Morgunblaðið - 13.06.2020, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
Í ljósi þess að
heilbrigðisyfir-
völd á Íslandi
hafa í hyggju að
opna landamæri
hinn 15. júní nk.
er eðli máls sam-
kvæmt nauðsyn-
legt að gæta
fyllstu varfærni í
slíkri aðgerð. Í
dag er gert ráð
fyrir að komu-
farþegar verði skimaðir við
komuna til landsins á Kefla-
víkurflugvelli, ella fari þeir í 14
daga sóttkví. Gert er ráð fyrir
að sýni séu tekin við komuna
og send til rannsóknar til
Reykjavíkur. Jafnframt er
gert ráð fyrir að það taki þrjár
til fimm klukkustundir að fá
niðurstöðu. Gert er ráð fyrir
að innheimta kr. 15.000 frá og
með 1. júlí. Ekki er gert ráð
fyrir að það verði hægt að
skima meira en 500 farþega á
dag miðað við núverandi af-
köst. Það þýðir að afköstin
gætu orðið 15.000 manns á
mánuði.
Ef opna á landamærin fyrir
frjálsan flutning farþega til og
frá landinu er nauðsynlegt að
sú framkvæmd að greina smit
verði til muna skilvirkari.
Greiningin gerist hraðar og
með sem fyllstri nákvæmni.
Með hliðsjón af fjölda komuf-
arþega til landsins undanfarin
ár blasir við að koma þarf upp
aðstöðu á Keflavíkurflugvelli
sem greinir nokkur þúsund
farþega á dag. Þá væri æski-
legt að taka sýna og greining á
flugvellinum tæki aðeins mín-
útur en ekki klukkustundir
með flutningi sýna til Reykja-
víkur. Sú tækni er nú þegar
þekkt hjá fyrirtæki í
Bandaríkjunum.
Jákvæð greining tekur
fimm mínútur og neikvæð átta
mínútur, samtals 13 mínútur.
Tækið er rétt um 3 kg að
þyngd og á stærð við sæmi-
lega stóra brauðrist. Miðstöð
sýnatöku væri hægt að koma
fyrir á innkomustað komuf-
arþega og brottfararstað far-
þega sem yfirgefa landið.
Greining ásamt bókunarnúm-
eri farþega eða strikamerki
væri þá tilbúin áður en farþeg-
inn yfirgæfi flugstöðina við
komu til landsins. Þá væri
hægt að gera viðeigandi ráð-
stafanir. Á vefsíðu fyrir-
tækisins er kennslumyndband
varðandi notkun á tækinu.
Það tekur um klukkustund að
læra hvernig taka á og greina
sýni.
Þá væri rétt að skoða þann
kost að hafa slík tæki um borð
í flugvélum. Flugfreyjur eru
margar hverjar hjúkrunar-
fræðingar að mennt og gætu
þá sinnt því verkefni að greina
smit um borð í flugvélum ef
tilefni gæfist til að skoða slíkt.
Niðurstöður greininga geta
farið með ljóshraða milli staða
og þannig tryggt eðlileg og
hröð viðbrögð þegar við fyrstu
merki þess að faraldur sé far-
inn af stað á einum eða öðrum
stað í heiminum. Öllum ætti að
vera ljóst að nauðsynlegt er að
útvega heilbrigðisstarfsfólki
allan þann búnað sem tryggir
skjótan árangur í greiningu
þar sem fólk mætir til umönn-
unar.
Sameindaprófunartækni
gerir kleift að greina vírusa
með því að bera kennsl á lítinn
hluta erfðamengis vírusa og
magna síðan þann hluta þar til
nóg er fengið til greiningar.
Þetta ferli getur skipt sköpum
í biðtíma frá klukkustundum í
mínútur. Hafa ber í huga að
farsóttir geta mögulega komið
í bylgjum. Spænska veikin
byrjaði vor og
sumar 1918.
Önnur bylgjan
var um haustið
1918. Sagt er að
á fjórum mán-
uðum hafi farist
hundrað millj-
ónir. Þriðja
bylgjan gekk
þegar komið var
fram á árið 1919.
Hafa ber í huga
að þrátt fyrir
nafnið spænska
veikin átti hún ekki upptök sín
á Spáni. Fyrsta skráða tilfellið
var í miðríkjum Bandaríkj-
anna.
