Morgunblaðið - 13.06.2020, Page 31

Morgunblaðið - 13.06.2020, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 ✝ Gissur Þór Sig-urðsson fædd- ist í Brúnavík við Borgarfjörð eystri 20. apríl 1938. Hann lést 1. júní 2020. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Brúnavík, f. 25. maí 1915, d. 4. des. 1996, og Elín Ein- arsdóttir frá Flatey á Breiðafirði f. 3. nóv. 1914, d. 12. jan 1982. Gissur kvæntist Guðrúnu Val- gerði Árnadóttur 3. júlí 1957. Foreldrar hennar voru Árni Jón Sigurðsson og Ragna Ingvars- dóttir. Gissur og Guðrún eignuðust fimm börn. Þau eru: Lukka Sig- ríður f. 1957, maki Þorkell Helgason, þeirra börn eru Eyj- ólfur og Elínrós; Ragna f. 1958, maki Kristján R. Larsen, þeirra börn eru Rúnar Þór og Daníel Ingi; Sunn- eva, f. 1960, maki Hákon Ólafsson, f. 29. mars 1960, d. 20. maí 2015, þeirra börn eru Guðrún Björk og Gissur Þór; Sigurrós, f. 1961, maki Arnþór Stefánsson; Árni Jón, f. 1965, maki Laufey Þórð- ardóttir, þeirra börn eru Anton Örn, Freydís Rut og Rakel Sif. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin 10. Gissur var lærður húsasmíða- meistari og starfaði bæði við húsa- og skipasmíði, ásamt sjó- mennsku. Útför Gissurar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 13. júní 2020, klukkan 13. „Mjög erumk tregt, tungu að hræra“ – með afa mínum er nú fallinn frá merkilegur maður. Stórbrotinn maður sem kenndi mér svo ótalmargt, með orðum sínum, ævi og arfleifð. Ævi afa míns var frá upphafi merkileg því hann var síðasta barnið sem fæddist í Brúnavík. Foreldrar hans slitu samvistir þegar hann var á öðru ári og hann fylgdi ömmu sinni og afa að Dvergasteini við Seyðisfjörð þar sem föðurbróðir hans Fil- ippus Sigurðsson og Ólína Jónsdóttir höfðu hafið búskap. Þar ólst hann upp í stórum hópi frændsystkina og hálf- systkina, auk Árna Jóns al- bróður síns og Dennu uppeld- issystur sinnar. Löngu síðar sagði hann mér klökkur að hann myndi enn daginn sem hann fékk ekki að fylgja móður sinni úr Brúnavík. Að áföll bernskunnar fái fullvaxta mann til að brynna músum sagði mér meira en margar fræðigreinar um áhrif þeirra. Sögur afa af bernsku sinni standa öllum sem á hlýddu ljóslifandi fyrir sjónum. Elsta dóttir mín varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna skólaverk- efni um skólahald fyrr á tímum upp úr frásögnum langafa síns. Sögurnar af farskólanum, næt- urgagninu sem fraus í og róðri yfir fjörðinn, að ógleymdu öllu reyktóbakinu sem börnin keyptu af bresku hermönnun- um fyrir bláber, fékk okkur foreldrana til að missa andlitið. Hún skrifaði samviskusamlega niður að langafi sinn hefði þó verið hættur að reykja áður en hann byrjaði í barnaskóla! Minnugri mann en afa minn hef ég aldrei vitað. Bæi og bala, þorp og þúfur hringinn í kring- um landið gat hann þulið eftir minni og rakið saman ættir þeirra sem á bjuggu, manna og hesta. Og frændrækinn var hann með eindæmum, þó mest þar sem hann vissi að eitthvað bjátaði á því hjarta hafði hann úr gulli og mátti ekkert aumt sjá. Nú þegar afi minn hefur safnast til feðra sinna er mér þakklæti efst í hug. Ég þakka þér fyrir að hafa sýnt mér hvernig maður kemur fram við alla af virðingu og alúð. Ég þakka þér fyrir að vera fyr- irmynd að því hvað ábyrgð er, einkum og sér í lagi þegar það er erfitt. Ég þakka þér fyrir að hafa kennt mér öll ljóðin, kunna að meta íslenska tungu og ekki síst matargerð. Elsku afi, takk fyrir allt. Þinn Eyjólfur. Það er skrítin tilfinning að skrifa minningargrein um Gissur frænda því hann var alltaf svo lifandi persóna sem geislaði af lífsorku og gleði. En ég efast um að hann sé langt undan því við frændur trúðum því báðir að það væri ekkert til sem heitir dauði. Þegar við kveðjum jarðlífið tekur við óvissuför sem enginn veit hvernig endar – ef hún þá endar. Gissur frændi var einstakur maður – það var hægt að ræða við hann um bókstaflega allt milli himins og jarðar. Við gát- um rætt pólitík og þar var hann ágætlega kunnugur, dægurmál og allt tengt þeim ásamt dag- legum verkefnum sem þurfti að leysa. Og