur er talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi. Athugasemdir talsmanns kínverska sendiráðsins á Íslandi Þegar skórinn kreppir og atvinnu- leysi eykst beinast sjónir að atvinnuleys- isbótum. ASÍ kom ný- verið fram með til- lögur þess efnis að hækka verulega at- vinnuleysisbætur. Slíkar hugmyndir þarf að skoða af yfirvegun, ekki einungis í ljósi erfiðrar stöðu í efnahagsmálum heldur fyrirsjáanlegra langtíma- áhrifa. Mikilvægt er að aðilar vinnumarkaðar og stjórnvöld geri sér grein fyrir að rétt viðbrögð við auknu atvinnuleysi er ekki hækkun atvinnuleysisbóta heldur sköpun al- mennra skilyrða fyrir varanlegri fjölgun starfa og að spornað verði gegn langtímaatvinnuleysi. Í milli- tíðinni er óhjákvæmilegt að fjöl- margir þurfi að þiggja atvinnu- leysisbætur þar til efnahagslífið nær fyrri styrk. Markmið atvinnu- leysisbóta er að fleyta fólki yfir tímabundið tekjufall vegna starfs- missis og veita ráðrúm til að finna starf við hæfi. ASÍ krefst hins veg- ar svo mikillar hækkunar bóta að stórum hluta atvinnulausra yrðu nánast tryggðar fullar fyrri tekjur í hálft ár. Tillögurnar eru rökstuddar með vísan til ástandsins á vinnu- markaði, þótt flestum ætti að vera ljóst að næðu þær fram að ganga yrðu þær ekki aftur teknar. Tillögur ASÍ eru þríþættar; 16 prósent hækkun hámarks tekjutengdra bóta, tvö- földun tímabils tekju- tengdra atvinnuleysis- bóta og hækkun grunnatvinnuleysis- bóta um 10 prósent. Í krónum talið felur krafan í sér hækkun hámarksbóta úr rúmlega 456 þús.kr. í 529 þús.kr. og hækkun grunnbóta úr tæplega 290 þús.kr. í rúmlega 318 þús.kr. Þá krefst ASÍ breytinga á útreikn- ingi tekjutengdra atvinnuleysisbóta þannig að skerðing vegna tekna hefjist við tekjur umfram lág- markstekjutryggingu. Næði sú krafa fram að ganga myndu bætur til starfsmanns sem hafði 550 þús.kr. í laun áður hækka um 100 þús.kr., eða úr 385 þús.kr. í 485 þús.kr. Að mati ASÍ eru slíkar breytingar, ef til þeirra kæmi, hóf- legar og einfaldar og ástæðulaust að bíða með að hrinda þeim strax í framkvæmd. Tillögur ASÍ letjandi til atvinnuleitar Höfuðmáli skiptir að atvinnuleys- isbótakerfið sé byggt upp þannig að hvati sé til atvinnuleitar. Tveir meginþættir skipta máli í því efni; fjárhæð atvinnuleysisbóta og hversu víðtækur réttur er til þeirra. Því minni sem munurinn er á at- vinnuleysisbótum og launum starfs- manns fyrir atvinnumissi, þeim mun minni hvati er til atvinnuleitar, sem síðan þrýstir upp atvinnuleysi. Þetta hefur verið staðfest í fjölda fræðigreina. Við blasir að starfs- maður, sem hafði 550 þús.kr. í laun áður og fær 485 þús.kr. í tekju- tengdar atvinnuleysisbætur, hefur lítinn hvata til að ráða sig til vinnu á ný vegna tekjutaps. Þegar tekið er tillit til óhjákvæmilegs kostnaðar við að sinna starfi, til dæmis ferða- kostnaðar og leikskólagjalda, blasir við að frá tekjusjónarmiði er hvat- inn lítill sem enginn við slíkar að- stæður. Mikilvægt er að horfa á heildar- myndina. Við samanburð á fjár- hæðum atvinnuleysisbóta milli landa er algengast að bera saman ráðstöfunartekjur fyrir og eftir at- vinnumissi. Árið 2019 voru atvinnu- leysisbætur á Íslandi þær sjöundu hæstu meðal OECD-ríkja í slíkum samanburði. Næði ASÍ fram kröf- um sínum yrðu atvinnuleysisbætur þær allra hæstu innan OECD, þ.e. hvergi minni munur á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi og þ.a.l. hvergi minni hvati til atvinnuleitar en á Íslandi. Álíka niðurstaða fæst þegar litið er til langtímaatvinnu- leysis. Afleiðingarnar eru þekktar; atvinnuleysi ykist enn frekar og langtímaatvinnulausum fjölgaði með tilheyrandi kostnaði fyrir sam- félagið allt. Þá er betur heima setið en af stað farið. Í apríl 2020 mældist atvinnuleysi 18 prósent. Atvinnuleysi er eitur í beinum þjóðarinnar og eitt mikil- vægasta viðfangsefni næstu miss- era er sköpun arðbærra starfa. Efnahagsleg hagsæld byggist á því að skapa aukin verðmæti sem landsmenn allir njóta góðs af í formi bættra lífskjara. Það verður ekki gert með rót- tækum breytingum á atvinnuleysis- bótakerfinu þannig að heimsmet sé slegið í atvinnuleysisbótum. Slík að- gerð væri hvorki einföld né skyn- samleg ráðstöfun. Eftir Ásdísi Kristjánsdóttur Ásdís Kristjánsdóttir »Höfuðmáli skiptir að atvinnuleysisbóta- kerfið sé byggt upp þannig að hvati sé til at- vinnuleitar. Höfundur er aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Bótamet eitur í beinum þjóðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.