Aðgerðaleysi gagnvart
næstu bylgju er ekki skyn-
samlegt viðhorf. Við opnun
landamæra er gert ráð fyrir
að greina þurfi 1.000 sýni á
dag. Á sama tíma er ljóst að
tækjabúnaður, húsnæði og
mönnun á sýkla- og veiru-
fræðideild Landspítala gerir
það að verkum að ekki verður
hægt að greina 1.000 sýni á
dag. Þá hefur komið fram hjá
yfirlækni sýkla- og veiru-
fræðideildarinnar að deildin
sé ekki í stakk búin til glíma
við stórar farsóttir. Húsnæði
deildarinnar er ónothæft
vegna lekaskemmda. Það
vantar fé til kaupa á sjálf-
virkri og vinnusparandi
tækni. Á sama tíma og dreift
er milljörðum af opinberu fé
út í samfélagið til að mæta af-
leiðingum Covid 19-
faraldursins er ekki brugðist
við og sýkla- og veirufræði-
deildinni komið í nothæft hús-
næði.
Hér virðist vera á ferðinni
svipað viðhorf og endurspegl-
ast í þeirri áætlun ríkis-
stjórnarinnar að leggja niður
Nýsköpunarmiðstöð á sama
tíma og rætt er um að örva
nýsköpun í landinu. Nýsköp-
unarmiðstöð er í eigin hús-
næði með skrifstofur og rann-
sóknaaðstöðu. Þar starfa um
80 manns, sérfræðingar á fjöl-
mörgum sviðum. Kostnaður
innan við einn milljarður á ári.
Í stað þess að láta Nýsköp-
unarmiðstöðina lifa stendur til
að handdreifa nokkur hundr-
uð milljónum út í samfélagið
samkvæmt geðþóttaákvörðun
ráðherra. Þá er einnig viðbúið
að hér sé verið að hrekja hóp
sérfræðinga á fjölmörgum
sviðum úr landi á sama tíma
og stjórnmálamenn tala fjálg-
lega um stuðning við nýsköp-
un í landinu.
Í stað þess að setja gjald á
farþega sem eru skimaðir kr.
15.000 væri skynsamlegra að
setja 2.000 króna komugjald á
alla komufarþega – óháð því
hvort margir eða fáir eru
skimaðir. Það þýðir hvað
tekjur varðar í venjulegu ár-
ferði fjórir til fimm milljarða á
ári. Þeim fjármunum yrði síð-
an varið til að verjast farsótt-
um og öðrum ógnum í fram-
tíðinni. Gjaldið mætti líka
nota til að tryggja kostnað við
vernd og gjaldfrjálst aðgengi
að náttúruperlum þjóðar-
innar.
13 mínútur
Eftir Ólaf
Jónsson
»Með hliðsjón
af fjölda komu-
farþega til landsins
þarf að koma upp
aðstöðu á Kefla-
víkurflugvelli sem
smitgreinir nokkur
þúsund farþega
á dag.
Ólafur
Jónsson
Höfundur er
uppfinningamaður.
gwpolj@gmail.com
✝ SveinbjörnGuðmundsson
rafmagnseftir-
litsmaður, Blóm-
vangi 2, Egils-
stöðum, fæddist í
Mið-Sandvík í
Norðfjarðarhreppi
1. október 1926.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Dyngju á Egils-
stöðum 30. maí
2020.
Foreldrar hans voru hjónin
Sesselja Sveinsdóttir, f. 23.
ágúst 1891 á Barðsnesi í Norð-
firði, d. 1. október 1926 í Mið-
Sandvík, og Guðmundur Gríms-
son, bóndi í Mið-Sandvík, f. 14.
júlí í Ásakoti í Biskupstungum,
d. 10. febrúar 1941 í Reykjavík.
Foreldrar Sveinbjörns bjuggu í
Guðmundarhúsi á Barðsnesi í
Norðfirði, árið 1923 fluttu þau
hús sitt og reistu í Mið-Sandvík.
