Morgunblaðið - 13.06.2020, Side 29

Morgunblaðið - 13.06.2020, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 ✝ Stefán Haf-steinn Jónsson fæddist 18. maí 1943. Hann lést 31. maí 2020 á blóð- og krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans við Hring- braut. Foreldrar hans voru hjónin Jón Al- berg Júlíusson, f. 28. júní 1893, d. 6. október 1981, og Guðrún Jónas- dóttir, f. 14. desember, 1909, d. 15. september 1976. Stefán kvæntist Báru Leifs- dóttur hinn 16. september 1967. Bára fæddist 25. apríl 1949 og er dóttir hjónanna Leifs Eiríks- sonar, f. 2. apríl 1928, og Unu Sigurðardóttur, f. 12. ágúst 1929. Börn Stefáns og Báru eru: a) Bogi Örn, f. 18. ágúst 1995. b) Hafsteinn, f. 10. september 2001. Stefán fæddist á Siglufirði og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um og gekk í grunnskóla. Á unglingsárum fór hann sem vinnumaður í Fljótin, bæði að Sauðanesvita og Hrauni. Árið 1959 fór hann að Reykholti í Borgarfirði og var þar í skóla til ársins 1961. Að því loknu fór hann aftur til Siglufjarðar og vann þar þangað til hann fluttist í Kópavog árið 1964. Stefán fór í Iðnskólann í Reykjavík og lærði pípulagnir og vann við það þar til fjölskyldan fluttist að Kálf- hóli árið 1979. Þar stunduðu þau hjónin blandaðan búskap ásamt börnum sínum jafnframt því sem Stefán vann ávallt við pípu- lagnir samhliða búskap. Árið 1998 fluttust þau frá Kálfhóli og vann Stefán við pípulagnir eftir það. Útför Stefáns fer fram frá Skálholtskirkju í dag, laug- ardaginn 13. júní 2020, klukkan 11. 1) Jón Gunnar, f. 25. maí 1967, eig- inkona Elín Sigríð- ur Gísladóttir, f. 18. maí 1965. Börn þeirra eru: a) Katla Guðrún, f. 30. sept- ember 1991. b) Stefán Pétur, f. 2. mars 1995. c) Gísli Gautur, f. 11. maí 1999. 2) Leifur, f. 9. september 1969, eiginkona Þóra Gylfadóttir, f. 6.september 1977. Börn þeirra eru: a) Gylfi Dagur, f. 4. mars 1997. b) Sigurður Arnar, f. 9. maí 2001. c) Leifur Þór, f. 28. febrúar 2004. c) Bára Ingibjörg, f. 8. nóvember 2011. 3) Þórhild- ur Una, f. 13. nóvember 1974, eiginmaður Jón Bogason, f. 1. febrúar 1964. Börn þeirra eru: Kær faðir minn, hann Stefán Hafsteinn, er látinn, þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist hans. Það er skrýtið að hugsa til þess að þegar maður kemur heim til mömmu og pabba verði engan pabba að finna, hvorki úti né inni. En minningin lifir um góðan mann sem ávallt fylgdist með sínu fólki og var tilbúinn að leggja sitt af mörkum ef á þurfti að halda. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Hvíl þú í Guðs friði elsku pabbi minn. Þórhildur Una Stefánsdóttir. Í dag mun ég fylgja fóstra mín- um og vini Stefáni Jónssyni síð- asta spölinn. Mínar fyrstu minningar af þeim sómahjónum á Kálfhóli voru þegar heyjað var í bagga og ég sat á traktorsbrettinu að borða íspinna. Ég bjó hjá Stebba og Báru í fjóra vetur og átti þar margar góðar stundir, oft fórum við Stebbi í fjósið að sinna bú- störfum. Eins man ég þegar við fórum að versla í Kaupfélaginu, þá var alltaf komið við í kaffiteríunni og við fengum okkur eitthvert góð- gæti. Seinna lágu leiðir okkar saman í starfi sem pípulagninga- menn. Stebbi var glaðlyndur og auð- mjúkur maður. Ég mun eiga góð- ar minningar um þennan ein- staka mann sem var mér svo góður. Sigþór Sigurðsson. Stefán Hafsteinn Jónsson ✝ Jónas Ingi-marsson fædd- ist í Skeggstöðum í Svarfaðardal 23. janúar 1937. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri á hvíta- sunnudag, 31. maí 2020. Foreldrar Jónasar voru hjón- in Jóhanna Sigur- björg Jónasdóttir og Ingimar Gutt- ormsson. Hann átti tvær systur; Guðrúnu, f. 8. október 1931, bú- sett á Blönduósi, og Steingerði, f. 16. mars 1942. Þær lifa báðar bróður sinn. Jónas stundaði sveitastörf heima í Skeggstöðum á meðan foreldrar hans bjuggu þar en eftir að þau fluttu til Dal- víkur upp úr 1960 fór hann að vinna á ýtu hjá Rækt- unarsambandi Svarfdæla og vann hann þar fram und- ir 1977. Þá fór hann að vinna á Bílaverk- stæði Dalvíkur og var hann þar þar til hann lét af störfum. Árið 2015 flutti hann á dvalarheimilið Dalbæ og var þar síðustu árin. Hann var ógiftur og barnlaus. Jarðarförin fer fram frá Dal- víkurkirkju í dag, 13. júní 2020, klukkan 13.30. Jónas frændi okkar var einn af þessum stóru frændum okkar systkinanna. Þegar afi og amma bjuggu á Skeggsstöðum eða á Dalvík vann Jónas m.a. á jarðýtu. Okkur þótti jarðýta risastórt tæki. Jónas leyfði okkur stundum að koma inn í stýrishúsið. Það var bara töluvert ferðalag fyrir lítil börn. Eftir að afi og amma fluttu á Dalvík fór Jónas að vinna á bíla- verkstæðinu hjá nafna sínum Jónasi Hallgrímssyni. Þar feng- um við líka oft að vera með og fylgjast með honum að störfum og líta inn til Valda frænda á lag- erinn. Jónas átti flottan plötuspilara og fullt af plötum. Við höfðum aldrei séð annað eins. Uppáhalds- platan okkar Karlottu var með Ómari Ragnarssyni, þar sem hann söng m.a. Þrjú hjól undir bílnum, Kappakstur, Rafvirkja- vísur og Skíðakeppnina. Það sem Jónas var þolinmóður að leyfa okkur sí og æ að spila þessa plötu. Við kunnum alla textana. Hann átti líka fullt af eldgömlum plöt- um, 78 snúninga, glerhörðum og kolsvörtum, í geymslu undir súð. Þær voru spilaðar á hátíðisdög- um. Vikan var í miklu uppáhaldi hjá okkur systkinunum. Hana var hægt að lesa fram og til baka og Jónas hafði þær allar í röð og reglu, mörg ár aftur í tímann. Sá sem las Vikuna á þessum tíma man örugglega eftir Gissuri gull- rassi og Skugga. Ófáar ferðirnar fórum við á fínu bílunum hans Jónasar. Fram í dal, upp á Böggvisstaðafjall, út í Múla og inn á Árskógsströnd. Jónas kom oft í heimsókn til okk- ar á Blönduós. Samband hans og mömmu var mjög gott alla tíð. Margoft kom Jónas á Húnavöku og var Íddi í Bakkagerði gjarnan með í för. Þá var nú fjör á Húna- brautinni. Fyrir sléttum tveimur árum, í maí 2018, fórum við Kar- lotta systir með mömmu í heim- sókn til Jónasar á Dalbæ. Þá höfðu þau systkinin ekki sést langalengi. Það voru miklir fagn- aðarfundir. Jónas frændi minn var góður maður. Hann vildi öllum vel. Hann hafði mikið langlundargeð gagnvart flestum, hló mikið og leið vel. Hann vildi allt fyrir alla gera. Síðustu árin urðu ferðirnar á Dalvík færri og færri, miðað við það sem áður var. Alltaf var samt jafn gaman að koma til Jónasar. Fyrir nokkrum árum náðum við honum og Jóhanni Daníelssyni frænda okkar saman í kaffi á Bergi á Dalvík. Það voru fagnað- arfundir. Nú eru þeir báðir farnir og beggja er saknað. Megi Jónas frændi okkar hvíla í friði. Ingimar Sigurðsson, Kar- lotta Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðsson og Auðunn Steinn Sigurðsson. Minning um löngu liðna daga: Hreppstjórinn kom ríðandi á uppboðið. Hann var í ullarnærföt- um og úlpu. Þetta var kalda vorið 1949. Hjónin í Skeggsstöðum voru að bregða búi og flytja á mölina og að venju þegar einhver hætti að bjástra við kýr og kindur var haldin aksjón á búsmunum því ekki þurfti á þeim að halda innan við búðarborðið hjá Pönt- unarfélaginu. Börnin í Skeggs- stöðum höfðu verið frá því er ég fyrst mundi eftir mér leikfélagar okkar barnanna í Hofsárkoti en nú voru að verða kaflaskil. Krakkarnir í Skeggsstöðum að flytja burt. Leikir okkar að enda – ekki lengur heimsóknir í Skeggs- staði þar sem spurt var ein eða tvær og eftirvænting í andliti eftir því hvert svarið yrði. Máttum við stoppa í eina klukkustund