þegar kom að eilífðar- málunum, heimspeki og sköpun alheims hafði hann myndað sér upplýstar skoðanir um það allt. Fyrir fjölmörgum árum datt mér í hug að koma í land og nema smíði – kominn vel á fer- tugsaldur. Eftir það fór ég að vinna sjálfstætt en skorti vissulega reynslu. Þá var gott að eiga góðan frænda sem var húsa- smíðameistari. Ég hringdi í hann og óskaði eftir leiðbein- ingum og hann leiddi mig gegn- um símann og kúnninn trúði að ég væri völundarsmiður. En það var ekki ég heldur Gissur frændi. Eftir að hann flutti norður á Hvammstanga með Gunnu sinni (sem ekki er síðri en hann) höf- um við verið í litlum beinum tengslum. En í þau fáu skipti sem við hittumst hafði ekkert breyst. Líklega munum við hitt- ast oftar eftir að hann kvaddi þótt ég mögulega skynji það ekki en ég trúi að hann sé aldr- ei langt í burtu. Elsku Gissur frændi – takk fyrir allt. Að lokum votta ég Gunnu minni og öllum þeirra afkomendum mína dýpstu og einlægustu samúð. Jón Ragnar Ríkharðsson. Það er farið að vora, kominn 20. apríl á því herrans ári 2014. Rétt norðan við hafnargarð- inn á Hvammstanga er lítil bugt í malarfjörunni. Nokkrar æðarkollur svamla skammt frá landi, fleiri láta sig fljóta á rennisléttum sjónum aðeins utar, ýmist syfjulegar eða sofandi. Bíl er ekið rólega fyrir horn- ið á húsinu sem nú hýsir Sela- setur Íslands og hann nemur staðar á steinsteypta kantinum ofan við fjöruna. Kollurnar sem eru næst landi lyfta höfði og horfa árvök- ulum augum á bílinn, en taka síðan viðbragð og synda nær landi þegar maður stígur út úr bílnum. Þegar maðurinn tekur svo hvíta skjólu út úr bílnum og gengur í átt að fjörunni kemur órói í kollurnar sem virtust fljóta rænulitlar góðan spöl frá landi og þær fara að þoka sér nær fjörunni. Þegar maðurinn fer að dreifa innihaldinu úr föt- unni, þykkum graut úr kjöt- soði, korni og brauðafgöngum, í fjöruborðið færist fjör í koll- urnar og þær flykkjast að til að njóta veitinganna. Maður- inn, afmælisbarn dagsins, fylg- ist brosandi með þessum fiðruðu matargestum sínum sem njóta nú vinnu hans gjöf- ulu handa. Handanna sem voru ævin- lega tilbúnar að veita aðstoð, styðja og hlúa að þar sem þess var þörf. Hvort sem í hlut áttu menn eða málleysingjar. Handa sem var stýrt af örlátum og góðviljuðum hug manns, sem þrátt fyrir slys og áföll á lífs- leiðinni gat ævinlega fundið tíma eða leið til að liðsinna öðr- um. Skyldum sem óskyldum, kunnugum sem ókunnugum, allir áttu þess kost að njóta vel- vildar hans og liðsinnis. Maður sem ég var svo heppinn að kynnast fyrir rúmum 40 árum. Maður sem var ekki bara tengdafaðir minn og fyrirmynd, heldur líka kær samferðamaður sem ég kveð nú með þakklæti, auðmýkt og virðingu í huga. Mér finnst að eftirfarandi er- indi úr Hávamálum eigi vel við að leiðarlokum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þorkell Helgason. Við kynntumst Gissuri Þór stuttu eftir komu okkar á Seyð- isfjörð haustið 1978. Guðrún Árnadóttir tók að sér að gæta sonar okkar og tóku þau hjón drengnum sem hann væri þeirra eigið barnabarn. Þau tengsl hafa varað síðan. Margar samræðustundirnar áttum við um barnauppeldi og alltaf var okkur tekið opnum örmum á Garðarsveginum. Gissur var með stórt hjarta. Vinskapur hans var heill og hefur nú staðið í yfir fjörutíu ár. Við fengum símtöl á afmæl- um. Í jóla- eða afmæliskorti leyndist stundum vísa eftir Gissur. Hann skildi að lífið er leynd- ardómur, stöðug kveikja að vangaveltum og endalaust tæki- færi til að iðka kærleika. Alltaf var hugur hans vökull gagnvart nýrri reynslu og lifandi sagna- mennska hluti af samverunni. Gissur var hestamaður af lífi og sál. Þegar þau hjónin komu til Reykjavíkur kynnti Gissur okkur hestamennsku, sagði það gott fyrir fólk í erilsömu störf- um að umgangast hesta. Það var fallegt að fylgjast með áhuga Gissurar á líðan og at- ferli hestanna. Umhyggja hans var einstök. Hann hafði yndi af því að meta folöld og hvort þar færi efni- legur hestur til keppni eða reiðar. Einn daginn hringdi Gissur og kvaðst hafa séð fol- ald