Þar bjuggu þau þar til 1926 að
Sesselja andaðist, frá tíu börn-
um þeirra hjóna. Börn þeirra
hjóna voru þessi: 1) Helga Þur-
íður, f. 1. apríl 1916 á Barðs-
nesi, d. 6. nóvember 2011. 2)
María f. 19. febrúar 1917 á
Barðsnesi, d. 7. janúar 2000. 3)
Óskar, f. 16. febrúar 1918 á
börn saman en fyrir átti Erla
dótturina Aðalbjörgu Vil-
hjálmsdóttur, f. 14. maí 1948 á
Svalbarðseyri í Fáskrúðsfirði.
Maður Aðalbjargar var Snorri
Hlöðversson, f. 13. maí 1944, d.
7. júní 2016. Snorri var lengi
vélgæslumaður við Grímsár-
virkjun og bjuggu þau hjón
þar, en fluttu síðar í Egilsstaði.
Dætur Aðalbjargar og Snorra
eru: Erla f. 22. apríl 1972, bú-
sett í Reykjavík, og Ingibjörg,
f. 12. maí 1973, búsett á Egils-
stöðum.
Móðir Sveinbjörns andaðist
er hann fæddist, var hann þá
tekinn í fóstur að Parti í Sand-
vík af Jóhannesi Árnasyni og
börnum hans. Um 1939 lá leið
hans til Neskaupstaðar í skóla.
Á þessum árum mun áhugi
hans hafa vaknað á rafvirkja-
námi. Eftir það lá leiðin til
Reykjavíkur og stundaði hann
nám í rafmagnsdeild Vélskól-
ans í Reykjavík 1949-1952.
Fluttist til Fáskrúðsfjarðar
1952 og var rafveitustjóri þar
til 1957. Rafmagnsgæslu-
maður hjá Rafmagnsveitum
ríkisins á Fáskrúðsfirði og
Stöðvarfirði 1957-1966.
Fluttist þá til Egilsstaða og
gerðist yfirverkstjóri hjá Raf-
magnsveitum ríkisins, Austur-
landsveitu. Umdæmiseftirlits-
maður Rafmagnseftirlits ríkis-
ins 1970-1994.
Útförin fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 13. júní
2020, klukkan 14.
Barðsnesi, d. 4.
ágúst 1991. 4) Ein-
ar Guðmann, f. 22.
nóvember 1919 á
Barðsnesi, d. 6.
ágúst 1998. 5)
Sveinn, f. 11. apríl
1921 á Barðsnesi,
d. 9. mars 1983. 6)
Guðrún, f. 5. júlí
1922 á Barðsnesi,
d. 4. september
2013. 7) Magnús, f.
26. júlí 1923 í Mið-Sandvík, d.
6. júní 1999. 8) Hallgerður, f. 2.
ágúst 1924 í Mið-Sandvík. 9)
Sesselja, f. 15. júlí 1925 í Mið-
Sandvík, d. 26 september 2010.
10. barnið var Sveinbjörn.
Árið 1952 fluttist Sveinbjörn
til Fáskrúðsfjarðar og gerðist
þar rafveitustjóri, þar kynntist
hann konu sinni, Erlu Björg-
vinsdóttur, símaverði og hús-
freyju, f. 26. janúar 1928 á
Svalbarðseyri, Fáskrúðsfirði.
Hún lést á Egilsstöðum 22. maí
2014. Foreldrar Erlu voru
Björgvin Benediktsson, f. 3.
ágúst 1891 á Hvalnesi í
Stöðvarfirði, d. 5. apríl 1962,
og Valborg Árnadóttir kona
hans, f. 22. maí 1901 á Búðum í
Fáskrúðsfirði, d. 24. júlí 1990.
Sveinbjörn og Erla áttu ekki
Elsku afi. Það er margs að
minnast og margs að sakna. Við
systur eigum svo ótalmargar ljúf-
ar og góðar minningar um afa og
ömmu á Hörgsásnum. Það var
ekki í kot vísað að koma í heim-
sókn; nóg til af öllu en mest af ást
og umhyggju. Þær eru margar
góðar minningarnar sem koma
upp í hugann á stund sem þess-
ari, þú lagðir mikið upp úr því að
við töluðum rétt íslenskt mál og
tókst okkur á teppið ef við not-
uðum ekki réttu orðin sem við
áttu og beygðum vitlaust.
Þú lagðir mikla áherslu á að
við kynnum bæjarnöfnin á leið-
inni Grímsárvirkjun – Egilsstað-
ir, þú varst líka duglegur að pre-
dika yfir okkur hversu hættulegt
rafmagn væri, það skilaði sér.