eða tvær? En þannig voru reglurnar – ströng boð að heiman um hve lengi mátti dveljast. Jónas í Skeggsstöðum var aðalleikfélagi okkar bræðra frá nágrannabæn- um og alla stund fóru leikir okkar fram í friði og einingu, aldrei þó nefnt að við værum vinir, það hugtak ásamt flestum orðum um náin tengsl var ekki á vörum fólks á þessari tíð. En þegar fólkið fór úr Skeggsstöðum fylgdi því sökn- uður og tóm og við fundum að sterk bönd höfðu verið á milli okkar krakkanna á þessum bæj- um. Án þess að gera okkur það ljóst þá voru þó meiri tímamót í lífi okkar barnanna en að búskap lyki í Skeggsstöðum. Við vorum að yfirgefa barnið og verða ung- lingar og urðum aldrei söm. Þótt ég seinna á langri lífsleið hitti Jónas í Skeggsstöðum nokkrum sinnum þá var það sjaldnast meira en að skiptast á nokkrum orðum og samleið áttum við litla. En nú þegar fregn barst um að Jónas væri látinn og horfinn frá okkur verða dagarnir forðum í leik í Skeggsstöðum svo skýrir og tærir í huganum að undan varð ekki komist að setja á blað og þakka, þó seint sé, fyrir gamlar og löngu liðnar stundir á sunnu- dögum þegar spurningin lá í loft- inu; eru það ein eða tvær. Samúðarkveðjur til ættingja og vina Jónasar í Skeggsstöðum. Jóhannes Sigvaldason. Jónas Ingimarsson Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Helga Guðmundsdóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN LÍNDAL JÓHANNSSON, fyrrv. rafveitustjóri, Vallarbraut 6, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 18. júní klukkan 14. Elsa Dóra Gestsdóttir Agnes Jóhannsdóttir Bessi Halldór Þorsteinsson Hreinn Líndal Jóhannsson Anna Dóra Lúthersdóttir Jóhann Gestur Jóhannsson Svava Tyrfingsdóttir María Líndal Jóhannsdóttir Elías Líndal Jóhannsson Guðlaug Helga Sigurðardóttir Lína Dalrós Jóhannsdóttir Gunnlaugur Þór Ævarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA S. JÚLÍUSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtudaginn 18. júní klukkan 13. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða umönnun. Guðfinna Pétursdóttir Rudiger Peltz Guðríður K. Pétursdóttir Þórarinn Þórarinsson Guðbjörg L. Pétursdóttir Júlíus Pétur Pétursson Lotta Frick barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ERLINGSDÓTTIR, Miðleiti 12, Reykjavík, lést mánudaginn 8. júní. Útförin auglýst síðar. Sigurður Hannesson Margrét Karlsdóttir Kristín Hannesdóttir Páll Einar Kristinsson Erlingur Hannesson Halldóra Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Frænka okkar, ÓLAFÍA GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR, síðast til heimilis að Lindargötu 57, Reykjavík, er látin. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. júní klukkan 15. Baldur Sigurgeirsson Þórður Jónsson Markús Ívar Magnússon Guðrún Magnúsdóttir Þórhildur Lárusdóttir Ólafur Björn Lárusson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BERGRÓS ÞORGRÍMSDÓTTIR, Bjargslundi 4, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 6. júní. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 18. júní klukkan 13. Sveinn Sveinsson Sveinn Þorgrímur Sveinsson Margrét Ragnarsdóttir Rakel Rós Sveinsdóttir Hrafn Stefánsson Pétur Hafliði Sveinsson og barnabörn Okkar elskulega móðir, tengdamóðir og amma, FJÓLA LIND GUNNLAUGSDÓTTIR lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 8. júní síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 16. júní klukkan 13.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Höfða fyrir einstaka umönnun, nærgætni og hlýju. Gunnlaugur Pálmason Rut Karol Hinriksdóttir Víðir Pálmason Helga Jónsdóttir Þuríður Ósk Pálmadóttir Tryggvi Guðbrandsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.