handa okkur og svo fór að við eignuðumst það. Hrossið reyndist keppnishestur og vænn reiðhestur. Hestamennskan með Gissuri leiddi okkur í ferðir víða um Suðurland. Gissur var mann- blendinn og þekkti menn á mörgum bæjum. Hann hafði einstakt lag á að rétta fram hjálparhönd við heyskap og ýmis störf hvar sem hann kom, enda einkar handlaginn. Það var gaman að fylgjast með út- sjónarsemi hans almennt, t.d. er hann byggði sólpall, gerði upp gamla jeppakerru og bjó til reykofn úr gömlum ísskáp. Með Gissuri fórum við í skemmtilegar veiðiferðir á Arnarvatnsheiði og dvöldum þar í veiðiskála. Gissur þekkti sig vel við vatnið enda hafði hann í félagi við bændur tekið þátt í að grisja silung úr vatn- inu. Hann fræddi okkur um hátterni silunga, gamlar og nýjar veiðiaðferðir við vatnið og sagði sögur af Arnarvatns- heiðinni. Þannig var náttúru- barnið Gissur ávallt í góðum tengslum við menn og náttúru hvar sem hann dvaldi. Eftirminnileg var ferð okkar tveggja á alþjóðlegt mót ís- lenska hestsins í Berlín árið 2013. Gissur hafði mikla ánægju af að sjá hinn mikla fjölda gæðahesta á kappreiðum og sýningum og margt að segja sem bar yfirgripsmikilli þekkingu hans á hestum fagurt vitni. Við fórum í skoðunarferð um borgina og nutum kvöld- verðar í veitingastað efst í sjónvarpsturninum með útsýni yfir borgina. Þar lét Gissur sig hafa það að bragða sérdrykk Berlínar- búa, Berliner Weisse, sem er bjór með hindberjasaft. Að jafnaði drakk Gissur ekki áfengi, sagði að hann þyrfti ekki að auka á heimsku sína með slíku. Við erum þakklát fyrir þá einstöku samfylgd sem vinátt- an við Gissur hefur veitt okkur í gegnum lífið. Við vottum Guðrúnu, börn- um þeirra, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð okkar. Megi guðs blessun fylgja minningu Gissurar Þórs Sig- urðssonar. Atli Þór Ólason og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Gissur Þór Sigurðsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna okkar elskulega eiginmanns, föður og afa, GUÐMUNDAR KOLBEINS VIKARS, Heiðarbrún 7, Hveragerði. Sérstakar þakkir fá Jón Magnús Jónsson og fjölskylda fyrir einstaka alúð og hugulsemi. Guðný Elín Snorradóttir Finnbogi Vikar Guðmundsson Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir Bryndís Malín Sigurðardóttir Árni Vikar Sigurðsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÚN INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi sendiráðsritari, lést 8. maí. Útför hennar fer fram frá Neskirkju mánudaginn 15. júní klukkan 13. Kristján Þór Sigurðsson Hallgrímur F. Hallgrímsson Maria Moth Hallgrímsson Rós Kristjánsdóttir Þorsteinn B. Friðriksson Elínborg Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTBJÖRG MAGNEA GUNNARSDÓTTIR, Skógum, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 19. júní klukkan 14. Jarðsett verður í Eyvindarhólakirkjugarði. Sigríður Sigurjónsdóttir Magnús Skúlason Sigrún Sigurjónsdóttir Øyvind M. Edvardsen Dýrfinna Sigurjónsdóttir Guðni Sveinn Theodórsson Auður Sigurjónsdóttir Kristinn Kristófersson Ágúst Sigurjónsson Sigrún Hreiðarsdóttir og ömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRETHE G. INGIMARSSON, sem lést á Landspítalanum 21. maí, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 19. júní klukkan 13. Christian Þorkelsson Guðrún Axelsdóttir Anna María Þorkelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÓLAFSSONAR, Fossvegi 6, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hann í veikindum hans. Ólafur Jónsson Sigríður Jónsdóttir Ólafur Óskarsson Vigdís Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, ömmu og tengdamömmu okkar, RANNVEIGAR TÓMASDÓTTUR, Brekkubyggð 26, sem lést 19. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum HERU fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Þórhallur Arason Halla Björg Þórhallsdóttir Guðmundur Kristinsson Þorbjörg Þórhallsdóttir Gísli Þór Guðmundsson Tómas Magnús Þórhallsson Unnur Lilja Hermannsdóttir Rannveig Myrra Gísladóttir Rakel Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.