Við fórum í margar skemmti-
legar ferðirnar með ykkur ömmu
út í náttúruna, þar sem þú varst
sérlega mikill náttúruunnandi og
þekktir mörg kennileiti, þú
þekktir allar línur á landinu og
gast sagt okkur hvert hver lína
lá. Við systur vorum einstaklega
heppnar að fá þig sem afa inn í
okkar líf.
Elsku afi, við kveðjum þig með
þínum orðum: Takk fyrir komuna
og takk fyrir allt.
Þínar elskandi afastelpur,
Erla og Ingibjörg.
Sveinbjörn föðurbróðir okkar
er nú fallinn frá og viljum við
minnast hans með nokkrum orð-
um.
Hann fæddist í Mið-Sandvík í
Sandvík í Norðfjarðarhreppi 1.
október 1926. Foreldrar hans
voru hjónin Sesselja Sveinsdótt-
ir, húsfreyja í Mið-Sandvík, og
Guðmundur Grímsson, bóndi
þar. Þau hjón byrjuðu sinn bú-
skap á Barðsnesi við Norðfjörð í
svonefndu Guðmundarhúsi, árið
1923 fluttu þau hús sitt og reistu
það í Mið-Sandvík. Þar bjuggu
þau þar til 1926 að móðir hans
andaðist frá tíu börnum þeirra
hjóna. Var það mikið reiðarslag,
eftir það var börnunum komið í
fóstur og til dvalar á meðal vina
og ættingja. Sveinbjörn, sem þá
var nýfæddur, fór í fóstur á
næsta bæ, til Jóhannesar Árna-
sonar bónda á Parti í Sandvík,
sem þá var orðinn ekkjumaður og
bjó þar með börnum sínum þrem-
ur þeim Margréti, Júlíusi og
Sveinbirni, einnig var þar á heim-
ilinu Þuríður Sæmundsdóttir
fósturdóttir. Í Parti átti Svein-
björn heimili þar til 1939 að hann
fór til Neskaupstaðar í skóla, þá
var Þuríður flutt þangað og bjó
með Guðna Sveinssyni móður-
bróður hans.
Í Neskaupstað tók Sveinbjörn
próf frá Barnaskólanum, síðan lá
leiðin í Gagnfræðaskólann og
Iðnskólann þar. Á þessum árum
mun áhugi hans hafa vaknað á
rafvirkjanámi, sem hann hóf.
Eftir það lá leiðin til Reykjavíkur
og stundaði hann nám í raf-
magnsdeild Vélskólans í Reykja-
vík 1949-1952, og tók þaðan
sveinspróf. Háspennulöggildingu
fékk hann 1960.
Árið 1952 fluttist hann til Fá-
skrúðsfjarðar og gerðist þar raf-
veitustjóri til 1957. Rafmagns-
gæslumaður hjá Rafmagns-
veitum ríkisins á Fáskrúðsfirði
og Stöðvarfirði 1957-1966. Flutt-
ist þá til Egilsstaða og gerðist
yfirverkstjóri hjá Rafmagns-
veitum ríkisins, Austurlands-
veitu.
Umdæmiseftirlitsmaður Raf-
magnseftirlits ríkisins 1970-1994.
Sveinbjörn hafði sem aukastörf
hjá Rafmagnseftirliti ríkisins
slysa- og brunavarnamál og
fræðslu um það efni, hann hélt
nærfellt 400 fræðslufundi í skól-
um og á vinnustöðum um hættur
af völdum rafmagns o.fl.
Í Parti tók hann þátt í ýmsum
bústörfum og í Neskaupstað
vann hann einnig ýmis verka-
mannastörf, m.a. um tíma við
lagningu á veginum frá Eskifirði
til Viðfjarðar, þar hafði hann m.a.
það verk að vera kúskur. Það fól í
sér að teyma hesta er drógu kerr-
ur með efni í veginn.
Eftir að Sveinbjörn kom til Fá-
skrúðsfjarðar 1952 kynntist hann
konu sinni, Erlu Björgvinsdóttur
talsímaverði, mikilli sómakonu,
Sveinbjörn
Guðmundsson
á stríðsárunum. Messuþjónar að-
stoða og lesa ritningarlestra, séra
María Ágústsdóttir þjónar og stýrir
guðsþjónustunni.
DIGRANESKIRKJA | Sameiginleg
guðsþjónusta fyrir Digraneskirkju og
Hjallakirkju verður sunnudaginn kl. 11
í Digraneskirkju. Boðið er upp á kaffi
og kex að lokinni athöfn.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á
pólsku kl. 19.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra
Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Dómkórinn og dómorgan-
istinn Kári Þormar.
EIÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20.
ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl.
11. Sr. Þór Hauksson þjónar. Organisti
er Krizstina K. Szklenár. Kaffi og spjall
eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Ferming. Sr. Sigurður Jónsson sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur
djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti
Bjartur Logi Guðnason.
Hátíðarguðsþjónusta á íhugunar-
brautinni við Rósagarðinn í Laugardal
á lýðveldisdaginn, 17. júní kl. 11. Sr.
Sigurður Jónsson sóknarprestur þjón-
ar, Gunnbjörg Óladóttir guðfræðinemi í
starfsþjálfun prédikar. Félagar úr Kór
Áskirkju syngja undir stjórn Arngerðar
Maríu Árnadóttur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalar-
nesi | Guðsþjónusta og aðalfundur
Brautarholtssóknar í Fólkvangi 14.
júní kl. 11. Venjuleg aðalfundarstörf
hefjast strax á eftir stundinni.
Kynning á aðstöðuhúsi við Brautar-
holtskirkju. Hugmyndakassi sem tek-
ur við hugmyndum um starf sóknar-
innar.
Boðið verður upp á súpu og brauð.
ATH! Í Fólkvangi er auðvelt fyrir þau
sem vilja að halda fjarlægð. Spritt-
brúsi í anddyri.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sameiginleg
gönguguðsþjónusta Breiðholtssafnað-
anna. Gengið verður frá Fella- og Hóla-
kirkju kl. 10 að Breiðholtskirkju þar
sem guðsþjónusta hefst kl. 11. Sr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar, organ-
isti er Örn Magnússon.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa á
sunnudag kl. 20. Gréta Hergils sópran
syngur við undirleik Matthíasar Stef-
ánssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris
kantors kirkjunnar. Sungnar verða Ave
Maríur, Sveitin milli sanda og We will
meet again sem Vera Lynn gerði frægt
Kirkjukór Eiðakirkju leiðir safnaðar-
söng. Organisti er Jón Ólafur Sigurðs-
son. Prestur er Sigríður Rún Tryggva-
dóttir. Útskrift úr farskóla leiðtoga-
efna. Kaffi í aðstöðuhúsi eftir messu.
FELLA- og Hólakirkja | Sameiginleg-
ar gönguguðsþjónustur Breiðholts-
safnaðanna í júní. Messað verður í
Breiðholtskirkju kl. 11. Gengið verður
frá Fella- og Hólakirkju kl. 10.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta 14. júní kl. 14. Séra Hjörtur
Magni Jóhannsson safnaðarprestur
leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra
og sönghópurinn Við Tjörnina leiða
tónlistina ásamt Gunnari Gunnars-
syni.
GLERÁRKIRKJA | Laugardagur 13.
júní kl. 11.30. Ferming. Sr. Stefanía G.
Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju
leiðir söng undir stjórn Valmars
Väljaots organista. Sunnudagur 14.
júní kl. 11. Guðsþjónusta. Sr. Stefanía
G. Steinsdóttir leiðir stundina. Ath.:
Eftir guðsþjónustuna verður aðalsafn-
aðarfundur Glerárkirkju í safnaðarsal
kirkjunnar.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsa-
messa sunnudag kl. 11. Prestur er
Sigurður Grétar Helgason og organisti
er Hákon Leifsson. Kór Grafarvogs-
kirkju leiðir söng.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Ásta Haraldsdóttir og sr. María
G. Ágústsdóttir þjóna ásamt Kirkjukór
Grensáskirkju og messuþjónum. Pré-
dikunarefni: Ótti og ranglæti eða friður
og réttlæti? Kyrrðarstund þriðjudaginn
16. júní kl. 12. Samkirkjuleg bæna-
stund fyrir landi og þjóð á 17. júní kl.
11.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Messa 17.
Orð dagsins:
Kristur og Nikó-
demus
(Jóh. 3)
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flateyjarkirkja.
Messur á morgun